Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 55

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1999, Side 55
Frá ferðalagi LAUF-ara. Sjá bls. 12. að endurskoðun þessara mála og fulltrúar Sjálfsbjargar og Öryrkja- bandalagsins áttu ágæta hlutdeild að. Þetta er breytingin sem það varðar að þeir sem sækja í fyrsta sinn fá sam- kvæmt þessu tvöfalda styrkupphæð lægri styrksins enda við hann miðað í þessu sambandi og þá sem til hans eiga rétt. Auðvitað vaknar upp sú spurning hvort fjöldi slíkra styrkja er nægur en miðað er við 20 styrki upp á hálfa milljón hver. Það kemur í ljós en skv. því sem sá margreyndi formaður okk- ar, Haukur Þórðarson segir, þá gæti þessi tala verið nokkuð nálægt sanni. Enginn þekkir þetta bemr en hann sem um árabil hefur verið formaður afgreiðslunefndar þessara styrkja og um leið einn tillögumanna um þá skipan að hærri styrkur sé greiddur er menn sækja í fyrsta sinn um lægri styrkinn. Reynslan leiðir hið rétta í ljós, en hér á bæ er þessu ákvæði fagnað sér- staklega þó aðrar breytingar hafi vissulega verið spor í rétta átt. Um fjölda styrkja og upphæðir þeirra má eflaust alltaf deila, en okkar skoðun sú að enn þurfi betur að gera varðandi fjölda styrkja sem voru allt til ársins 1996 600 lægri styrkir í stað 395 sem talan er nú, eftir leiðréttingu þó. Afram hljótum við því að vinna að málinu í ljósi þeirra alltof mörgu synj- ana sem hafa verið á undangengnum árum. * Imarsmánuði sl. kvað tryggingaráð upp úrskurð í máli einstæðrar móður, sem eins og öllum öðrum slíkum hafði verið synjað um frekari uppbætur ofan á tekjutryggingu þ.e. heimilisuppbót og sérstaka heimilis- uppbót skv. þeirri vinnureglu stað- festri af bæði tryggingaráði og ráðu- neyti að einstætt foreldri byggi ekki eitt og ætti þ.a.l. ekki þennan sjálf- sagða rétt. Óneitanlega eru þetta býsna mark- verð tíðindi, en lagaákvæðið hér um höfum við alltaf talið morgunljóst þ.e. að viðkomandi einstætt foreldri hefði að sjálfsögðu ekki fjárhagslegt hag- ræði af sambúð við annan aðila þ.e. í þessu tilfelli börn sín og ætti þ.a.l. skýlausan rétt til þessara bótaflokka, ef annað hindraði ekki. Við höfum lengi spurt hina ýmsu ráðherra að því hvort það væri í raun meining þeirra að foreldri hefði fjárhagslegt hagræði af börnum sínum, en lagaákvæðið einmitt hér um og eitt ætti að vera öllum morgunljóst og það er að hag- ræði og hamingjugjafi er sitt hvað. Enginn ráðherra hefur treyst sér til þess að halda slíku fram og hver á fætur öðrum hafa þeir í raun lofað framkvæmd í samræmi við lagagrein- ina, en fyrst nú er bragarbót gjörð hér á af tryggingaráði og svo sem fram kemur í tilkynningu frá TR er það alveg ljóst að þetta er ákvörðun ráðu- neytis fyrst og síðast. I þeirri tilkynningu segir að ráðu- neytið hafi ákveðið þessa nýju, réttu skipan með gildistöku 1. mars. sl. og þá vakna spumingar um liðinn tíma og framkvæmdina þá, bótasviptingu sem æmum upphæðum nemur og eins verður þá að vera tryggt að allir sitji hér við sama borð, fái sömu leiðrétt- inguna. Uppi á borðinu er nú málsókn í þessu sambandi og ljóst að úr verður að fást skorið hversu langt skuli ganga, hvort leiðréttingin á t.d. ekki að ná tvö ár aftur í tímann s.s. ótvíræð heimild er fyrir um bætur og oft gert þegar svo stendur á sem nú. Okkar gmnur raunar sá að vissan um þetta hafi ýtt frekar við mönnum, þó ekki skuli vanmetið að réttlætis- kenndin hafi einnig komið inn í myndina. Markverð leiðrétting óneit- anlega, aðeins ekki nógu langt gengið til leiðréttingar aftur í tímann sem ótvírætt hefði átt að vera svo eftirmál yrðu ekki af. egar þessar línur eru blaðfestar er ný ríkisstjórn í burðarliðnum og fullljóst orðið að sömu flokkar munu um stjórnartaumana halda næstu fjögur árin. Við hljótum að vænta þess að ríkisstjórnarflokkarnir muni bera gæfu til að taka þann veg á kjaramálum öryrkja að þeir megi verða fullsæmdir af. I ljósi yfirlýsinga í aðdraganda kosninga þykir okkur einboðið að gjörð verði veruleg brag- arbót varðandi kjör þeirra sem minnst bera úr býtum í samfélaginu og þar eru öryrkjar hvað efstir á blaði. Það er alveg ljóst að næstu kjarasamningar munu einnig hafa úrslitaáhrif, því af niðurstöðu þeirra mun sem jafnan fyrr tekið ákveðið mið þegar litið er svo til kjarabóta lífeyrisþega. Öryrkjar binda miklar vonir við þessa kjara- samninga og treysta því að launþega- hreyfingin taki myndarlega á málum og gangi ekki frá samningum öðruvísi en svo að hlutur lífeyrisþega verði í engu lakari en launamanna. Það hlýt- ur einfaldlega að vera kappsmál laun- þegasamtaka og ekki síður ríkisstjórn- ar á hverjum tíma að kjör öryrkja í landinu haldist í hendur við almenn launakjör, ekki sízt þegar mjög vantar á að ráðstöfunartekjur svo alltof margra öryrkja nái lágmarkslaunum í landinu, hvað þá almennu meðaltali ráðstöfunartekna þar sem skilur bæði himinn og haf. Áfram væntum við þess sem emm í forsvari fyrir Öryrkja- bandalag Islands að mega eiga sem bezt og farsælast samstarf við stjórn- völd um lausn hinna einstöku mála sem á knýja hverju sinni. Af ærnu er að taka, þó fyrst og helzt beri að huga að leiðréttingum á kjaragrunninum sjálfum. Þar er sannarlega verk að vinna. H.S. fréttabréf öryrkjabandalagsins 55

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.