Bændablaðið - 02.04.2020, Síða 31

Bændablaðið - 02.04.2020, Síða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 31 .      VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs- íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 8. apríl 2020. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhver fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: – Lýsing á eign og því sem henni fylgir – Ástand eignar og staðsetning – Stærð, öldi svefnplássa og byggingarár – Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni VINNUÞJARKUR Fjórgengis V-Twinmótor, 62 hestöfl, rafmagnstýri, bein innspýting, spil, dráttarkrókur, hátt og lágt drif með læsingu, 14“ álfelgur, sturtupallur, hleðsla 360 kg. eigin þyngd 625 kg. Traktorsskáður, Orange eða Camo. 2.999.000,- Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi sími 557 4848 / www.nitro.is Lyngás 13 / 700 Egilsstaðir Sími 471 2299 / www.ab.is Glerárgötu 7 / 600 Akureyri Sími 415-6415 / hesja.is POTTIPUTKI geispur og burðaráhöld ásamt fleiri vörum fyrir skógarfólk VORVERK.IS Þverholt 2 – (Kjarni) Mosfellsbær sími 665 7200 vorverk@vorverk.is Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 GRAFAGRINDUR GOTT ÚRVAL Aflvélar ehf. • Vesturhrauni 3 • 210 Garðabær Sími: 480 0000 • www.aflvelar.is • sala@aflvelar.is Sugan frá Glutton er hentug fyrir sveitafélög og fyrirtæki til að auðvelda vinnu við hreinsun UTAN ÚR HEIMI Holland: Öll þök skulu vera græn Íbúar og yfirvöld í Utrecht í Hollandi ætla kerfisbundið að vinna í því að gera borgina grænni. Ný áætlun gerir ráð fyrir að gera umhverfið grænna og að á öllum þökum í miðbæ borgarinnar eigi að vaxa gróður eða vera með sól- arsellur. Hugmyndin, sem kallast engin þök ónotuð, nær einnig til þaka á strætisvagnaskýlum. Með því að rækta gróður af einhverju tagi, gras, blóm eða mosa á að auka líffræði- lega fjölbreytni í borginni og um leið draga úr magni koltvísýrings í and- rúmsloftinu. Einnig er hugmyndin að meiri gróður í borginni muni draga úr æðibunugangi og stressi íbúanna og auka þannig hamingju og vellíðan. Til að auðvelda íbúum að grænka þökin sín ætla borgaryfirvöld að styrkja íbúðareigendur í miðborginni um allt að 50% kostnaðar vegna framkvæmdarinnar en að hámarki um 20 þúsund €, eða rúmar þrjár milljónir króna. Hátt gróðurhýsi Til að sýna vilja í verki stendur til að byggja háhýsi skammt frá aðal- járnbrautastöð borgarinnar og klæða það að utan og ofan með 300 ólíkum tegundum af plöntum, 360 trjám, 9.640 runnum og fjölda smærri plantna. Alls mun gróðurinn utan á húsin þekja um einn hektara. Áætlað er að háhýsið verði tilbúið árið 2022 og samkvæmt útreikningum mun það binda um 5,4 tonn af koltví- sýringi og framleiða um 41 tonn af súrefni á ári. Hnoðrar á strætóskýlum Á síðasta ári var lokið við að koma hnoðrum fyrir á þökum 316 strætis- vagnaskýla í borginni. Hnoðrarnir sem eru sígrænir hafa sýnt fram á að þeir draga úr magni svifryks, hækka rakastig og auka litadýrð þar sem þeir vaxa og blómstra. Hnoðrarnir hafa einnig góð áhrif á skordýralíf og laða að sér fugla. /VH Gróðurháhýsið í Utrecht í Hollandi verður klætt með um 300 mismunandi tegundum af plöntum. Mynd / Stefano Boeri Architetti

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.