Bændablaðið - 02.04.2020, Page 32

Bændablaðið - 02.04.2020, Page 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 202032 Gamanmyndahátíð Flateyrar hefur í samstarfi við Reykjavík Foto efnt til 48 stunda gaman­ myndakeppni á netinu. Keppnin gengur út á það að einstaklingar eða lið geta skráð sig til leiks og frá og með 27. mars fá liðin 48 klukkustundir til að fullklára gamanmynd út frá því þema sem verður gefið upp. Sýningarhæfum myndum þarf svo að skila inn til Gam an­ myndahátíðarinnar 48 klukku­ stundum síðar, þann 29. mars. Í kjölfarið verður netkosning um fyndnustu 48 stunda gamanmyndina og fær sigurmyndin veglega Canon EOS M50 myndavél frá Reykjavík Foto að launum. Fyndnasta kvikmyndahátíð Íslands Gamanmyndahátíð Flateyrar er fyndnasta kvikmyndahátíð Íslands og verður hún haldin í fimmta skiptið nú í haust. Á síðustu há­ tíð var í fyrsta skiptið keppt í 48 stunda gamanmyndagerð á Íslandi og var það stuttmyndin Ballarhaf sem var valin fyndnasta stutt­ myndin af áhorfendum þar sem þemað var Fiskur. Myndina má sjá á slóðinni: https://www.youtube. com/watch?v=gvn9T_fkoQM&t=2s Þörf fyrir gleði og húmor Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikil þörf á gleði og húmor eins og nú og því er tilvalið að halda nýja 48 stunda gamanmyndakeppni. Keppnin verður opin öllum og hægt að taka þátt hvar sem er. Einstaklingar, fjöl­ skyldur eða vinahópar geta skemmt sér við þetta saman, tekið upp litla gamanmynd í sínu nærumhverfi. Það þarf ekki mikinn tækjabúnað til að setja saman stutta gaman mynd, bara góða hugmynd og einfalda mynda vél eða síma. Á sama tíma og aðstandendur vonast til að fá margar skemmti­ legar myndir frá áhugafólki skora þeir einnig á kvikmyndagerðarfólk að taka þátt og leggja sitt af mörk­ um við að gleðja landsmenn með nýjum fyndnum stuttmyndum. Skráning í keppnina fer fram á vefsíðu Gamanmyndahátíðarinnar: https:// www.icelandcomedyfilm festival. com/48­stunda­gaman myndakeppni „Með gleði og húmor komumst við í gegnum þessa skrítnu tíma,“ segir Eyþór Jóvinsson framkvæmda stjóri Gamanmyndahátíðar Flateyrar. /HKr. Fjölskyldan í Meðalheimi á Ásum í Austur­ Húnavatnssýslu hefur látið taka saman þónokk­ uð af kveðskap Óskars Sigur­ finns sonar, bónda í Meðal­ heimi. Heiðurinn af þeirri samantekt og skrá setn ingu á Árni Geirhjörtur Jónsson. Vísnasafnið var lesið inn á geisladiska af Árna og Þór Sigurðssyni. Eru diskarnir síðan fjölfaldaðir á Ólafsfirði og seldir í tveggja diska albúmi sem hann­ að er af Ágústi Halldórssyni, grafískum hönnuði hjá Ásprenti á Akureyri. Áhugasamir geta haft sam band við fjölskylduna í Meðal heimi á netfangið; medal heim ur@ emax.is, eða í síma: 452 4263 og 895 6866. MENNING&LISTIR Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson: Með ljóðabók á 80 ára afmælinu Hafsteinn Reykjalín, vélstjóri og leigubílstjóri, varð áttræður í gær, 1. apríl. Af því tilefni gaf hann út sína fimmtu ljóðabók og nefnist hún Gengin slóð. Hafsteinn er ekki ósnortinn af listagyðjunni og hefur sótt mörg námskeið í olíumálun og haldið 14 sýningar og nokkrar samsýningar, á vegum Félags tómstundamál­ ara. Þá stundar hann ljóðagerð í Ljóðahóp Gjábakka og hefur gefið út nokkrar ljóðabækur með þeim og er nú sjálfur að gefa út sína 5. ljóðabók, GENGIN SLÓÐ, sem er með 220 ljóðum, flest gerð 2018. Hafsteinn fór á nokkur nám­ skeið í hljómfræði og píanóleik. Gaf hann út tvo CD diska, Ljúfar stundir 2012 og Lífið er dans 2015, með 23 frumsömdum ljóð­ um og lögum. Einnig gaf hann út nótna hefti með 50 lögum og 16 einsöngslög á nótum. Þá semur hann ljóð á dag og setur flest inn á Facebook, svo eitthvað sé nefnt. Fæddur á Hauganesi við Eyjafjörð Hafsteinn býr í Kópavogi, en hann er fæddur og uppalinn á Hauganesi við Eyjafjörð og ólst þar upp og bjó þar til 18 ára aldurs. Hann bjó á Akureyri nokkur ár, lauk þar iðnnámi og vélvirkjameistaraprófi 1966, var í Vélskóla Íslands 1968– 1971 og útskrifaðist þaðan vél­ fræðingur. Hann var vélstjóri á fiski­ skipum og fossum Eimskips, átti og rak nokkur fyrirtæki í Reykjavík og víðar og stund­ aði leigubílaakstur í fjölda ára. Hafsteinn var formaður Sjálf­ stæðisfélags Kópavogs um tíma og sat í nokkrum nefndum hjá Kópavogskaupstað.Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson. Hafsteinn Reykjalín hefur gefið út fimm ljóðabækur, tvo geisladiska og nótnahefti auk þess að halda málverkasýningar. Vísnasafn Óskars í Meðalheimi gefið út á hljóðdiskum Húmor og gleði til að létta fólki stundirnar: Gamanmyndahátíð Flateyrar verður haldin á netinu – Efnt til 48 stunda kvikmyndagerðarkeppni þar sem allir geta tekið þátt Frá gamanmyndahátíð Flateyrar á síðasta ári. Eyþór Jóvinsson og Ársæll Níelsson, forsvarsmenn Gamanmyndahátíðarinnar. Það er bara gaman á Gamanmyndahátíð.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.