Bændablaðið - 02.04.2020, Page 55

Bændablaðið - 02.04.2020, Page 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 2. apríl 2020 55 Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — LÖGGARÐUR EHF. Almenn lögfræðiþjónusta, erfðaskrár, skipti dánarbúa, gallamál vegna fasteigna, vinnuréttamál og slysamál. Hafðu samband: loggardur.is eða 568-1636. Stofnað 1985 Byggingarstjórn Tek að mér byggingarstjórn. Örn Úlfar Úlfarsson s. 844-5169 netfang: oulfarsson@gmail.com Áhugasamir er bent á vegr.is Netfang: vegr@vegr.is Vélsmiðja Grundarfjarðar Flytjum inn iðnaðarhús og skemmur í öllum stærðum gerðum. Smiðjuvegur 30, 200 Kópavogur LESENDABÁS Fæðuöryggi: Hvaða breytinga er þörf? Umræða um fæðuöryggi Íslend­ inga hefur vaknað í tengslum við COVID­19 faraldurinn. Viðbrögð við þeirri umræðu hafa eðlilega snúist um skammtímasjónarmið, en mikilvægt er að horfa til lengri tíma í þeim efnum. Eftirfarandi eru tíu breytingar sem eru að mínu mati nauðsynlegar fyrir íslenska fæðuframleiðslu í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er. Aukið frjálsræði bænda til úrvinnslu eigin afurða og beinnar sölu til neytenda Möguleika bænda til slátrunar eigin gripa þarf að auka. Í sam- tölum mínum við veitingamenn, bændur og aðra frumkvöðla víða um land er komið inn á ástæður á borð við viðhald verkþekkingar, minni flutninga, bætta dýravelferð og aukna eftirspurn meðal neyt- enda, svo ekki sé minnst á gæði kjötsins. Tilraunaverkefni ráðherra um heimaslátrun sauðfjár, haustið 2020, er jákvætt skref. Aukin áhersla á innlenda fóðuröflun í stað innflutnings á fóðri Íslendingar framleiða um 150 þús- und tonn af mjólk og 30 þúsund tonn af kjöti á ári. Til að framleiða þessi 180 þúsund tonn af matvælum flytjum við inn ríflega 100 þúsund tonn af soja, maís og öðrum fóð- urhráefnum. Framleiðsluaukning mjólkurframleiðslu síðustu ára hefur haldist í hendur við aukinn innflutning á fóðurhráefnum. Það er mögulegt að nýta íslensk hráefni, íslenskt land og íslenska orku til að vinna fóðurhráefni og áburð og full ástæða til að setja aukinn kraft í slíka þróun. Stuðningur við matvælaframleiðslu miði að auknum viðnámsþrótti matvælaframleiðslu og byggðarlaga Stuðningur við landbúnaðarfram- leiðslu („landbúnaðarkerfið“) er að verulegu leyti miðaður við fram- leiðslu í tveimur greinum landbún- aðar; sauðfé og mjólkurframleiðslu. Það er full ástæða til að styðja við íslenskan landbúnað, en út frá fæðu- öryggissjónarmiðum væri nær að skilgreina nauðsynlega lágmarks- stöðu í helstu greinum framleiðslu landbúnaðarafurða og miða stuðning við það. Annar stuðningur við land- búnað ætti að miðast við sjálfbæra nýtingu lands og kolefnisbindingu, auk stuðnings við nýsköpun, t.a.m. úrvinnslu og vöruþróun og inn- leiðingu og þróun tæknilausna. Stöðvum jarðasöfnun sem tekur landbúnaðarland úr umferð og ýtir undir neikvæða byggðaþróun Ríkisstjórnin hefur lagt fram frum- varp í þessum efnum, sem er jákvætt. Það kann vel að vera að það frum- varp þurfi lagfæringa við, en það er í öllu falli jákvætt að málið sé komið á dagskrá. Það er flókið að setja fram hina einu „réttu“ uppskrift í þessum efnum, en hægt að benda á reynslu nágrannaþjóða okkar og umræðu sem á sér stað þar. Eftirlitskostnaður við matvælaframleiðslu miðist við raunverulega áhættu Eftirlitskostnaður hamlar umtalsvert starfsemi minni matvælaframleið- enda. Nýlegt dæmi um hundruð þúsunda eftirlitskostnað við minni- háttar bleikjueldi sýnir ágætlega hversu miklar hindranir geta verið í veginum fyrir frumkvöðla sem vilja byrja smátt og prófa hlutina. Það þarf að taka rækilega til í þessum efnum og beita nýjum lausnum. Væri ekki t.d. tilvalið að læra af fjarfundum sem við höfum þurft að halda vegna Covid-19 og beita rafrænum lausnum við eftirlit í auknum mæli? Efling iðnnáms og virðing fyrir starfsfólki í framleiðslu Stór hluti af starfsfólki í framleiðslu matvæla er af erlendu bergi brotinn. Í sumum tilvikum er um að ræða far- andverkamenn sem koma til landsins á álagstímum (um 500–600 manns koma í sláturtíð). Hvernig ætlum við að haga málum ef ekki verður mögu- legt að flytja inn ódýrt vinnuafl? Við þurfum að bera meiri virðingu fyrir handverki, hvetja ungt fólk til að læra iðngreinar tengdar framleiðslu og matreiðslu og greiða samkeppnishæf laun fyrir slík störf. Borgum meira fyrir matvöru Matvælaverð hefur farið hratt niður síðustu áratugi. Á sama tíma er upp undir þriðjungi af matvælum sóað, sem skapar umhverfisáskorun og sóar verðmætum auðlindum. Við neytendur þurfum að sýna í verki að við séum tilbúin að greiða meira fyrir matvöru og versla beint við bændur og matvælaframleiðendur sem sýna að þeim sé annt um langtíma fæðu- öryggi. Veljum íslenskt og framleitt í nágrenninu Besta vörnin gegn röskun á fæðu- framboði er staðbundin framleiðsla. Við getum öll aukið okkar mat- vælaframleiðslu, hvort sem það er úti í garði eða úti á svölum auk þess að styðja matvælaframleiðendur í okkar nágrenni, til sjávar og sveita. Gott fyrir fæðuöryggi, gott fyrir þróun okkar eigin nærsamfélags og gott fyrir umhverfið. Leyfum eðlilega þróun varðandi hráefnaval Matvælaframleiðsla á Íslandi hefur á margan hátt verið íhaldssöm, þó vissulega hafi komið fram öflugir frumkvöðlar sem hafa látið reyna á ný hráefni og nýjar aðferðir til rækt- unar. Það er full ástæða til þess að fjarlægja hindranir sem eru í vegi nýsköpunar. Nýlegt dæmi um slíka hindrun er kæra á hendur frum- kvöðlum vegna ræktunar og nýtingar iðnaðarhamps. Jöfnum aðstöðu matvælaframleiðenda og stóriðju varðandi orkuverð Það er hægt að framleiða mun meira af matvælum á Íslandi, til hagsbóta fyrir fæðuöryggi, lýðheilsu og um leið lágmarka áhættu í utanríkis- verslun. Stórt skref í þá átt er að lækka orkukostnað garðyrkjunnar. Samfara lækkun á orkukostnaði væri tilvalið að ráðast í átak varð- andi frekari úrvinnslu á hráefnum úr garðyrkju og vöruþróun á íslenskum áburði og öðrum nauðsynlegum hrá- efnum til ræktunar. Sveinn Margeirsson, sjálfstæður ráðgjafi. Bænda 22. apríl Sveinn Margeirsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.