Spássían - 2012, Qupperneq 2

Spássían - 2012, Qupperneq 2
2 BÓKASAFN NORRÆNA HÚSSINS – SAFN NORRÆNNAR MENNINGAR Norrænar bókmenntir Tímarit Kvikmyndir Rafbækur Hljóðbækur Barnadeild Artótek Við erum á facebook og upplýsum þig um allt það nýjasta dag frá degi. Opið alla virka daga og um helgar frá kl. 12–17. Sími 5517090, nordlib@nordice.is AFREK DAGSINS FJÖLBREYTT UMRÆÐA lifandi menning ÞAKKIR Sífellt fl eiri börn taka þátt í skipulögðum íþrótt um og afreksfólkið okkar í íþrótt um er sannkallaðar stjörnur í augum okkar. Samfélagið allt virðist reyndar stundum heltekið af íþrótt aanda og þar er menningin engin undantekning. Áherslan á samkeppni í jólabókafl óðinu verður þó oft fullmikil að mati margra. Metsölubækur og verðlaunahöfundar vekja mestu athyglina og fj ölmiðlar fylgjast grannt með því hver trónir efst á hvaða afrekslista hverju sinni. Hinir falla í skuggann og sýnir það skuggahlið þess að leggja ætí ð áherslu á afrek og sigra. Í þannig samfélagi eru alltaf fáir sem vinna en margir sem tapa.  Íþrótt ahreyfi ngin nýtur almennt mikils stuðnings og velvildar, enda virðast fl esti r á einu máli um að íþrótti r sé hollt að stunda, ekki síður fyrir sál en líkama. Íþrótt afólk lærir aga, skipulag og einurð; að setja sér markmið og vinna ötullega að þeim. En það getur ekki síður verið hollt að rísa stundum upp gegn markmiða- og afrekamiðaðri hugsun. Þegar við erum alltaf með skeiðklukkuna á loft i gefst ti l dæmis líti ll tí mi fyrir yfi rvegaða menningarumfj öllun. Eins og Sigurbjörg Þrastardótti r bendir á í aðalviðtali Spássíunnar verður fólk aðeins að fá að draga andann inn á milli og setja það sem er efst á baugi í víðara samhengi. Líkt og þegar Reinhard Hennig tók sér tí ma ti l að setja Jarðnæði Oddnýjar Eirar Ævarsdótt ur í samhengi við umhverfi sverndarbókmennti r aft ar í þessu blaði. Aðeins þannig náum við því gagnrýna sjónarhorni sem gerir okkur kleift að kljást við grundvallarhugmyndafræði og velta upp nýjum möguleikum, eins og Gunnar Theodór Eggertsson gerir þegar hann tekur nútí ma mannmiðjuhugsun ti l athugunar og neitar að samþykkja gagnrýnislaust sti gveldið þar sem maðurinn trónir á toppnum sem sigurvegari en aðrar dýrategundir þurfa að lúta í lægra haldi. Það getur líka verið mikilvægt að staldra við reglulega og endurskoða hefðina, ti l dæmis áherslur bókmenntasögunnar. Það tekur Bókmenntaborgin Reykjavík nú þátt í að gera með því að setja Vögguvísu eft ir Elías Mar í brennidepil á fyrstu lestrarhátí ð sinni og gefa höfundinum þannig meira vægi í bókmenntaumfj öllun samtí mans, eins og fram kemur í grein Ástu Kristí nar Benediktsdótt ur.  Því fer þó fj arri að Spássían láti ekki hrífast með af spennuþrungnu andrúmsloft inu í kringum kapphlaup jólabókavertí ðarinnar. Við munum m.a. leggja okkar af mörkum með því að birta reglulega bókaumfj öllun á heimasíðunni www.spassian.is. Nú á haustmánuðum munu ritdómar birtast þar vikulega en á lokaspretti num í desember gefum við í og birtum þá annan hvern dag. Hins vegar látum við það okkur í létt u rúmi liggja hvort einhvers staðar er marklína – og hvort við komumst nokkurn tí ma yfi r hana.

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.