Spássían - 2012, Síða 27

Spássían - 2012, Síða 27
27 Huginn segist hafa byrjað mikið til á þessu því honum fannst mikil værð yfir barnabókamarkaði yngstu lesenda. „Áslaug Jónsdóttir hitti reyndar naglann á höfuðið með Skrímslabækurnar. Þær eru feikilega góðar og það eru stöku aðilar að gera flotta hluti en í heildina fannst mér ekkert spennandi að gerast.“ Huginn segist hafa veitt því eftirtekt hvernig börn bregðast við bókunum hans. „Það eru börnin sem velja yfirleitt á bókasöfnunum en í búðunum velja fullorðnir. Á bókasöfnunum segjum við „veldu þér bók“ og þar hafa bækurnar mínar farið.“ Huginn skrifar sjálfur stóran hluta þeirra bóka sem Óðinsauga gefur út en hann segist einnig vilja gefa nýjum höfundum tækifæri. Flestir eru þeir leikskóla- eða grunn- skólakennarar og segir Huginn það samræmast þeirri stefnu sem hann hefur tekið í útgáfu. Hann leggi ríka áherslu á að gefa út bækur með boðskap. „Sumir segja að það eigi ekki að vera boðskapur. Það sé svo leiðinlegt. En það er hægt að gera það á hressan og kátan hátt. Ég hef alltaf eitthvað að segja. Ég nenni ekki að koma bara með eitthvað grín og svo er enginn tilgangur með því. Ekkert sem hægt er að hugsa um eða veltir upp spurningum eða vangaveltum. Vissulega má alltaf finna einhvern boðskap í flestum barnabókum, það er auðvitað alltaf boðskapur í því sem maður segir, en þegar ég hóf útgáfu var það mín tilfinning að það væri hálfgert tabú að viðurkenna það.“ Huginn hefur líka gaman af því að leika sér með öfga og dregur fram bókina Og þau lifðu hamingjusöm allt til æviloka... eða hvað? Hún fjallar um prins sem upplifir erfiðleika í hjónabandi. „Þessi bók fer svolítið yfir gráu línuna og er ekki fyrir alla. Hún er fyrir fullorðna og ákveðinn hóp af börnum og er þá útskýrt fyrir þeim hvernig þetta er á léttu nótunum. Þessi fór ekki síður í brúðkaupsgjafir til fullorðinna því fólki fannst þetta svolítið fyndið. Flestar bækurnar eru mjög hefðbundnar en maður má ekki vera þannig að maður sé alveg laus við að fara ótroðnar slóðir, og svo sjálfsgagnrýninn að maður geti ekki aðeins sleppt fram af sér beislinu.“ SUMIR SEGJA AÐ ÞAÐ EIGI EKKI AÐ VERA BOÐSKAPUR. ÞAÐ SÉ SVO LEIÐINLEGT. EN ÞAÐ ER HÆGT AÐ GERA ÞAÐ Á HRESSAN OG KÁTAN HÁTT. 6 GuðjónÓ prentsmiðja notar tækjakost sem er í fremstu röð. Þar má til að mynda nefna nýja Heidelberg Speedmaster 52. Vélin ræður við allt að 400gr pappír með vatnslakki sem skilar prentörkinni þurri úr prentvélinni. Með þessu má stytta vinnslutímann á vörunni verulega þar sem prentgripurinn getur farið beint í frágang og skurð að prentun lokinni. Lakkið á prentvélinni er vistvænt og er fáanlegt í silkimöttu, möttu, glansi og háglansi. Allar þessar lakktegundir skapa fallega áferð á prentgripinn. Í raun má segja að stór hluti prentvinnslu hjá GuðjónÓ sé stafrænn. Aðsend hönnuð gögn eru send beint á stafrænan plötuskrifara (sem býr til prentplöturnar). Með þessum fullkomnu tækjum getum við unnið þau verk sem okkur berast hratt og örugglega og þannig hjálpað viðskiptavinum að standa við skuldbindingar sínar. UMHVERFISMÁL GuðjónÓ, vistvæna prentsmiðjan, er fyrsta og eina prentsmiðja landsins sem merkt getur prentgripi sína með umhverfi smerkinu Svaninum. Prentsmiðjan fékk Svaninn fyrst árið 2002 og endurnýjun árið 2008, en ströng skilyrði eru sett fyrir því að fá að taka upp Svaninn. Stærstur hluti framleiðslu prentsmiðjunnar er á umhverfi smerktum pappír eða á pappír sem viðurkenndur er af umhverfi s merkinu Svaninum. Svansmerktur pappír þarf að upp- fylla ströng skilyrði. Krafa er gerð um að 50% hráefnis séu endurnýtt og einnig er þess krafi st að öll þau efni sem notuð eru við pappírsframleiðsluna séu niðurbrjótanleg í nátturunni. Með ákveðnum aðgerðum í prentsmiðjunni hefur nýtingarhlutfall á pappír hækkað og góður árangur hefur náðst í að minnka afskurð á pappír. Að auki gerir Svanurinn kröfu um að öll fl okkun pappírs sé mjög nákvæm. Þess vegna ætti GuðjónÓ að vera fyrsti valkostur þeirra fyrirtækja sem vilja að allir þættir rekstursins séu umhverfi svænir. GuðjónÓ prentsmiðja hefur í áratugi stutt margs konar menningarstarf- semi. Þar má nefna tónlistarhátíðir, myndlistarsköpun og aðrar listir. Við viljum leggja okkar af mörkum til að menning nái að vaxa og dafna í samfélaginu. Krafan um að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög taki upp ábyrga stefnu við innkaup og notkun vara hefur vaxið á undanförnum árum. Í Staðardagskrá 21, sem mörg sveitarfélög hafa skrifað undir, er ætlast til að innkaup taki mið af umhverfi nu. Í þessum svo- kölluðu grænu innkaupum er eitt einfaldasta skrefi ð að nota umhverfi smerktar vörur, ekki síst pappír og prentgögn. Prentsmiðjan GuðjónÓ hefur hlotið vottun hjá Norræna umhverfi smerkinu Svaninum og getur því umhverfi smerkt allar vörur sínar. Hjá GuðjónÓ leggjum við mikla áherslu á persónu- lega þjónustu og komum til móts við allar óskir viðskiptavina með faglegum metnaði. Við gætum þess að hvert verkefni hafi einn ábyrgðarmann sem fylgist með öllum þáttum verksins og geti upplýst um gang mála á öllum stigum framleiðslunnar. Þeir starfsmenn sem sjá um samskipti við viðskipta vini hafa áratugareynslu í faginu og veita fúslega góða ráðgjöf. TÆ KN IN Umhverfisvænn valkostur Prentgripir frá GuðjónÓ eru umhverfismerktir Persónuleg þjónusta – alla leið Eina umhverfisvottaða prentsmiðjan Tækjabúnaður af bestu gerð VIÐ STYÐJUM MENNINGU OG MANNLÍF ÞJÓNUSTAN Prentsmiðjan fékk svansvottun árið 2000 Áratuga reynsla segir allt! Persónuleg þjónusta alla leið! Göngum hreint til verks! www.gudjono.is · sími 511 1234 www.gudjono. s

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.