Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 26
16
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
riðlum. Evrópumeistarinn Fritze Car-
stensen (fædd Nathansen), Danmörku
náði bezta undanrásartímanum, 1:06,5
mín., en annars var keppni hvergi veru-
lega spennandi nema í 4. riðli, þar sem
Ann Curtis varð sjónarmun á undan
Gretu Andersen á 1:06,9 gegn 1:07,0 mín.
í>á bar það og til tíðinda í 3. riðli, að
sigurvegarinn Elisabeth Ahlgren, Svíþjóð
fékk lakari tíma en næstu 3, sem á eftir
henni voru í riðlinum! Voru úrslit riðils-
ins tilkynnt á eftirfarandi hátt (og hafa
ekki verið leiðrétt enn): 1. Ahlgren,
Svíþjóð, 1:08,7 mín. 2. Harup, Danmörku
1:08,4, 3. McQuade. Ástraliu (aðeins 14
ára) 1:08,5, 4. Tavares, Brazilíu 1:08,6,
5. Nielsen, Bretlandi 1:09,4, 6. Jany,
Frakklandi 1:12,1, 7. Duarte, Argentínu
1:14,9 mín. — Hefi ég áður skýrt frá
ástæðunum fyrir þessu þótt ósamræmi
tímavarða og markdómara hafi aldrei
verið eins áberandi eins og i þetta sinn.
1 undanúrslitunum daginn eftir byrj-
aði Greta Andersen á því að jafna Olym-
píumetið, 1:05,9 min„ og sigraði örugg-
lega landa sinn Carstensen, 1:07,5, sem
gekk erfiðlega að losa sig við Schumach-
er, Hollandi 1:07,7. I síðari riðlinum
var ekki eins geyst af stað farið og gat
Ann Curtis því sigrað án þess að taka
nokkuð verulega á, 1:07,6. Hinsvegar
var hörð keppni um næstu 4 sætin.
Marie Vaessen varð 2. á 1:08,4, en sænsku
stúlkurnar Fredin (sem er sérlega lagleg
og vel vaxin) og Ahlgren komu fast á
eftir samhliða hinni þekktu dönsku sund-
konu, Karen Margarethe Harup, tímarn-
ir 1:08,4; 1:08,6 og 1:08,7. Komust þær
allar í úrslit þar sem fjórða stúlkan úr
fyrri riðlinum, Corridon, USA, hafði að-
eins 1:08,9 mín. Þriðja Bandaríkjastúlk-
an, hin fagra Brenda Helser, varð síð-
ust í síðari riðlinum á 1:10,0 og urðu
það mörgum vonbrigði. Mánudaginn 2.
ágúst fóru úrslitin fram og urðu mjög
spennandi eins og gert hafði verið ráð
fyrir. Þarna stóðu þær 8 hæfilega tauga-
óstyrkar og biðu eftir skipunarorðunum.
3 danskar, 2 sænskar, 2 hollenzkar og ein
bandarísk, sem var höfði hærri en allar
hinar. Carstensen var fyrst að vanda og
hélt foruztunni fyrri helming leiðarinn-
ar. Mér virtist Ann Curtis hafa orðið
síðust af stað og synda fyrri helminginn
eins og ekkert lægi á. Við 50 metra mark-
ið var Andersen búin að ná Carstensen
Gréta Andersen, Danmörku, Olympíu-
meistari í 100 m. skriösundi
og tók nú skarpan endasprett, en Curtis
var siðust, 2 •— 3 metrum á eftir. En nú
var eins og hún vaknaði af dvala og
yrði ljóst hvað í húfi væri, því að á
nokkrum sekúndum hafði hún skriðið
fram úr öllum keppendum nema Ander-
sen. Markið nálgaðist og enn herðir
Curtis á sér. Andersen áttar sig á hætt-
unni og tekur á öllu sinu og snertir mark-
ið 30 cm. á undan hinni ferðmiklu Ann
Curtis. Áhorfendur hafa eggjað báðar ó-
spart og hylla nú fyrsta danska sigur-
vegarann. Hinar eru allar mjög jafnar,
en Vaessen tekst að losa sig aðeins við
Harup og krækja í 3. verðlaunin. Loks
rak Carstensen lestina örstutt á eftir,
enda hafði hún eytt allri snerpunni fyrri
helming sundsins (til þess að sprengja
Curtis?) og var auk þess sögð hafa ver-
ið illa fyrir kölluð þennan dag.
Greta Andersen er tvítug að aldri og
ný af nálinni. Vakti fyrst eftirtekt á
Evrópumeistaramótinu í fyrra og hefir
verið ósigrandi í 100 — 400 metrum það
sem af er þessu ári. Beztu tímar hennar
eru 1:05,6 og 5:10,3 mín. í 25 metra laug.
Andersen hefir áferðarfallegan og lið-
legan stíl og ágætt úthald á endasprett-
inum. Hin fræga Ann Curtis er þó enn
sterkari á endasprettinum, en er óþarf-
lega lengi að koma sér á ferð og t. d.
frekar sein í viðbragðinu. Sýndi hún það
síðar í boðsundinu að hún getur náð
meiri sundhraða en nokkur önnur stúlka
í heiminum,þegar keppni og aðstæður
leyfa, en keppnisskap hennar er óvenju
gott. Og þótt hún fagnaði innilega sigri
Andersen og sýndi góðan íþróttaanda
býst ég við að hún hafi hugsað sér gott
til glóðarinnar í næsta sundi, sem var
400 METRA FRJÁLS AÐFERÐ:
Heimsmet: 5:00,1 R. Hveger, Danm. ’lfO
Olympsmet: 5:26,4 Mastenbroek, Holl. ’36
1. Ann Curtis, USA ............. 5:17,8
2. Karen M. Harup, Danmörku 5':21,2
3. Cathie Gibson, Bretlandi .... 5:22,5
4. Fernande Caroen, Belgíu .... 5:25,3
5. Brenda Helser, USA .......... 5:26,0
6. Piedaed Tavares, Brazilíu .... 5:29,4
7. Fritze Carstensen, Danmörku 5:29,4
8. Nancy Lees, USA ............. 5:32,9
Það var ekki fyrr en 5. ágúst, sem þetta
lengsta kvensund hófst. Urðu undan-
rásir þess allsögulegar að því leyti að
aðalsigurvonin, Greta Andersen, hafði
næstum drukknað á miðri leið. Var hún
„illa fyrirkölluð“ eins og það var orð-
að, en hóf Þó keppni. En ekki leið á
löngu þar til Það kom í ljós að eitthvað
var bogið við sund hennar og dróst hún
smátt og smátt aftur úr. Skyndilega sökk
hún til botns og ef 2 af áhorfendunum
(sem voru keppendur á leikunum) hefðu
ekki verið eins snarráðir og raun bar
vitni, við að bjarga henni uop úr vatn-
inu, er ekki að vita hvernig farið hefði
Þetta atvik skyggði mjög á spenninginn
; sundinu, þvi Andersen hafði af mörg-
um verið talin einna liklegust til sigurs.
I fyrsta riðli lenti þeim saman Harup
og Curtis og varð sú fyrrnefnda sjónar-
mun á undan, tímar 5:31,7 og 5:32,0 min.
1 öðrum riðli náðist mun betri tími.
Sigraði hin 17 ára gamla brezka stúlka
Cathie Gibson, á bezta undanrásartim-
anum, 5:26,9 mín. 2 til 3 metrum á undan
þeim Caroen, Carstensen og Lees, sem
fengu 5:29,2; 5:29,4 og 5:29,6. Loks var
tilkynnt að Brenda Helser og Tavares,
Brazilíu hefðu orðið hnifjafnar að marki
í 3. og siðasta riðlinum, en tími Brendu
var þó gefinn upp 5:30,0, en hinnar 5:30,2!
Keppendur voru aðeins 19, en þurftu Þó
einnig að synda i 2 milliriðlum fyrir úr-
slitin þ. e. a. s. 4 úr hverjum riðli og 4