Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Blaðsíða 28
18 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Kolbrún Ölafsdóttir, Á. slitin á tímanum 1:21,2 og skorti Kol- brúnu Því 4,4 sek. til að ná því marki. 1 2. riðli var keppni allhörð, enda höfðu 2 beztu baksundskonurnar lent I þeim riðli. Harup hélt foruztunni alla leið í mark og syntu á nýju Olympsmeti, 1:15,6, en Zimmerman fékk 1:16,8 mín. 1 þriðja riðli synti hin efnilega Davies frá Ástralíu á 1:16,4 eða einnig undir fyrra Olympsmetinu, en Novak var rét.t á eftir, 1:17,3. Loks vann Galliard 4. riðilinn á 1:18,2 mín. 1 undanúrslitunum kvöldið eftir, komu yfirburðir Harups enn betur í Ijós. Vann hún fyrri riðilinn með yfirburðum eftir óvenju fallegt og stílhreint sund, og setti enn nýtt Olympíumet, 1:15.5 mín. Novak varð önnur, 1:17,6, Mellon 3. á 1:18.2 og Ekris 4. á 1/10 úr sek. betri tíma en Mellon! — 1 hinum riðlunum urðu úr- slit þessi: 1. Zimmerman 1:16,8; 2. Davies 1:17,8; 3. Horst 1:18,7 og 4. Yate, Bret- landi á 1:18,6! eða 1/10 betri tíma en næsta á undan! En nú komust dómar- arnir í vandræði, því auk þriggja fyrstu úr hvorum riðli áttu 2, sem höfðu bezta tímana að komast í úrslit. Nú hafði sú 5. í fyrri riðlinum 1:18,4 og fór því í úrslitin í stað Yate, sem hafði þó að áliti tímavarðanna orðið 3. hvað tíma snerti í síðari riðlinum. Að kvöldi næsta dags, 5. ágúst, fóru úrslitin fram. Voru menn ekki á eitt sáttir hvernig þau færu, því þótt Harup hefði til þessa synt' bezt og náð betri tíma en hinar, var hún nýbúin að heyja einvigi við Curtis í undanrás 400 m. sundsins og stóð því ver að vígi en keppinautar hennar. En það var fleira sem hjálpaði til að torvelda Harup sig- urinn, því 10 mínútum áður en sundið skyldi hefjast var hún ókominn til Wem- bley. Landar hennar voru yfir sig spennt- ir og taugaæstir því þetta var sama dag og Andersen hafði orðið að hætta í 400 metrunum. Þeir drógu andann léttar þeg- ar Harup birtist í baðkápunni fáeinum mínútum áður en sundið átti að hefjast. Húrt hafði misst af áætlunarbílnum og orðið að taka sér ,,taxi“. En nú var hún ekki fyrr komin ofan í vatnið, en hún rauk upp aftur og inn í búningsklefann. Hvað var nú að? Síðar fréttist að hnappur hefði bilað í sundbolnum og hún fengið lánaða öryggisnælu í hans stað. Eftir allt sem á undan var gengið var ekki að undra þótt a. m. k. Danirnh' væru taugaóstyrkir og spenntir yfir því hvernig Harup vegnaði í þessu mikils- verða úrslitasundi. Skotið reið af og 8 velþjálfaðar sundmeyjar spyrntu sér aft- urábak út í laugina. 1 fyrstu var lítinn mun hægt að sjá, en brátt fór Harup að mjakast fram úr og var greinilega fyrst eftir 50 metra. Snúningur hennar var slöngumjúkur og endaspretturinn sérlega fallegur og hnitmiðaður. Hinar Karen M. Harup, Danmörku, Olympíu- meistari í 100 m. baksundi. 7 börðust kröftuglega um næstu sætin, en nálægt Harup komust þær aldrei. — Þegar Harup snerti bakkann góðri lengd sinni á undan Zimmerman kváðu við mikil fagnaðarlæti, enda voru dönsku stúlkurnar og þá ekki sízt Harup, vin- sælustu keppendur Wembley-laugarinn- ar. Tíminn reyndist vera betri en áður eða 1:14,4 min. sem var rúmum 2 sek. betri en gamla Olympíumetið frá 1936. Það var álit flestra sundsérfræðinga að Harup og Bandaríkjamaðurinn Stack hefðu beztu sundtækni eða sundstíl á leikunum, en Harup hafði það þó fram- yfir að sigra með yfirburðum. Harup er Evrópumeistari í 100 m. baksundi og 400 m. frjálsri aðferð og þekktasta og fjölhæfasta sundkona Dana síðustu árin. Bezti tími hennar á 100 m. baksundi er 1:14,0 frá því í fyrra. 200 METRA BRINGUSUND: Heimsmet: 2:lf9,2 N. v. Vliet, Holl. ’lf7 Olympsmet: 3:01,9 H. Maehata, Jap. ’36 1. Nelly van Vliet, Hollandi .... 2:57,2 2. Nancy Lyons, Ástralíu ....... 2:57,7 3. Eva Novak, Ungverjalandi . . 3:00,2 4. Eva Szekely, Ungverjalandi .. 3:02,5 5. Adriana de Groot, ITollandi .. 3:06,2 6. Elisabeth Church, Bretlandi ..* 3:06,2 7. Antonia Hom, Hollandi ....... 3:07,5 8. Jytte Hansen, Danmörku .... 3:08,1 • Þetta var fyrsta kvennasund leikanna og hófst fyrsta keppnisdaginn, 30. júlí, strax á eftir 100 m. frjáls aðferð karla. Keppendur voru 22 og syntu í 3 riðlum. Var höfð sama aðferð og í 400 m. sundinu. þannig að 4 fyrstu úr hverjum riðli komust í undanúrslit auk 4 með beztu tímana. Voru möguleikar ísl. stúlknanna, Önnu Ólafsdóttur og Þórdísar Árnadótt- ur, á því að komast upp úr riðlunum því allmiklir. Anna dró 1. braut og harð- asta riðilinn, því meðal hinna 7 keppenda hennar voru hvorki meira né minna en 4 „stjörnur“, sem allar komust i úrslit- in. Anna lét þetta litt á sig fá og reyndi að hanga í þeim fyrstu 50 metrana. En þær Lyons, Novak og de Groot, sem *) Tímaverðir fengu 3:06,1, en hér er þeim tíma breytt í 3:06,2 samkvæmt þeim úrskurði yfirmarkdómara, að de Groot hafi verið á undan Church.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.