Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 31
ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ
21
DÝFINGAR
Dýfingakeppnin hófst 30. júlí kl. 9
f. h. og lauk 6. ágúst, en auk þess voru
dýfingar sýndar nokkrum sinnum þ. á
m. 2svar siðasta daginn, 7. ágúst. án
þess að um keppni væri að ræða.
Eins og að líkum lætur þótti mikið
til dýfinganna koma, enda virðast vera
stöðugar framfarir í þessari fögru í-
þróttagrein. Báru Vesturálfubúar mjög
af eins og fyrri daginn, einkum í hin-
um erfiðari og flóknari dýfingum. En
þrátt fyrir það að leikni þeirra sé nú
enn meiri en á síðustu leikum, sj'mdi
heildarárangur keppninnar að Evrópu-
búar eru mjög að sækja á þá, og tókst
t. d. að hreppa tvenn 3. verðlaun að
þessu sinni.
Beztum árangri og mestum glæsileik
náði án efa Bandaríkjastúlkan Victoría
M. Draves, sem sigraði í báðum kvenna-
dýfingunum. Tveir aðrir keppendur hlutu
verðlaun í báðum dýfingarflokkunum.
•— Voru það hinn smávaxni Sammy
Lee, er sigraði í háu dýfingunum, en
varð 3. í hinum — og hin fríða og föngu-
lega Patsy Elsener, sem varð 2. af háu
borði en 3. af fjaðurborði.
Aðstaða til keppninnar var mjög góð
þarna.í Wembley-höllinni, þar sem kepp-
endur gátu sýnt sitt bezta án tillits til
veðurs. Mun þetta vera í fyrsta sinn
sem dýfingakeppni Olympíuleikanna fer
fram innanhúss. Hér birtast helztu úr-
slit:
KARLAR
DÝFINGAR AF FJAÐURBORÐI 1-3 m.
1. Bruce Harlan, Bandarikjunum 163,64
2. Miller Anderson, Bandaríkj. . . 157,29
3. Sammy Lee, Bandaríkjunum 145,52
4. Joaquin Capilla, Mexicó . 141,79
5. R. Mulinghausen, Frakklandi . . 122,55
6. Svante Johnsson, Svíþjóð .... 120,29
Keppni hófst kl. 9. f. h. 30. júlí og voru
þátttakendur um 30. Næsta morgun var
keppni haldið áfram, en kl. 2 daginn eft-
ir fóru úrslitin fram. Eftir undankeppn-
ina voru þeir Lee og Capilla mjög svip-
aðir, og báðir fyrir ofan Anderson, en
Victoría Draves, USA, tvöfaldur Olympíumeistari í dýfingum.
Frá vinstri: Dýfingaþjálfari USA, Sammy Lee, Victoria Draves og Bruce Harlan.