Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 32
22
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Sammy Lee meistari í liáum dýfingum.
svo breyttist Þetta nokkuð í úrslitunum.
Bruce Harlan er óvenju fríður og vel
vaxinn piltur, ljós á brún og brá. Tækni
hans er frábær og var hann vel að sigr-
inum kominn.
DÝFINGAR AF HÁU BORÐI (5-10 m.):
1. Sammy Lee, Bandaríkjunum . . 130,05
2. Bruce Harlan, Bandaríkjunum 122,30
3. Joaquin Capilla, Mexico .... 113,52
4. Lennart Brunnhage, Svíþjóð 108,62
5. Peter Heatley, Bretlandi .... 105,29
6. Thomas Christiansen, Danmörk 105,22
Hér var keppendafjöldi svipaður, en
einn Bandaríkjamaðurinn, Anderson for-
fallaðist og mætti ekki til leiks. Náði
Mexicobúinn þess vegna hinu eftirsótta
sæti næst á eftir Bandarikjamönnunum
tveimur, sem að þessu sinni var verð-
launasæti. Keppnin hófst að morgni 4.
ágúst og lauk næsta morgun. Þegar úr-
slitin hófust voru Brunnhage og Heatly
í 3. og 4. sæti, Capilla í 6. og Christian-
sen í 9. (hafði mistekist hrapalega eitt
stökk) I úrslitunum breyttist röðin því
nokkuð á 3. til 6. manni, en fyrstu 2
voru alltaf öruggir með sigur.
Sammy Lee er ættaður frá Filipps-
eyjunum, smár vexti en knár. Hann sýndi
mjög mikla tækni og fjölbreyttni i dýf-
ingum sínum og sigraði örugglega. Lee
er læknir að menntun.
KONUR
DÝFINGAR AF FJAÐURBORÐI 1-3 m.
1. Victoria Draves, Bandaríkj. 108,74
2. Zoe Ann Olsen, Bandarikjunum 108,23
3. Patsy Elsener, Bandarikjunum 101,30
4. Nicole Pellissard, Frakklandi .. 100,38
5. G. Groemer, Austurríki ...... 93,30
6. E. L. Child, Bretlandi ...... 91,63
Þessi keppni hófst 2. ágúst kl. 9 f. h.
og lauk næsta morgun. Keppendur voru
aðeins 17. — Þótt Bandaríkjameistar-
inn Olsen 17 ára, hafi af flestum verið
talin sigurvænlegust tókst Draves að
halda foruztunni lengst af keppninni.
Síðasta stökk Olsen’s tókst hinsvegar
svo vel að hún komst uppfyrir Draves,
og töldu nú margir (þar á meðal hún
sjálf) að sigurinn væri tryggður. En
Draves var á öðru máli og náði frá-
bæru stökki, sem færði hana aftur að-
eins upp fyrir Olsen. Og hvílík von-
brigði fyrir Önnu litlu þegar þulurinn
tilkynnti úrslitin. Hún tárfelldi fyrst
en brosti þó að lokum gegnum tárin
þegar verðlaunin voru afhent.
DÝFINGAR AF HÁU BORÐI 5-10 m.
1. Victoria Draves, Bandaríkj. . . 68,87
2. Patsy Elsener, Bahdaríkjunum 66,28
3. Birthe Christoffersen, Danm. 66,04
Frá dýfingakeppninni, séö ofan frá.
Victoria Draves, milli dýfinga.
4. A. Staudinger, Austurriki .... 64,59
5. Juno Stover, Bandaríkjunum 62,63
6. Nicolle Pellissard, Frakklandi 61,07
Þessi siðasta dýfingakeppni leikanna
hófst kl. 9 f. h. 6. ágúst og lauk sama
dag kl. 2 e. h. Keppendur voru 15, flestar
þær sömu og áður. Háðu þær harða
baráttu um sigurinn, eins og tölurnar
sýna. Þegar siðasta úrslitastökkið var
eftir var hin fallega danska stúlka,
Christoffersen, stíghærri en Elsener og
réði síðasta stökkið raunverulega úr-
slitum milli 3ja fyrstu. Þá kom í Ijós
hið mikla öryggi hinna bandarísku, því
þær náðu þá báðar sínum beztu stökk-
um. Victoria Draves er 23 ára gömul,
litil vexti, fríð og sérlega vel vaxin.
Hún er írsk í föðurætt, en móðir hennar
er ættuð frá Filippseyjum. Draves var
mjög vinsæll sigurvegari, enda hjálpaði
þar margt til svo sem óviðjafnanlegt
öryggi og tækni í sjálfri íþróttinni sam-
fara hlýlegri en látlausri framkomu.
Elsener er aðeins 17 ára, og því upp-
rennandi stjarna á þessu sviði.