Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 46
36
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
kæruleysis, letinnar og óeiningarinnar
sýndu þeir í leik sínum fullkomna á-
byrgðartilfinningu. Dugnaður, samein-
ing þeirra, festa og öryggi sýndi, að
landsliðsnefndarmennirnir liöfðu getað
fest í huga þeirra að er til landsleiks-
ins kæmi, þá væru þeir ekki að keppa
fyrir félög sín, og þvi siður væru þeir
komnir á völlinn til að vera trúðar fyrir
áhorfendur, heldur væru þeir á vell-
inum, eins og formaður landsliðsnefnd-
arinnar, Guðjón Einarsson, orðaði það,
sem fulltrúar íslands til að verja heiður
og sóma þjóðarinnar.
Frá knattspyrnulegu sjónarmiði held
ég að frammistöðu íslendinganna sé
bezt lýst með orðum þjálfarans, Joe
Divine eftir leikinn, „Eg er fullkom-
komlega ánægður með drengina. Hver
þeirra var allan tímann á sinum stað,
og gætti sins manns til fullnustu, alveg
eins og ég hafði lagt fyrir þá. Sér-
hver þeirra sýndi fullkominn baráttu-
vilja og sigurvilja allt til enda leiks-
ins, og síðustu mínúturnar voru bezti
kafli leiksins af íslendinganna hálfu.“
Buchloh sagði eftir leikinn eitthvað
á þessa leið: „Eg var svo liissa, að ég
á ekki orð til að lýsa undrun minni.
Menn, sem fyrir þrem vikum léku eins
og þeir hefðu aldrei séð eða heyrt um
knattspyrnu, og frekar gengu en hlupu
síðustu mínútur leiksins, sýndu núna
í dag frábæran leik, og það sem meira
er um vert, þeir léku bezt síðustu
mínúturnar.“
Sænski dómarinn sagði: „Leikurinn
var drengilega leikinn af báðum aðil-
um, og mjög auðvelt að dæma hann.
Eins og sjá má af þvi sem áður er
sagt, mun ég ekki fara út í að lýsa
landsleiknum við Finna í einstökum
atriðum i þessari grein, því að ég tel
að það sé meira virði að vekja at-
hygli manna á þeim aðilum, er beinlínis
gerðu okkur fært að ná þeim árangri,
sem raun ber vitni um, þótt við erfiðar
aðstæður og áhugaleysi væri að etja.
Störf landsliðsnefndarinnar, landsliðs-
þjálfarans og manna þeirra, sem í
landsliðsæfingunum voru og eigi livað
sízt þeirra, sem að lokum urðu fyrir
valinu til að leika leikinn, verða seint
metin að verðleikum, því að þeir sigr-
uðu eigi aðeins Finnanna, heldur það
sem meira var, þeir endurreistu álit
og virðingu knattspyrnunnar i landinu
og gerðu ungum knattspyrnumönnum
fært að geta látið sjá sig með knatt-
spyrnuskóna sína og knött án þess
að vegfarendur þættust hafa ástæðu
til að brosa að þeim eða senda þeim
tóninn.
Þó finnst mér ég ekki geta endað
þessa grein án þess að minnast lítil-
lega frá eigin brjósti á landsleikinn
frá knattspyrnulegu sjónarmiði. í stuttu
máli myndi lýsing mín vera þessi:
í landsleiknum mættust tvö ólík lið
bæði í framkvæmd leiksins og styrk-
leika. Finnarnir með framkvæmd og
oinkenni miðevrópuknattspyrnunnar og
íslendingarnir með framkvæmd og ein-
kenni ensku knattspyrnunnar.
Knattspyrna Finnanna byggðist á
stuttum, lágum og hröðum spyrnum,
sem gengu frá manni til manns upp
völlinn. En timinn, sem hver sóknarlota
tók, skapaði þriggjabakvarðaleikaðferð
íslendinganna nægan tima til að loka
markinu, svo að Finnarnir komust aldr-
ei í gott færi við íslenzka markið. —
Knattmeðferð og leikni hvers einstak-
lings í finnska liðinu var áberandi
betri en okkar manna- Og mýkt þeirra
á vellinum minnti mann óþyrmilega á
að þarna væru menn á ferðinni, sem
ekki æfðu á malarvelli, heldur grasvelli.
Aðferð íslendinganna byggðist aft-
ur á móti á því að langar spyrnur voru
gefnar fram völlinn, annað hvort á
miðframherjana eða útherjana, sem
svo skiptu viðstöðulaust um stöður,
hvorir vio aðra, eða þá að innherjarn-
ir koniu einnig til hjálpar í skipting-
um út á jaðra vallarins.
Uppbyggingu leiksins önnuðust fram-
verðir liðsins, sem voru tvímælalaust
heztu menn þess.
Fyrsta markið í leiknum skoraði
Ríkharður Jónsson (Fram) er 9 mín.
voru af síðari hálfleik og það síðara
kom einnig upp úr skoti frá honum,
eftir að hægra bakverði Finnanna hafði
mistekizt spyrna. Var mark þetta al-
gert klaufamark.
Áberandi í leik þessum var frannni-
staða sænska dómarans Nilsson, sem
dæmdi með þvílíkri röggsemi, háttvísi
og festu að slíkt hefir eigi fyrr sézt
hér á vellinum. Ef við knattspyrnu-
mennirnir færum inn á mállýzku frjáls-
iþróttamannanna við að lýsa frammi-
stöðu dómarans væri hún áreiðanlega
nýtt vallarmet í knattspyrnudómi. í
landsleiknum á móti Finnunum var
íslenzka landsliðið skipað eftirtöldum
mönnum:
Hermann Hermannsson, (Val) mark-
vörður, Karl Guðmundsson, (Fram) h.
bakvörður, Hafsteinn Guðmundsson
(Val) v. bakvörður, Sæmundur Gisla-
son (Fram) h. framvörður, Sigurður
Ólafsson (Val) miðframvörður, Gunn-
laugur Lárusson (Víking), v. framv.
Ólafur Hannesson (KR) h- útherji, Ein-
ar Halldórsson (Val) h. innh., Sveinn
Helgason (Val) miðframherji, Ríkharð-
ur Jónsson (Fram) v. innherji og Ell-
ert Sölvason (Val) v. útherji.
Eins og áður er sagt stóðu allir
þessir menn sig með ágætum og í
landsleiknum sönnuðu þeir að íslensk-
ir knattspyrnumenn eru fullkomlega
færir um að mæta þjóðum með svipað-
an styrkleika og Norðurlandaþjóðirn-
ar i milliríkjakeppni, og ég tala nú
ekki um ef ytri aðstæður til knatt-
spyrnuiðkana yrðu lagfærðar til hins
betra. Þvi gæti ég trúað að ef hið opin-
bera vildi á einhvern hátt sýna þakk-
læti sitt til ísl. knattspyrnumanna fyr-
ir þeirra fyrsta sigur Islands i milli-
ríkjakeppni, færi vel á þvi að það geng-
ist fyrir þvi að sem fyrst yrði komið
upp fullkomnum grasvelli hér i Reykja-
vík, og jafnvel að knattspyrnumönnum
yrði gefinn kostur á að vinna næsta
milliríkjaleik sinn hér heima á grasvelli.
Auk landsliosins kepptu Finnarnir
tvo leiki hér, annan við úrval úr K. R.
og Fram og hinn við úrval úr Val og
Víking. Leikir þessir voru báðir vel
leiknir á háða bága, fjörugir og mjög
skemmtilegir. K. R.-Fram liðið vann
sinn leik með 4:1, en Valur-Víkingur
meo 2:0.
Knattspyrnubúningur í milliríkja-
keppni hefir verið staðfestur samkvæmt
ósk KSl. Hvit peysa með íslenzka fánan-
um í vinstra barmi. Dökkbláar buxur,
rauðleitir sokkar.