Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 50

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 50
40 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Efst: Torfi stekkur 3,90. 1 miöiö: Rani- stad í kringluk. Neðst: Veröl.afhending f. langst. Frá v.: Ström, Finnbj. Langbakke Spennandi 1500 m. hlaup. Norðmennirnir tóku fljótt að sér for- uztuna og fylgdust að. Var hraðinn í meðallagi, 800 á 2:09,0, og 1000 m. á 2:41,0 mín. Þegar 300 m. voru eftir hóf Óskar byrjun á endaspretti en Norð- mennirnir hertu einnig á sér. Náði Ósk- ar Veiteberg á beinu brautinni, en And- resen tókst að forðast sömu örlög þrátt fyrir hraustlega tilraun Óskars. Pétur gat vitanlega ekki fylgt hinum þrem. en bætti þó tíma sinn um 6 til 7 sek. Stig: Noregur 83, Island 60. Finnbjörn kemur á óvart í langstökki. Þrátt fyrir meiðslin frá því um vetur- inn, tókst Finnbirni að vinna þessa spennandi keppni og setja nýtt ísl. met og vallarmet. Náði hann strax foruzt- unni í 1. umferð (6,94), lengdi sig svo upp i 7,02 og loks 7,16 í 4. umferð. Milli hinna þriggja mátti lengst af ekki sjá, en Halldór tapaði á því hve óviss hann var á plankanum. Voru flest stökk hans eins löng eða lengri en hinna, frá tánni. Langbakke var líka nokkuð óviss á plank- anum, en býr auðsjáanlega yfir miklu. Ström er nú aðeins skuggi af sjálfum sér fyrir stríðið, stökk þá 7,46 og 15,82 m. í þrístökki. Stig: Noregur 88, Island 66. fsland vann síöustu orustuna. Það fór eins og fyrri daginn að ísland vann síðustu orustuna — boðhlaupið. Ás- mundur náði foruztunni strax á 1. spretti móti Tangen, sá næsti var jafnari (Finn- björn og Vade), en Örn og einkum Hauk- ur unnu af keppniautum sínum, Jo- hansen og Bloch. Kom ísl. sveitin i mark 4 til 5 metrum á undan þeirri norsku á hinum frábæra tíma 42,1 sek. sem er nýtt landssveitar- og vallarmet. Boð- hlaupið var 5. grein Hauks í keppninni og 5. sigurinn, sem hann vann fyrir Is- iand. Var hann lang stighæstur allra einstaklinga í keppninni, hlaut 18% stig. Heildarúrslit urðu annars þau að Noreg- ur vann með 92 stigum gegn 73 og var keppnin því mun jafnari síðari daginn Um þessa fyrstu landskeppni okkar i frjálsum íþróttum er það annars að segja að hún fór vel fram og þótti mönn- um hún skemmt.ilegri og betur skipulögð í hvívetna en önnur frjálsíþróttamót, sem hér hafa verið haldin. Og þó hefði hún að skaðlausu mátt ganga hraðar, en þetta stendur vonandi allt til bóta. Norðmenn unnu verðskuldaðan sigur, en við Islendingar fengum lærdóms- ríka reynslu í þessum málum. Daginn eftir landskeppnina bauð Bæj- arstjórn Reykjavíkur norsku íþrótta- mönnunum í skemmtiferð til Þingvalla, og var farið austurleiðina til baka og skoðaðir helztu staðirnir. Sama kvöld var haldinn dansleikur fyrir Norðmenn- ina,, en á þriðjudag lögðu þeir blómsveig á leiði faliinna landa sinna, en norski sendiherrann og frú hans höfðu boð inni fyrir þá og nokkra ísl. íþróttaleiðtoga síðar um daginn. Um kvöldið var hald- in aukakeppni í nokkrum íþróttagrein- um, en því miður var veður og þátttaka með lakara móti, hvað svo sem oili því síðara. Á miðvikudagskvöldið 30. júní hélt svo Frjálsíþróttasamband Islands og framkv.nefndin kveðjusamsæti fyrir norsku gestina. Konráð Gíslason form. FRl stjórnaði hófinu og þakkaði norsku íþróttamönnunum fyrir komuna. Afhenti hann þeim ísl. fánann og áletraða minn- ispeninga um keppnina, en Ivar Ram- stad fékk sérstök verðlaun fyrir bezta afrek mótsins. Þá afhenti Konráð Olav Tendeland litaða ljósmynd af Heklu, sem gjöf frá FRl til norska frjálsiþrótta- sambandsins. Tendeland þakkaði móttök- ur og allan aðbúnað með hlýjum orð- um og mælti nokkur hvatningarorð til ísl. frjálsíþróttamanna. Afhenti hann FRl norskan borðfána að gjöf frá norska frjálsíþróttasambandinu með ósk um á- framhaldandi góða samvinnu á þessu sviði. Að síðustu mælti forseti ISl nokk- ur orð til hinna norsku gesta, en afhenti síðan formanni FRl og framkv.nefnd merki ISl i viðurkenningarskyni fyrir góða framkvæmd landskeppninnar. Um miðnætti flugu Norðmennirnir héðan með „Heklu“ og voru kvaddir með hlýhug og árnaðaróskum ísl. íþrótta- manna. J. B. Framkvæmdanefnd landskeppninnar var þannig skipuð: Jens Guðbjörnsson, formaður, Jóhann Bernhard, Guðmund- ur Sigurjónsson, Brynjólfur Ingólfsson og Ingólfur Steinsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.