Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 58

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 58
48 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ enda hélt hann lengi vel foruztunni. 1 markinu var Haukur þó orðinn sjáan- lega á undan, en sænski meistarinn Gust- afsson var um 1 metra á eftir þeim. Var þetta bezti tími, sem hvítir menn náðu í Stokkhólmi á sumrinu. Þó var brautin nokkuð blaut og þung, en blæjalogn og heiðskírt veður. 4x100 METRA BOÐHLAUP: 1. fsland—Svíþjóð ............ 43,0 2. Stokkhólmsfélag ............. 45,0 Gustafsson og Eriksson hlupu fyrstu 2 sprettina, en síðan tóku þeir Örn og Haukur við og fór þá fyrst að koma skriður á sveitina. 9. keppni: ESKILSTUNA í Svíþj. 18. sept. 100 METRA HLAUP: 1. Haukur Clausen, fslandi ...... 11,0 2. örn Clausen, fslandi ......... 11,0 3. Sænskur spretthlaupari ...... 11,1 4. Huttonen, Finnlandi .........;. 11,2 Rétt áður en hlaupið fór fram var ofsarigning, en auk þess var hlaupið móti golunni. 10. Jceppni. Alþjóöamót í KAUPMANNA- HÖFN 22. og 23. september. Fyrri dagur. 100 METRA HLAUP: 1. John Archer, Bretlandi ....... 10,8 2. John Wilkinsson, Bretlandi . . 10,9 3. Svend Fallesen, Danmörku .... 10,9 4. Börge Staugaard, Danmörku .. 11,0 5. örn Clausen, fslandi ......... 11,2 Hlaupið var i þrem riðlum og fóru tveir fyrstu úr hverjum í úrslit. Hauk- ur og Örn urðu nr. 2 í sínum riðlum og komust því báðir í úrslit. En þegar þangað var komið komst svo mikil ó- kyrrð á mannskapinn að ræsir varð að kalla þá bræður og Fallesen 4 sinnum til baka! Átti Haukur bróðurpartinn i „stuldinum“ og var vísað úr leik. Undi Örn sér illa eftir það og náði sér aldrei á strik. Síöari dagur: 200 METRA HLAUP: 1. Haukur Clausen, íslandi ...... 22,4 2. Leslie Lewis, Bretlandi ...... 22,4 3. Svend Fallesen, Danmörku .... 22,4 100 m. hlaupiö í Asarna. Frá v.: örn, Svíinn og Haukur. 4. John Wilkirisson, Bretlandi . . 22,6 5. Börge Stougaard, Danmörku .. 22,8 6. John Archer, Bretlandi ........ 22,8 Hlaupið var í þrem riðlum með þess- um árangri: 1. riöill: 1. Haukur 22,4; 2. Stougaard 23,0; 2. riöill: 1. Fallesen 22,5; 2. Wilkinsson, 22,9; 3. riöill: 1. Lewis 22,6; 2. Archer 22,8 3. Örn Clausen, 22,8 sek. — f úrslitunum náði Haukur ágætu viðbragði (eftir eitt „þjófstart") og var greinilega fyrstur þegar komið var á beinu brautina. Þá fóru þeir Lewis og Fallesen að draga á hann og höfðu næstum tekið hann á marklín- unni. Veður var hráslagalegt og brautir þungar. Keppnin fór frám að kveldi til með aðstoð ljóskastara. Þar með lauk keppni þeirra bræðra og flugu þeir heim 25. sept. Á þessum 10 mótum sem þeir tóku þátt í hlutu Þeir samtals 28 verðlaun, þar af helming- inn 1. verðlaun og hitt 2. verðlaun. Alls tóku þá þessir sex Olympíu- og Norðurlandafarar þátt i 14 mótum; fengu 30 1. verðlaun 22 2. verðlaun og 11 3. verðlaun eða samtals 63 verölaun. í ferðinni voru sett 3 ísl. met, 2 jöfnuð og loks átti einn íslendingurinn f jórða hlut- ann í einu heimsmeti. — En burt séð frá þessu öllu, sem margir leggja þó mikið upp úr, er óhætt að segja að förin hafi tekizt vel í hvívetna og náð þeim aðal- tilgangi sínum að kynna ísl. íþrótta- menn meðal annarra þjóða og afla þeim nauðsynlegrar keppnisreynslu. J. B. OLLE EKBERG KVADDUR. Olympíunefndin efndi til kveðjusam- sætis 9. sept. s.l. fyrir þjálfara sinn Olle Ekberg, sem hér hefir starfað undanfar- ið og sá m. a. um undirbúningsþjálfun frjálsíþróttamannanna fyrir Olympíu- leikana. Til hófs þessa var boðið stjórnum ISÍ og FRl, íþróttafulltrúum ríkis og bæjar o. fl. íþróttaleiðtogum. Það kom glöggt fram í Þeim ræðum sem fluttar voru að Ekberg hefir á- unnið sér miklar vinsældir meðal þeirra sem hann hefir unnið fyrir. Við þetta tækifæri afhenti Olympíunefnd honum fagra fánastöng til minningar um Island og dvölina hér. Félögin Ármann, KR og IR gáfu hon- um fallegt málverk af Esjunni, FRl af- henti honum bókamerki og pappírshníf og ISl afhenti honum lítinn bikar. Það er ekki um það að villast að Ek- berg hefir verið hér hinn mesti aufúsu- gestur. Hafa jafnt nemendur hans sem aðrir borið til hans ótvíræða virðingu og traust. Frétzt hefir að FRI hafi sótt um gjaldeyrisleyfi til þess að ráða Ek- berg hingað sem landsþjálfara og er þess að vænta að viðkomandi aðilar sýni íþróttalífi okkar þann skilning að verða við þeirri málaleitan. OLYMPÍUMYNDIN var frumsýnd hér í Reykjavík 2. okt s.I. Myndin er litkvikmynd í 3 köflum. Sá fyrsti sýnir þegar Olympíueldurinn er kveiktur við rústir Zeus-hofsins í Grikk- landi. Næsti sýnir Vetrarleikana í St. Moritz og loks sá þriðji sumarleikana í London og er hann stærstur. Þrátt fyrir mikinn tilkostnað og íburð hefir mynd Þessi ekki tekizt eins vel og efni stóðu til. Virðist manni sem kvikmyndatökumennina hafi skort sér- þekkingu á verkefninu auk þess sem sýn- ingarefnið er all handahófslega valið. — Margt vantar og mörgu ofaukið. Er þess að vænta að Bretar endurskoði það sem kvikmyndað hefir verið af leikunum og velji úr því aðra tveggja og hálfstíma mynd, er gefi betri heild- armynda af leikunum en þessi gerir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.