Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 59

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 59
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 49 Vetrar A I VifS komum til St. Moritz þ. 20. jan. og voru þá eftir 9 dagar þangað til vetr- ar-Olympíuleikarnir áttu að hefjast. — Þessir 9 dagar urðu þvi að vera undir- búnings- og æfingatími okkar, þvi að við gerðum okkur ljóst, að eftir að leik- arnir væru byrjaðir, þá yrðu lítil skil- yrði til æfinga og varð sú raunin á. Reyndum við að sjálfsögðu að nýta þennan tíma sem bezt, en rákum okkur þó fljótlega á það, að það var ýmsum annmörkurg háð, og kem ég að þvi síð- ar. í St. Moritz hittum við fyrir Þóri Jónsson, sem dvaldi þar með sænska skíðamannahópnum. Eftir að kunnátta hans hafði verið prófuð, svo sem Olympíunefnd hafði gert ráð fyrir, tók- um við Hermann Stefánsson þá á- kvörðun, að hann skyldi keppa í ís- lenzka liðinu í svigi, bruni og alpa- tvíkeppni. Þórir hafði þá undanfarið verið suður i Luchon í Pýreneafjöllum hjá franska skiðakennaranum Lafforgue, ásamt sænsku skíðameisturunum May og Áke Nilsson, en siðar með sænska svig- mannaflokknum i Wengen i Svisslandi, áður en hann kom til St. Moritz. Var Þórir nú orðinn allvel kunnur á þessum slóðum. Aðeins einn okkar, Magnús Brynjólfs- son, hafði verið á skiðum i Aipafjöllum áður. Veturinn 1947 hafði hann verið i St. Moritz ásamt Björgvin Júníussyni og tóku þeir þá þátt í keppni um „Hvíta bandið frá St. Moritz“, sem var undir- búningsmót fyrir Vetrar-Olympiuleik- ana þar syðra. Vegna þeirrar ferðar vissum við miklu meira en ella um að- stæður á staðnum og tilhögun leikanna, sem við vorum nú komnir til að taka þátt i. Þeir Jónas Ásgeirsson og Guðmundur Olympíuleikarnir St. Moritz Eftir Einar B. Pálsson Guðmundsson höfðu báðir verið er- lendis á skiðum áður. Jónas í Svíþjóð 1940 og í Noregi 1947 (m. a. Holmen- kollen) en Guðmundur í Noregi 1947 (Norefjellmótið). Hermann Stefánsson liafði dvalið áour fyrr í Noregi við Einar B. Pálsson. skiðanám, svo að ég var eini heimaling- urinn í skíðakúnstinni i hópnum. Verkaskipting okkar varo nú þannig að Hermann var að jafnaði með svig- mönnunum á æfingum þeirra, en þeir æfðu sig að sjálfsögðu bæði í svigi og Þriðja grein bruni og notuðu dráttar brautirnar við brunið. Hlutverk mitt var að annast út- réttingar fyrir flokkinn og ganga frá formsatriðum, sem eru mörg á Olympíu- leikum. En eftir þvi sem timinn leyfði, fylgdi ég stökkmanna-„hópnum,“ þ. e. Jónasi á æfingar. Árni Stefánsson tók strax til óspilltra málanna að kynna sér landslag og allar aðstæður til undirbúnings kvikmynda- tökunni og hafði þegar tekið allmörg atriði í kvikmynd sína þegar leikarnir hófust. Það kom sér nú vel, að kvik- myndatökumaður okkar er duglegur skiðamaður, því að honum voru allir vegir færir. Við brostum stundum er við sáum hina mörgu erlendu kvik- myndamenn vera að kafa snjóinn upp i klof og suma dragandi sleða með út- búnaði sínum á, þótt þeir væru i aðra röndina dálítið öfundsverðir af hinum fullkomna kvikmyndaútbúnaði sínum. Eg mun nú reyna að lýsa nokkrum atriðum skíðaíþróttarinnar, sem fyrir augu bar þessa fyrstu daga okkar i Ölpunum. Það er þá fyrst sjálfur snjórinn. Hann eða kannske heldur snjólagið, er mjög ólíkt því, sem við eigum að venjast á íslandi. Það snjóar mjög oft í fjalla- héruðunum um háveturinn, oft á nótt- unni, en ekki mjög mikið í einu. Snjór- inn fellur nær alltaf í iogni og leggst þvi mjög jafnt yfir. Venjulega er veðr- áttan svo stillt, að snjórinn fýkur held- ur ekki á eftir, nema uppi á fjallseggjum og tindum. Sér maður þá jafnan á snjónum móta fyrir öllum minniháttar ójöfnum á yfirborði jarðarinnar, stcinum og hnúskum, þótt snjólagið sé jafnvel um metri á þykkt. Lofthitastig- ið er oft lágt og nokkuð jafnt, — 5°C til — 20°C, og er snjórinn þvi kaldur, þegar hann fellur. Þar eð hann fýkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.