Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 64

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 64
54 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ur á láglendi og ennþá minna í fjöll- unum þar fyrir ofan. Efnabreytingar líkamans eru þvi jafnframt örari, þvi hærra sem dregur og þarmeð vex þörfin fyrir súrefni, sem er undirstöðuefnið i orkufram- leiðslu líkamans. Súrefnið er fengið með andardrættinum, en honum er stjórnað af sjálfvirku eftirlits-tauga- kerfi, óháð vitundinni. Öll þessi starf- semi er í innbyrðis jafnvægi, þegar hin ytri skilyrði eru hin sömu, sem líkaminn er vanur við. Breytist nú hin ytri skilyrði þannig, að minna súrefni sé í loftinu, þá verður andar- drátturinn að verða tíðari eða dýpri eða hvorttveggja, til þess að súrefnis- þörfinni verði fullnægt. En til þess að það megi verða, þarf að umstilla hið sjálfvirka kerfi og það er ekki gert eins og í bílmótor með þvi að skrúfa í blöndungnum, heldur samlagar líkam- inn sig sjálfur smátt og smátt aðstæð- unum. í raun og veru eru þessi fyrirbrigði miklu margbrotnari og skiptir þar margt máli, t. d. stærð og nothæfni á innra yfirborði lungnanna, einnig fjöldi fjölgunarmöguleika og gæði rauðti blóð- kornanna, sem hafa það hlutverk að taka við súrefninu í lungunum, og flytja það til hinna ýmsu vefja líkamans. Breytileg loftþyngd verkar ennfremur á ýmsar aðrar greinar likamsstarfs- seminnar en öndunina. — Hvernig stendur þá á þvi, að staðir, sem liggja svo hátt, skuli jafnframt geta verið víðfrægir hressingarstaðir? Ástæðan er á þá leið, að komi maður þangað til þess að hvílast frá erfiði dagsins og „afslappast", þá kemur loftþrýstingurinn lítið að sök, nema síður sé. Fólk í öðrum löndum, sem iðkar vetraríþróttir, verður oftast að leita þar hátt upp í fjöll og venst loft- þynningunni. En svo eru aðrir, sem engu eru vanir nema láglendinu, og þegar þeir koma upp i fjöllin og reyna á krafta sína til þess ýtrasta, þá get- ur loftþrýstingurinn orðið þeim til allmikils baga á þann hátt sem áður er lýst. íslenzkt skíðafólk er ekki vant við dvöl hátt uppi i fjöllum og tilheyrir því síðasttalda hópnum, hið sama má segja um flest skíðafólk af Norðurlönd- um. Þetta er því sérstakt athugunarefni fyrir okkur, er við undirbúum þátttöku i slíkum skíðamótum í framtiðinni, ekki sist ef við tökum þátt í skíða- göngu. Þetta fyrirbrigði, sem ég hefi nú lýst, olli því að okkur urðu minni not af æfingartimanum áður en leikarnir byrj- uðu, en ella hefði verið. Við máttum illa við því, því að engin þjóð sendi jDarna menn fram til leiks sem voru eins óvanir ytri aðstæðum og við, og á ég þar þó sérstaklega við stærð stökk- brautarinar og stærð og gerð brun- brautarinnar. Ekki hygg ég þó að ó- þægindin af loftslagsbreytingunni hafi haft teljandi áhrif á frammistöðu manna okkar, því að önnur atriði voru þar svo miklu þýðingarmeiri. Eg hefi nú lýst ýmsum atriðum frá dvöl okkar í St. Moritz, áður en vetrar- Olympíuleikarnir hófust og hefi ég sér- staklega staldrað við þau, sem mér finnst mega læra af. En margt fleira bar á góma þessa daga. Stórt alþjóð- legt skíðastökkmót fór fram á Olympíu- stökkbrautinni og hið árlega héraðs- mót í öllum greinum skíðaíþróttarinn- ar fór fram i næsta þorpi, Pontresina. Einnig voru kvikmyndasýningar, þar sem sýndar voru skíðamyndir. Þarna gafst tækifæri til þess að hitta og ræða við ýmsa af forvígismönnum skíðaíþróttarinnar. Af þeim eru mér tveir minnisstæðastir: Arnold Lunn, hinn brezki rithöfundur, sem öðrum fremur hefir sett í kerfi „alpagreinar“ skíðaíþróttarinnar og oft er kallaður höfundur svigsins í nútímamynd þess, hinn er Reinh. Straumann, svissneski verkfræðingurinn, sem rannsakað hefir á vísindalega hátt líðilsfræði skíða- stökksins og bjó til regluna um það, hvernig lögun skíðastökkbr. á að vera. Nú leið óðum að því að sjálfir leilcarn- ir skyldu hefjast. Bærinn og allt ná- grennið fylltist af fólki, keppendum, starfsmönnum og áhorfendum. Allir áttu eitthvað erindi og eftirvæntingin óx. Og það fannst mér skemmtilegt við þetta, að flestir áhorfendur virtust hafa skíði sin með sér og nota þegar tóm var til, — því að hvað sem öðru líður, þá fer maður á skiði sin til þess að lyfta sér upp og njóta lífsins. Niðurlag. Frá S K í Alls tóku 635 keppendur þátt í þeim skíðamótum, sem haldin voru hér á landi s.l. vetur, að því er segir í tilkynningu Skíðasambands Islands (SKl). Hafa sambandinu borizt skýrslur yfir 13 mót, sem sýna að þátttakendur voru 3svar um eða yfir 100 að tölu. 4 mótanna voru haldin á Akureyri, 3 í- nágrenni Reykja- víkur og 2 á Isafirði. Virðist áhugi fyrir skíðaíþróttinni fara stöðugt vaxandi, ekki sízt eftir stofnun Skíðasambands Islands. S.l. haust vann stjórn SKl að útvegun landsþjálfara og hafði tekizt að ná samn- ingum við Svisslendinginn Reinalter, sem varð heimsmeistari í svigi á síðustu Olympíuleikjum. Því miður gat ekki orðið af þessu vegna veikinda Reinalters og var því snúið sér að tilboði frá Sví- þjóð, sem barst um það leyti. En það var frá sænska skíðagöngugarpinum Axel Vikström, sem varð annar í 18 km. göngu á Olympíuleikunum 1932 og 2. í 50 km. göngunni 1936. Tókust sam- ningar þegar í stað og er Vikström vænt- anlegur til Islands 19. janúar n. k. Þá hafa verið á döfinni samningar við 5—6 brezka skíðamenn um það að Þeir kæmu hingað til lands í marz n. k. og keppi á sérstöku móti á Akureyri 20. marz og í Reykjavík 27. marz. Enn hefir þó ekki verið gengið endanlega frá þessu. Skíðasamband Islands hefir fengið boð um þátttöku í ýmsum alþjóðlegum skiða- mótum, sem fara fram á þessum vetri. Mót þessi eru: 1. „Hin alþjóðlega skíðavika við Mont Blanc“ í nágrenni Chamonix í Frakk- landi 18. til 23. janúar. 2. Salpausselká-skíðamótið við Lathi í Finnlandi, 26. til 27. febrúar. 3. Holmenkollen-skíðamótið við Osló og Norefjell í Noregi 27. febr. til 6. marz. 4. Svenska skidspelen i Sollefteá í Svíþjóð, 10. til 13. marz. Keppni fer fram í höfuðgreinum skíða- íþróttarinnar, en þó er ekki keppt í bruni á mótunum í Lathi og Solleftea. Ennfremur er óráðið hvort íslenzkir skíðamenn muni taka þátt í þessum mótum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.