Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 66

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 66
56 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Þá leitist stjórn ÍSl við að koma í- þróttakennslunni í samvinnu við UMFÍ í samskonar horf og er í Danmörku og Noregi. Einnig 'haldi stjórn ISÍ áfram samstarfi við UMFl og íþróttafulltrúa rikisins um niðurröðun umferðakennsl- unnar. Sjái stjórn ISl fram á að fé hrökkvi ekki til íþróttakennslunnar sam- kvæmt ofangreindum reglum, þá heimil- ar ársþingið henni að gera þær ráðstaf- anir sem þarf til þess að Iþróttakennslan „líði“ ekki af þeim sökum. Framanskráð ágrip af fundargerð árs- þingsins er samhljóða frétt frá stjórn ISÍ og þá væntanlega samið af fram- kvæmdastjóra þess, Kjartani Bergmann, þar eð hann var ritari þingsins. Hefi ég lítið við þetta ágrip að at- huga, nema hvað ég sakna þar sögulegr- ar samþykktar, sem batt enda á hið fræga deilumál ■— dómaramálið — sem stjórn ISl lenti í s.l. ár og hefir verið að glíma við síðan. Samþykkti ársþing- ið, sem er æðsti aðili í ísl. íþróttamál- um, að löggilding frjálsíþróttadómara heyröi undir Frjálsíþróttasamband ís- lands (en ekki I. S. IJ Að vísu var þessi samþykkt óþörf, þar sem lög ISl mæla svo fyrir að lög- gilding dómara sé eitt af aðalverkefn- um sérsambandanna, en nú hafði reynsl- an sýnt að núverandi stjórn ISl hafði sést yfir þessa lagagrein ■— í framkvæmd- inni — og því má segja að umrædd á- minning hafi átt nokkurn rétt á sér. Annars greinir ágrip þetta harla litið frá því, sem gerðist á þinginu, aðdrag- anda þess (frestun, þingstað og þing- tíma) og eftirköstum, en þau hafa orðið meiri en dæmi eru til. Ársþing ISl 1947 í Haukadal var með betri ársþingum, sem ég hefi setið, hvað snerti jákvætt starf. Því miður get ég ekki sagt það sama um Þingvallaþing- ið s.l. sumar, og á stjórnin sjálf ásamt framkvæmdastjóranum þar bróðurpart- inn af sökinni, því sá veldur miklu, sem upphafinu veldur. Því miður leyfir rúm Iþróttablaðsins ekki ítarlega frásögn af þinginu, en sú er bót í máli að íþrótta menn hafa þegar fengið allgóðar frétt- ir af því, sem þar skeði — og á ég þar við blaðadeilur þær, sem risið hafa út af því milli „þriggja þingfulltrúa“ ann- arsvegar og Kjartans Bergmanns og Þorgeirs Sveinbjarnarsonar varaforseta ISl hinsvegar. Hafa , „þingfulltrúarnir" gagnrýnt harðlega störf stjórnar ÍSÍ og framkomu Kjartans Bergmanns á síðasta ársþingi, en hinir tveir borið í bæti- fláka fyrir stjórnina og Kjartan. — Þvi miður hafa ISÍ-mennirnir ekki haldið sig á vettvangi íþróttamanna þ. e. a. s. Iþróttablöðunum (nema Þorgeir í fyrri greininni), heldur skrifað í pólitisk blöð. Er það leitt að þeir skuli ekki vilja snúa sér að þeim lesendahóp, sem kunnastur er þessum málum, sem sé íþróttamönn- unum sjálfum. Hinsvegar hafa „þrír þing- fulltrúar" svo og Lárus Halldórsson, for- maður FRl, sem fann hjá sér ástæðu til þess að leiðrétta fyrstu varnargrein Kjartans — allir haldið sig við þann vettvang, sem iþróttamönnum ber að hasla sér, þ. e. a. s. íþróttablöðin. Þegar málin höfðu þannig skýrzt nokk- uð frá báðum hliðum og burt voru tek- in hrein aukaatriði, kom i ljós að það voru einkum 2 meginatriði, sem Kjart- an og Þorgeir reyndu að verja af hinum umdeildu verkum ISl-stjórnarinnar s. 1. ár. Það fyrra var samkomulag þaö, sem ársskýrsla ISÍ og stjórn þess full- yröir aö formenn sérsambandanna hafi fallizt á — en það síðara var tilefni at- hugasemdar þeirrar, sem Kjartan Berg- mann fékk meiri hluta stjórnar ISl til aö prenta viö skýrslu Bókasjóðs ISl og tendraði þarmeð ófriðareld þingsins. Þar sem deilan virðist nú vera hjöðnuð opinberlega, en hlutlausir íþróttamenn munu gjarnan vilja fá að vita hvor að- ilinn hafi farið með rétt mál, leitaði ég upplýsinga hjá formönnum sérsamband- anna og Bókasjóðsstjórnar um áður- nefnd tvö atriði. Sýndu svör þessara aðila, að þrír þingfulltrúar hafa haft rétt fyrir sér hvað þetta snertir. Formenn sérsambandanna telja, aö þeir hafi ekki fallizt á eða samþykkt þau 5 samkomúlagsatriöi, sem prentuð er í Ársskýrslu ISÍ. ■— og stjórn ISl hefir þegar viöurkennt það skriflega, aö at- hugasemdin, sem Kjartan fékk hana til aö prenta um skýrslu Bókasjóðs, liafi veriö ástœðulaus. (Sbr. yfirlýs. á bls. 89). Gagnrýni sú, sem beint hefir verið gegn stjórn ISl og framkvæmdastjóra hennar, virðist því hafa verið á rökum reist a. m. k. í öllum meginatriðum. Og þótt það sé að sjálfsögðu nokkur álits- hnekkir fyrir viðkomandi aðila, eiga þeir þó þá afsökun, að það sé mannlegt að skjátlast. En þá er það að sama skapi sjálfsagt og drengilegt að geta kannast við að manni hafi skjátlazt. Eftir atvikum verður að telja það vel farið að hið sanna skuli hafa komið fram í þessu máli, og getá vonandi allir fellt sig við þau málalok. Það hreinsar andrúmsloftið að hver og einn fái að segja álit sitt á málunum — og geti það orðið til þess að ráðin verði bót á misfellunum, eru deilur sem þess- ar að mörgu leyti heppilegar. J. B. Ársskýrsla í. S. í. 1947 - ’48. hefir borizt Iþróttablaðinu. Hér er um hálfgerða bók að ræða — 92 bls. að stærð, prýdda fjölda mynda. Er auðséð að framkvæmdastjóri Isl, Kjartan Berg- mann, hefir lagt sig allan fram við að gera hana myndarlega úr garði, einkum gefa myndirnar henni meira líf en ver- ið hefir. Þvi miður fylgir sá böggull skammrifi, að í skýrsluna hefir slæðzt fjöldinn all- ur af villum, aðallega ritvillum og efnisvillum, og draga þær að sjálfsögðu mjög úr gildi skýrslunnar sem heimild- arrits. Þessi mistök eru að því leyti leið- inleg og óþörf að Kjartan er sá aðili, sem bezta aðstöðu hefir til þess að vinna úr plöggum ISÍ. Af þessum ástæðum kom það mönnum einkennilega fyrir sjónir að reka augun í þá prentuðu at- hugasemd við einn kafla skýrslunnar, (Bókasjóðs-) að hann væri ekki allskost- ar réttur en þó prentaður eins og hann kæmi frá Bókasjóði Isí. Þó varð undr- un manna enn meiri, þegar það kom á daginn á Þinginu, að Bókasjóðskaflinn var einn af þeim fáu köflum skýrslunn- ar, sem var algerlega villulaus. Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem stjórn ISl lætur blekkjast til að prenta órökstudda og niðrandi athugasemd um trúnaðar- menn sína, og það að ástæðulausu. Enda hefir verknaður þessi haft ýmsar afleið- ingar í för með sér. Hér er ekki tími til að rekja efni árs- skýrslunnar en hún ber órækan vott um hið mikla og margþætta starf, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.