Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 80

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 80
70 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ÁRSÞIN6 KNATTSPYRNUSAMBANDSINS Konráð Gíslason, Baldur Möller og Sig- urður S. Ólafsson. I sambandi við umræður um önnur mál voru eftirfarandi tillögur einróma samþykktar: 1) Ársþing FRl 1948 skorar á stjórn sambandsins að gera sitt ítrasta til að bæta úr því vandamáli, sem verð- launapeningaöflun er orðin, t. d. með því að láta steypa erlendis ódýra pen- inga og hafa þá svo til sölu fyrir fé- lög, ráð og bandalög innan FRÍ. Enn- fremur skorar þingið á stjórn FRl að athuga möguleika á öflun ódýrra verðlaunagripa erlendis. 2) Ársþing FRl 1948 skorar á Bæjar- stjórn Reykjavíkur að láta fyrirhug- aða leikvangsgerð í Laugardalnum ekki dragast lengur en orðið er. 3) Ársþing FRl 1948 lýsir ánægju sinni yfir þeirri samþykkt síðasta ársþings ISl að löggilding frjálsíþróttadómara heyri undir FRÍ, en ekki ISl, — sem þar með batt endi á óþarfa deilu um lögboðna verkaskiptingu milli sambandanna. 4) Ársþing FRl 1948 lýsir ánægju sinni yfir því að fyrsta landskeppni Islend- inga í frjálsum Iþróttum hefir verið háð á þessu ári, og felur sambands- stjórninni að halda áfram á þessari braut, þannig að Isl. heyi að minnsta kosti eina landskeppni í frjálsum í- þróttum árlega. Þingið álítur að æski- legt sé að viðhalda sambandinu við Norðmenn á þessu sviði og einnig að taka upp viðræður um landskeppni við Dani í áframhaldi af þeim um- ræðum, sem fram fóru s.l. ár. 5) Ársþing FRl 1948 lýsir yfir fylgi sínu við ráðningu landsþjálfara í frjáls- íþróttum. Felur þingið sambands- stjórninni að vinna að þessu máli og sækja um fjárstyrk til Iþrótta- nefndar ríkisins, fyrir milligöngu ISÍ, til að hrinda því í framkvæmd. 6) Ársþing FRl 1948 skorar á stjórn sam- bandsins að herða eftirlit með því að hinir ýmsu aðilar FRl sendi móta- og metaskýrslur tímanlega. 7) Ársþing FRl 1948 skorar á alla virka frjálsíþróttamenn að kaupa og kynna sér hinar nýútkomnu leikreglur í frjálsum iþróttum. 8) Ársþing FRl 1948 skorar á stjórn Annað ársþing Knattspyrnusambands íslands hófst 13. nóv. s.l. en síðan var þinginu frestað til 23. nóv. og lauk því þá. Jón Sigurðsson. form. K. S. 1. Formaöur KSÍ, Agnar Kl. Jónsson, setti þingið, en fundarstjóri var kos- inn Ólafur Jónsson, form. KRR og rit- ari Árni Ágústsson, Hafnarfirði. Á þinginu voru mættir 12 fulltrúar frá fimm héraðssamböndum, en alls sambandsins að leita fyrir sér með útvegun nauðsynlegra íþróttaáhalda. Að lokum tók hinn nýkjörni formaður til máls og þakkaði hann traust það, sem honum hefði verið sýnt. Ennfrem- ur þakkaði hann fulltrúum góðar og fjörugar umræður og fráfarandi stjórn og formanni fyrir ánægjulegt samstarf. Hin nýja stjórn FRÍ hefir nú skipt þannig með sér verkum: Formaður: Lár- us Halldórsson (kosinn á ársþingi). — Varaformaður: Jóhann Bernhard, Rvík. Bréfritari: Guðm. Sigurjónsson, Rvík. Gjaldkeri: Sigurpáll Jónsson, Rvík. Fundarritari: Sig. S. Ólafsson, Rvik. (í stað Sig. Sigurjónssonar, sem lét af störfum nú um áramótin). höfðu rétt til þess að sitja þingið 17 fulltrúar frá 8 héraðssamböndum. Á þinginu voru rædd mörg mál, og var þar m. a. samþykkt áskorun til Alþingis um að lögleiða knattspyrnu sem skyldunámsgrein í skólum lands- ins. Þá var og skorað á Alþingi að sam- þykkja frumvarp Hermanns Guðmunds- sonar um slysatryggingu iþróttamanna. Fyrir þingið voru lagðar tillögur um tilhögun knattspyrnudómararmála frá liriggja manna nefnd, er stjórn KSÍ hafði skipað, en i lienni áttu sæti Gunnar Akselson, Guðjón Einarsson og Sigurjón Jónsson. Var tillögum þessum vísað til stjórnarinnnar og henni falið að sjá um framkvæmd þeirra. Þá var' samþ. að landsliðsnefnd skyldi skipuð þremur mönnum úr Reykjavík, einum úr Hafnarfirði og einum frá Akranesi. Einnig var skorað á ISI að endurskoða áhugamannareglurnar og samræma þær alþjóðareglum. Form. KSÍ var kosinn Jón Sigurðs- son, slökkviliðsstjóri, en Agnar Kl. Jónsson baðst eindregið undan endur- kosningu. Meðstjórnendur voru kosn- ir Árni Ágústsson, Hafnarfirði og Jón Eiríksson, Reykjavík, i stað Jóns Sig- urðssonar læknis, sem baðst undan endurkosningu. Fyrir í stjórninni voru Björgvin Schram, Reykjavík og Guð- mundur Sveinbjörnsson, Akranesi. í varastjórn voru cndurkosnir: Guð- jón Einarsson og Ragnar Lárusson. Endurskoðendur voru kosnir: Sigurjón Jónsson og Ólafur Jónsson. Kosningu í knattspyrnudómstólinn hlutu: Brandur Brynjólfsson, Rvik, Agnar Kl. Jónsson, Rvík og Óðinn S. Geirdal, Akranesi. Þakkarbréf hafa forseta ISl borist frá finnsku knattspyrnumönnunum (landslið inu) og sænsku knattspyrnumönnunum (Djurgaarden Idrottsforening) er hingað komu í sumar. Þakka þeir fyrir góðar móttökur og viðkynningu og ánægjulega Islandsför. Vænta þeir góðrar samvinnu við íslenzka íþróttamenn, og biðja að bera Þeim beztu íþróttakveðju.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.