Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 82
72
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Sundknattleiksmeistarar Ármanns 19Ift. Fremri röö frá v.: Magnús Kristjáns-
son, Gísli Jónsson og Ölafur Diöriksson. Aftari röð: Einar Hjartarson, Sigurður
Árnason (látinn), Sigurj. Guöjónsson, Ög m. Guömundss., Þorst. Hjálmars. þjálfari.
SUNDKNATTLEIKSMEISTARAMÓT
ÍSLANDS
var háð x Sundhöll Reykjavíkur 11. —
15. október s.l. 4 félög tóku þátt í mót-
inu, Ármann, lR, KR, og Ægir. Er það
í fyrsta sinn, sem IR tekur þátt í mótinu.
Orslit urðu þessi: Ármann vann KR
5:1. IR vann Ægir 4:0. KR vann IR 2:0
Ármann vann Ægir 6:2. KR vann Ægir
3:2. Ármann vann IR 5:2.
Ármann varð því hlutskarpastur, hlaut
6 stig, KR 4, IR 2 og Ægir ekkert. —
Hlaut Ármann því enn einu sinni titil-
inn „Sundknattleiksmeistari Islands."
Að þessu sinni voru sundknattleiksregl-
urnar túlkaðar á annan veg en áður
hefir tíðkast hérlendis. þ. e. a. s. í sama
anda og kom fram á Olympíuleikunum.
Leifð var meiri harka, kaffæringar o.fl.
Munu skoðanir hafa verið mjög skiptar
um gildi þessara breytinga, en þó varla
hægt að dæma um það enn meðan leik-
menn eru að venjast þessu.
Islandsmeistarar Ármanns voru þessir:
Ögmundur Guðmundsson, Óskar Jens-
son, Einar Davíðsson, Theodór Diðriks-
son, Sigurjón Guðjónsson, Ólafur Diðriks-
son og Einar Hjartarson.
SUNDKNATTLEIKSMEISTARAMÓT
REYKJAVÍKUR
fór fram um mánaðamótin nóv. - des.
og lauk 3. des. Orslit einstakra leikja
urðu þessi: KR - Ármann 3:3; Ægir -
IR 5:1; KR - IR 2:1; Ægir - Ármann 5:3;
Ármann - IR 5:3 og Ægir KR 3:2. Vann
Ægir því mótið með 6 stigum, KR og
Ármann hlutu 3 hvort og IR ekkert.
Sigur Ægis kom nokkuð á óvart, þar
sem félagið hafði orðið síðast á Is-
landsmótinu skömmu áður. Nú hafði
Ægir endurheimt 4 af aðalmönnunum,
sem höfðu verið forfallaðir í fyrra skipt-
ið og var vel að sigrinum komið.
Reykjavíkurmeistarar Ægis eru: Hall-
dór Bachmann, Þórður Guðmundsson,
Hörður Jóhannesson, Lárus Þórarins-
son, Guðmundur Jónsson, Marteinn
Kristinsson og Ari Guðmundsson.
HANDKNATTLEIKSMEISTARAMOT
ÍSLANDS 1948, UTANHÚSS.
fór fram á Iþróttavellinum í Reykjavík
11. og 12. júlí s.l. Keppt var í meistara-
flokki karla og kvenna með 11 þátt-
takendum frá 9 félögum. Meðal þeirra
voru 5 utanbæjarfélög: FH og Haukar
Hafnarfirði, Þór Vestmannaeyjum, Umf.
Snæfell frá Stykkishólmi og Iþrótta-
bandalag Akraness. Orslit urðu þessi:
Meistaraflokkur kvenna:
A-riðill Þór Á. Hau. Akr. Stig
1. Þór X 2:1 4:1 3:1 = 6
2. Ármann . . 1:2- X 5:1 2:1 = 4
3. Haukar 1:4 1:5 X 4:3 = 2
4. íb. Akr. . . 1:3 1:2 3:4 X = 0
B-riðill Fr. FH iR Snæf. Stig
1. Fram . . . . X 7:1 4:0 6:1 = 6
2. F. H 1:7 X 2:2 2:1 = 3
3. 1. R 0:4 2:2 X 2:2 = 2
4. Snæfell 1:6 1:2 2:2 X = 1
Síðan vann Fram Þór í úrslitum með
2:1 eftir framlengdan leik.
Islandsmeistarar Fram eru: Nanna
Gunnarsdóttir, Pálína Júlíusdóttir, Erla
Sigurðardóttir, Gyða Gunnarsdóttir, Mar-
grét Kjartansdóttir, Margrét Ólafsdóttir,
Anný Ástráðsdóttir, Guðný Þórðardótt-
ir, Hulda Pétursdóttir og Olly Jónsdóttir.
Meistaraflokkur karla:
Á FH IR
1. Ármann . . X 13:6 13:9
2. F. H 6:13 X 6:4
3. 1. R . . . 9:13 4:6 X
íslandsmeistarar Ármanns eru: Gunn-
ar Guðmannsson, Jón Erlendsson, Magn-
ús Þórarinsson, Guðmundur Þórarinsson,
Einar Ingvarsson, Kjartan Sigurjónsson,
Erlendur Sigurðsson, Haukur Bjarna-
son, Sigfús B. Einarsson, Kjartan Magn-
ússon og Sig. G. Norðdahl.
Undirbúningur þessa móts hefir sætt
gagnrýni og er það reyndar ekki í fyrsta
sinn, sem raddir heyrast um sleifarlag
á móttökum untanbæjaríþróttaflokka hér
í Reykjavik, hverjum sem um er að
kenna.
i