Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 83

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 83
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 73 HNEFALEIKAR: HEIMSÓKN OTTO VON PORATS S.l. sumar kóm hingað til landsins á vegum Ármanns einn af þekktustu hnefa- leikamönnum heimsins, Norðmaðurinn Otto von Porat, en hann er sænskur að faðerni. Otto von Porat byrjaði að þjálfa sig í hnefaleik árið 1922, þá 19 ára gamall. Tveim árum síðar, 1924, varð hann Olym- píumeistari í þungavigt í París. Hefir tvisvar orðið Noregsmeistari i þungavigt, en fór árið 1926 til Ameríku og barðist þar 40 til 50 meiriháttar leiki sem at- vinnumaður við mjög góðan orðstír. — Árið 1933 kom hann aftur til Noregs og barðist nokkra leiki í Evrópu, þann síðasta í Genf 1934. v. Porat hefir siðan verið hnefaleikakennari við lögreglu- og herskóla norska ríkisins. Ennfremur rak hann eigin iþrótta- og hnefaleika- skóla í Osló. v. Porat hélt hér hnefaleikanámskeið sem alls sóttu um 30 þátttakendur, þrátt fyrir óheppilegan tíma. Voru flest- ir þeirra Ármenningar. Árangur náms- skeiðsins varð góður, enda nóg að læra af slíkum kunnáttumanni sem v. Porat. Námskeiðinu lauk með hnefaleika- móti, sem haldið var í Austurbæjarbíói 27. júlí. Voru keppendur 10 i 5 þyngd- arflokkum, en að lokum fór fram sýn- ingarleikur í þungavigt milli Porats og Guðmundar Arasonar. Var Guðmundur í sókn lengst af, en Porat varðist af mikilli leikni. Þótti áhorfendum og kepp- endum fengur að þeirri kennslustund, þótt einstaka hafi ef til vill búist við harðari keppni. Úrslit í hinum þyngdar- flokkunum urðu þessi: Léttvigt: Sigurður Jóhannsson vann Gissur Ævar, eftir harðan og skemmti- legan leik. Veltivigt: Björn Eyþórsson vann Gunn- ar Guðmundsson, eftir góðan leik. Millivigt: Jóel B. Jakobsson vann Sefán Jónsson eftir frekar jafnan leik, en Jóel hafði betra úthald. Léttþungavigt: Matthías Matthíasson vann Sigfús Pétursson, sem er nýliði og efnilegur, með nokkrum yfirburðum. Þungavigt: Þorkell Magnússon sigraði Alfons Guðmundsson, eftir harðan og skemmtilegan leik. Alfons sótti meira á í byrjun, en varð að láta undan síga fyrir hinum markvissu höggum Þorkels. Hafði sá síðarnefndi næstum gert út um leikinn með rothöggi. Þorkell fékk líka þann vitnisburð hjá Porat að hann væri hæfur til þátttöku í Evrópumeist- aramóti, og er það mikil viðurkenning og verðskulduð. Hringdómari var Otto von Porat. Húsið var þéttskipað áhorf- endum. Otto von Porat var haldið kveðjusam- sæti í Tjarnarcafé 28. júlí. Flutti Gunnl. J. Briem honum þakkir frá Ármanni og nemendum með snjallri ræðu. Færði hann Porat að gjöf vandaða flaggstöng en einnig var honum fært þakkarávarp undirritað af nemendum hans, stjórn Ár- manns og fleiri unnendur hnefaleikanna. Von Porat þakkaði með ræðu þar sem hann lét i ljósi ánægju sína yfir þessari Islandsferð. Héðan fór Porat daginn eftir og er óhætt að segja að koma hans hafi verið mikill fengur fyrir ísl. hnefaleikamenn. HVAÐ PORAT SAGÐI UM HNEFALEIKA. ÞaÖ er álit margra aö hnefaleikar séu ruddaleg og hrottaleg íþrótt, en þetta er mikill misskilningur, því hnefaleikar jafnast vel á viö aðrar íþróttagreinar eins og t. d. skilmingar. 1 báðum tilfellum er það hraðinn og viðbragðið, sem er aöalatriðið, en ekki hinn ofboöslegi kraft- ur, eins og margir ef til vill halda Auðvitað veröur því ekki neitaö, að hnefaleikar geta veriö harðir, menn geta átt von á þungum höggum, en er þaö ekki einnig svo í öörum íþróttagreinum t. d. knattspyrnu? Munurinn er aöeins sá, aö í hnefaleikum er mönnum kennt aö verja sig. Hnefaleikar eru mikiö komnir undir dugnaöi og persónúleika kennarans. — Hnefaleikari veröur aö tileinka sér í- þróttamennsku og drengskap. Eg hefi séö hnefaleikara, sem eftir margra ára keppni, bar þess engar menj- ar % andlitinu, enda haföi hann skiliö og iökað íþróttina rétt. Þátttakendur í hnefa- leikamóti Otto v. Por- ats, frá v.: Ól. Ólafs- son, Gizur Ævar, Sig. Jóhannsson, Gunnar Guömundsson, Sigfús Pétursson, Björn Ey- þórsson, Guöm. Ara- son, Matth. Matthías- son, v. Porat, Þorkell Magnúss., Alfons Guö- mundsson, Stef. Jóns- son, Jóel B. Jakobs- son og Pétur Wige- lund.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.