Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 89

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Side 89
IÞRÓTTABLAÐIÐ 79 dofnaði mjög yfir leiknum. I næstu lotu lifnaði Mills við og hóf nokkra sókn, en mætti þá gagnsókn af hálfu Lesnevich. Um þessar mundir fóru áhorfendur að hvetja keppendur t,il meiri dáða og lagðist dómarinn á sveif með þeim og áminnti keppendur. I 8. lotu lifnaði Mills við á ný og náði nokkrum góðum vinstri handar höggum. 1 9. lotu var óánægja fólksins orðin svo mikil að dómarinn hóf 10. lotuna með því að skipa báðum að berjast. Þetta hafði þær afleiðingar að báðir slepptu sér um stund og kom Mills inn svo góðri vinstri handarsveiflu á Lesnevich að hann riðaði og lá skömmu síðar i gólfinu. Lesnevich reis upp þegar búið var að telja upp að 9, en fékk þá velútilátið hægrihandar högg, sem sendi hann sömu leið til baka í gólfið. Á síðustu stundu (9) reis Lesnevich upp aftur og tókst með herkjum að verjast frekari árás Mills. 1 næstu lotu hafði hann náð sér aftur, en nú hafði Mills vaxið ásmegin og gerðist all þunghöggur þegar hann hitti. 12. lota var frekar jöfn en í þeirri 13. var Lesnevich aftur búinn að ná yfirhöndinni og sótti meira á. 1 14. lotu virtist Lesnevich vera búinn að ná sínu fyrra öryggi en Mills átti enn talsvert eftir og náði mörgum góðum höggum. Strax í byrjun síðustu lotunn- ar réðist Mills að Lesnevich, sem svar- aði með höggi, en tókst þó ekki að stöðva hinn vilta Breta né forðast hans hættulegu vinstrihandarhögg. Lotan leið þó án þess að nokkuð skeði en báðir virtust vera orðnir þreyttir í leikslok. Eftir gangi leiksins að dæma fannst mér (og félögum mínum) að Lesnevich myndi hafa unnið með litlum stigamun eða héldi a. m. k. tigninni á jafntefli. Dóm- ararnir voru á öðru máli og þegar hring- dómarinn, Freddy Waltham, tilkynnti að Mills hefði unnið á stigum kváðu við óánægjuraddir í gegn um húrrahrópin. Síðar kom í. ljós að stigamunurinn var sáralítill, og töldu margir hnefaleika- sérfræðingar að leikurinn hefði ver ð svo jafn að sigur hvors um sig væri vel verjandi. Persónulega álít ég það rangt. að láta meistara tapa tign sinni nema um greinilegan ósigur sé að ræða og allir voru sammála um þaó að Lesnevich hefði sýnt mun betri hnefaleik, þótt 10. lotan hefði næstum gert út af við hann. I því sambandi skal þess getið Mills t. h. sækir á Lesnevich. að sumir fullyrtu að Lesnevich hefði ekki verið kominn nógu snemma á fæt- ur í siðara skiptið, og því raunverulega verið „knock out“. Þessi úrslit komu umheiminum yfir- leitt mjög á óvart því almennt var Lesne- vich talinn bera af öllum öðrum í létt- þungavigt og jafnvel álitinn líklegur til þess að sigra Louis þegar þar að kæmi. ALÞJÓÐA-SUN DÞINGIÐ (FINA) var haldið i London í sambandi við Olympíuleikana. Island átti 2 fulltrúa á þinginu, Erling Pálsson, sem var aðal- fulltrúi og Ben. G. Waage. Helztu samþykktir þingsins voru þess- 1. Að flugsund verði greint frá venju- legu bringusundi og komi sú aðgreining til framkvæmda 1. janúar 1949. 2. Að engar breytingar verði gerðar á núgildandi sundknattleiksreglum fyrr en 1. janúar 1950, en viðkomandi þjóðir hvattar til Þess að heyja öll stærri mót sín samkvæmt Suður-Ameriku-reglunum. 3. Að OlympíusUndkeppnin fari fram- vegis fram aðra viku leikanna og enn- fremur að 3x100 m. boðsund (þrisund) verði bætti við, bæði fyrir konur og karla. Þá voru gerðar ýmsar samþykktir varðandi dýfingarkeppni, en þar sem enn er ekki farið að keppa í dýfingum hér á landi verður þeirra eigi getið að þessu sinni. ALÞJÓÐA-FRJÁLSÍÞRÓTTAÞINGIÐ. (IAAF) var haldið i London 9. og 10. ágúst 1948 og hófst kl. 10 f. h. báða dagana. Island átti 2 fulltrúa á þinginu, Jóhann Bern- hard, sem var aðalfulltrúi og Brynjólf Ingólfsson. Vegna rúmleysis í blaðinu verður að- eins stiklað á stærstu málum þingsins og þess, sem helst er í frásögur færandi. Forseti IAAF, Burghley lávarður, setti þingið og stjórnaði því. Var fundarstjórn hans lipur og röggsamleg. Strax í byrjun þingsins urðu deilur um það hvort fulltrúi Palestinu, sem þarna var mættur, gæti talizt fulltrúi löglegs frjáls-íþróttasambands sinnar þjóðar eða ekki og hvort hann væri því löglegur fulltrúi á þinginu. Taldi Burgh- ley að Palestína væri stjórnmálalega séð ekki til og vildi ekki leyfa honum at- kvæðisrétt, þótt hann fengi að sitja sem áheyrendafulltrúi. Eftir langa mæðu fór fram atkvæðagreiðsla um málið og var fulltrúaréttur Palestinu felldur með 32:14 (Norðurlöndin öll, Bandaríkin og Júgóslavía með Palestínufulltrúanum). Þá voru teknar fyrir nokkra breyting- artillögur við alþjóðareglur, flestar smá- vægilegar og snerust einkum um fyrir- komulag þingsins. Samkvæmt tillögum stjórnarinnar var þetta samþykkt: a) að Bo Ekelund yrði gerður að ævi-heiðursforseta IAAF (eins og Sig- frid Edström). b) að stjórnin sé skipuð 7 í stað 6. c) að mótstaða grinda í Evrópumeist- aramóti og Olympíuleikum skuli ekki vera minni en sem svarar 3,6 kg. og ekki meiri en 4 kg. Áhugamannareglnanefndin lagði fram lagauppkast mjög svipað fyrri reglum nema h-liður þess, sem fjallaði um ,,vinnutap“ og leyfði, að íþróttamaður, sem væri eina fyrirvinna fjölskyidunn- ar, mætti fá greitt vinnutap, þegar hann keppti á Olympíuleikum, Evrópumeist- aramóti eða öðrum stórum alþjóðamót- um en því aðeins að það væri fyrir milli- göngu sérsambands viðkomandi lands. Harold Abrahams taldi sig andvígan vinnubrögðum nefndarinnar, þ. e. a. s. að hafa soðið reglurnar upp úr hinum gömlu og úreltu reglum í stað þess að semja algerlega nýjar reglur, er hæfðu nútímanum og væru álveg óháðar þeim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.