Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 90
80
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
gömlu. Lagði hann til að uppkastinu
yrði vísað frá nema h-liðnum. Var það
samþykkt eftir nokkurar umræður með
40:22. Nú fóru að heyrast raddir um
það að bezt væri aö vísa h-liðnum líka
í burtu og byrja verkið alveg að nýju.
Urðu um þetta miklar og heitar umræður
en þeim lauk með því að h-lið var einnig
vísað frá með 47:17. Sagði áhugamanna-
reglnanefndin þá af sér.
Leikreglna- og metanefnd skilaði áliti
og mælti m. a. með hinni nýju breyt-
ingu á spjótkastsmælingu og ennfremur
að sama aðferð yrði einnig höfð við
langstökk og þrístökk. Þ. e. a. s. að hin
raunverulega lengd kastsins (stökksins)
kæmi fram, en ekki að mælt væri horn-
rétt frá planka eins og nú er í reglun-
um. Þá mælti hún með því að 4. þjóf-
start í tugþraut ógilti frekari keppni,
og að keppendur mættu ekki styðja
hendi á viðbragðslínu, heldur aftan við.
Evrópunefnd IAAF mælti meS þvi að
næsta Evrópumeistaramót yrði haldið
í Brussel í Belgíu 1950 og stæði yfir i
5 daga (karla og kvennakeppni). Þá
mælti hún með þeirri uppástungu að
árlega yrði haldið þing í Evrópu til
þess að ákveða alþjóðamótaskrá næsta
árs. Var lagt til að slikt þing yrði næst
haldið í Paris í nóvember og þar yrði
ákveðin öll meiriháttar alþjóðamót og
millirikjakeppnir. Loks var lagt til að
Evrópulöndin héldu meistaramót sín á
sama tíma.
Samkv. tillögum kvennanefndarinnar
var samþykkt:
a) að semja sérstaka stigatöflu fyrir
konur.
b) að bæta fimmtarþraut (kúlu, hást.,
200 m., 80 m. grind og langstökki) við
dagskrá Evrópumeistaramótsins og Ol-
ympíuleikanna.
c) að læknisvottorð um kynferði yrði
að fylgja þátttökuumsókn í EM og OL.
d) að bæta 800 m. hlaupi við dagskrá
EM 1950 og e. t. v. við Olympíuleikana
1952, ef það reyndist vel þangað til.
e) láta fara fram athugun á því hvort
kvennaspjótið væri ekki of þungt.
Nefndin, sem kosin var til athugunar
á nýrri stigatöflu hafði ekki að fullu
lokið verkinu, en kvaðst mundu hraða
því. Samþykkt var að halda næsta al-
þjóðaþing í Brussel í sambandi við næsta
Evrópurpeistaramót.
BANDARÍKIN GEGN
BREZKA IIEIMSVELDINU.
Frjálsíþróttakeppni í White-City 12. ág.
7. keppni þessara aðila fór fram á
White City-vellinum í London 12. ágúst
1948. Fyrsta keppnin, 1920, hafði orðið
jafntefli, en síðan höfðu Bandaríkja-
menn alltaf farið með sigur af hólmi
og gerðu það einnig að þessu sinni. —
Keppt var í 15 greinum og hlutu Banda-
ríkjamenn 11% vinning, en Bretar 3%,
svo að hér var um ójafna keppni að ræða.
Eg hafði hugsað gott til glóðarinnar
að sjá þarna flesta beztu íþróttamepn
heimsins leiða saman hesta sína, en því
miður varð ég fyrir vonbrigðum yfir
keppninni. Fyrirkomulagið var nefnilega
svo frumlegt, að helmingur keppninnar
voru allskonar boðhlaup, flest óþekkt á
alþjóðamótum, svo sem 4x800 yards
hindrunarboðhlaup! Hinar sigildu grein-
ar svo sem 100, 200, 400, 800, 1500 og
míluhlaup fyrirfundust ekki í dagskránni
en í þeirra stað voru (auk boðhlaupanna)
120 yards grindahlaup, 80 m. grinda-
hlaup kvenna (utan stigakeppninnar) og
3ja mílna sveitahlaup! Loks var þó keppt
í öllum köstum og stökkum nema þrí-
stökki. Eins og við var að búast báru
Bandaríkjamenn mjög af í köstunum og
stangarstökki, en í hástökki og lang-
stökki voru þjóðirnar svipaðar. Vakti
það athygli að Olympíusigurvegarinn
Winter frá Ástralíu, sem keppti fyrir
brezka heimsveldið, skyldi endurtaka sig-
ur sinn yfir Bandarikjamönnum. Stökk
hann 1,98 m. en þeir 1,96 m.
I 120 yards grindahlaupi sigraði Olym-
píusigurvegarinn Porter með yfirburð-
um á 14,0 sek. Scott varð aftur 2. á
14,3 og Dixon 3. á 14,4 mín. Hinn vin-
sæli og stílfallegi gamli grindahlaup-
ari, Donald Finley, varð 5. á 14,9 sek.
og virtist alveg hafa náð sér eftir fallið
á Olympíuleikunum.
1 IfXllO yards boðhlaupi urðu þau ó-
væntu úrslit, að Brezka heimsveldið
(Corquodale, Bartram, Treloar, Archer)
sigraði Bandaríkin (Ewell, Wright, Dill-
ard og Patton) með 41,8 sek. gegn 42,1
sek. Var auðséð að Bandaríkjamennirn-
ir tóku hlaupið ekki alvarlega. T. d.
fór Ewell svo hægt af stað að Corqu-
dale vann af honum 4 til 5 m., en síðan
stoppuðu þeir Ewell og Wright í skipt-
ingunni (virtust vera að sýna hvar þeir
skiptu!) og þar með komst brezka sveit-
in strax langt á undan. Brezka íþrótta-
blaðið „Sporting Life“ gat þess líka dag-
inn eftir að Bandaríkjamennirnir hefðu
hlaupið eins og Þeir væru í sumarleyfi.
lfXlflfO yards boðhlaupið var hinsvegar
talsvert spennandi og fyrsti spretturinn
hnifjafn. Síðan fóru Bandaríkjamennirn-
ir að vinna á og fékk Whitfield á síðasta
sprettinum um 10 m. forskot móti Mc
Kenley, sem reyndist alltof mikið fyrir
heimsmethafann þótt hann drægi greini-
lega á. Urslit: 1. Bandaríkin (Harnden,
Bourland, Cochran, Whitfield) 3:13,4 m.
2. Br. heimsveldið (Rohden, Farlane,
Shore, Kenley) 3:14,2 mín
I 80 m. grindahlaupi kvenna beið
Maureen Gardner ósigur fyrir Shirley
Strickland, en tími beggja var sá sami
11,3 sek. En kvennakeppnin reiknaðist
ekki til stiga.
Hertoginn af Edinborg, eiginmaður
Elísabetar prinsessu, afhenti verðlaun
mótsins og m. a. fékk McKenley sérstök
verðlaun fyrir hið nýstaðfesta heimsmet
á 400 m. (45,9 sek.). Áhorfendur voru
í færra lagi um 20 þús., og virtust flest-
ir taka eftir þeim afturkipp, sem keppnin
bar vott um.
NORÐURLANDARÁÐSTEFNAN
í STOKKHÓLMI.
10. og 11. des. s. 1. héldu fulltrúar allra
Norðurlanda frjálsíþróttasambandanna
ráðstefnu í Stokkhólmi. Voru þar teknar
mikilsverðar ákvarðanir varðandi sam-
eiginleg áhugamál Norðurlandanna svo
sem keppni við Bandaríkin, Norrænu
keppnina (Svíþjóð gegn hinum Norðurl.)
Norðurlandameistaramót I tugþraut og
maraþonhlaupi o. fl.. Eftirfarandi var
m. a. samþykkt á ráðstefnunni.
a) Að í keppni Bandaríkjanna gegn
Norðurlöndunum í Osló 27. - 29. júlí 1949
verði auk hinna olympísku greina keppt
í 4x1500 m. boðhlaupi^ og 3 keppendur
keppi frá hvorum aðila í hverri grein
nema boðhlaupinu, ein sveit.
b) Bo Ekelund, Svíþjóð, heiðursævi-
forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins
var falið að stjórna vali Norðurlanda-
liðsins, en í því munu verða um 60 manns.
Ber sérhverju landi að senda honum