Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 92
82
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Glímufélagið Armann 60 ára
Fyrir tæpum 13 árum skrifaði ég af-
mælisgrein í íþróttablaðið undir fyrir-
sögninni: „Gfimufélagið Ármann 30
ára.“ Þeim, sem muna eftir þeirri
grein eða kynnu að rekast á hana síðar,
mun vafalaust finnast eitthvað bogið
við það, að ég skuli nú fara að skrifa
aðra afmælisgrein um þetta sama félag
13 árum síoar með yfirskriftinni:
„Glímufélagið Ármann 60 ára.“ En svo
er mál með vexti, að fyrir nokkrum
árum kom það í ljós, að 15. des. 1888
var stofnað íþróttafélag hér í Reykja-
vík, sem hlaut nafnið Ármann. Voru
stofnendur milli 20 og 30 og lögðu eink-
um stund á islenzka glímu. Aðalhvata-
meiin að stofnun félagsins voru þeir
séra P. Helgi Hjálmarsson og Pétur
Jónsson, blikksmiður. Starfsemi þessa
félags hefir verið rakin allt fram til
ársins 1906, sem áður var talið stofn-
ár Ármanns, og sýnir að hér er um
eitt og sama félag að ræða. Þannig
liggur þá i þessu stóra aldursstökki
Ármanns.
Eins og þegar er getið er Ármann
fyrst og fremst stofnað sem glímufélag
og á fyrsta aldarfjórðungi í ævi þess
er það islenzka glíman, sem öll starf-
Séra P. Helgi Hjálmarsson
semi félagsins beinist að. Á stríðsár-
unum 1914 til 1918 liggur félagið að
mestu leyti niðri eins og mörg önnur
félög gerðu á þeim árum. Síðan hefst
ný vakningaralda í félaginu og byrjar
það að leggja stund á ýmsar fleiri í-
þróttir, og nú er svo komið að innan
félagsins eru iðkaðar svo að segja allar
þær íþróttir, sem stundaðar eru hér á
landi að knattspyrnu undanskilinni.
c—---------- Eftir -------------1
Konráð Gíslason |
Þrátt fyrir hina fjölbreyttu íþrótta-
starfsemi Ármanns hefir ekki verið
slegið slöku við glímuna — þá íþrótt
sem varð þess beinlínis valdandi að
félagið var stofnað, enda heitir félagið
ennþá „Glímufélagið Ármann“ en ekki
„íþróttafélagið Ármann“ eins og stóð
í einu dagblaði bæjarins, þegar afmælis-
ins var minnst. Engu öðru féiagi er það
eins mikið að þakka að xslenzka gliman
— þjóðaríþrótt íslendinga — skuli enn
vera við lýoi eins og Ármanni. Þar
lxafa allir beztu glímumenn landsins
fengið þjálfun sina, og í 40 ár hefir Ár- ■
mann haldið uppi skjaldarglímunni
svonefndu, sem er árlegur stórvið-
burður á sviði iþrótta i höfuðstaðnum.
Sú íþróttagrein, sem Ármann hefir
lagt einna mesta rækt við, auk glinx-
unnar, eru fimleikar. Um aldarfjórð-
ungsskeið hafa fimleikar verið iðkaðir i
félaginu í mörgum flokkum, bæði af
körlum og konum. Þessi íþróttagrein,
sem er undirstaða undir flestar aðrar
iþróttir, hefur náð miklum vinsældum
í félaginu og má vafalaust þakka það
Jóni Þorsteinssyni, sem um margra
ára skeið var aðalkennari félagsins
bæði í glímu og fimleikum. Enda tókst
honum svo vel að sameina þessar tvær
iþróttir að hann fór hverja utanför-
ina af annarri og hélt glímu og fim-
leikasýningar víða um lönd, þar sem
sömu mennirnir tóku þátt í báðum
þessurn íþróttum.
Á tinxabili var mikið iðkaður róður i
Ármanni og var félagið í fararbroddi
i þeirri íþróttagrein. En af völdum ó-
friðarins lagðist þessi íþrótt niður á
árunum 1939 til 1945, en er að rísa við
aftur, og á félagið nú róðrarskýli i
Nauthóisvík. Handknattleikur hefir rutt
sér mjög til rúms hér á iandi hin síð-
ari ár, og hefir Ármann tekið öflugan
þátt í honum og unnið þar marga sigra.
Hið sama má segja um sund, hnefaleika
og skiðaferðir. Félagið á x'andaðan
skíðaskála i Jósepsdal og þar er hið
raunverulega félag'sheimili Ármanns,
því að ennþá á félagið ekkert hús yfir
starfsemi sína hér i bænuin. Þá hafa
Ármenningar lagt mikla stund á frjálsar
íþróttir og átt þar marga afreksmenn.
Nokkur afturkippur liefir þó verið í
þeirri íþróttagrein hjá félaginu á und-
anförnum árum, en nú eru nýir kraft-
ar einnig að koma franx á því sviði,
sem mikils má vænta af á komandi ár-
um.
Pétur Jónsson, blikksmiður.