Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 93

Íþróttablaðið - 01.12.1948, Síða 93
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 83 Eins og getið er um hér að framan, hafa íþróttaflokkar úr Ármanni ■—- bæði konur og karlar — farið margir sýn- ingarferðir til annarra landa á und- anförnum árum. Var sú fyrsta farin til Danmerkur árið 1926 og sú síðasta til Finnlands 1947. En alls hafa Ár- menningar farið 9 slíkar ferðir til Norð- urlanda og Þýzkalands og lialdið sam- tals milli 90 og 100 sýningar. Kven- flokkarnir hafa sýnt leikfimi en karl- flokkar glímu og leikfimi. Þar að auki hafa svo íþróttaflokkar félagsins ferð- ast viðsvegar um landið og sýnt iþrótt- ir á 65 stöðum. Það munu fáir gera sér Ijóst, fyrir utan þá, sem beinlínis taka þátt í slíkum förum, live mikið starf liggur á bak við þær. Þrotlaus vinna svo vikum og mánuðum skiptir er und- anfari þessara ferða, fyrst og fremst við þjálfun íþróttamannanna svo og allan undirbúning bæði heima fyrir og á sýningarstöðum. Hjá Ármanni hefir þetta starf aðallega hvílt á tveimur mönnum, þeim Jóni Þorsteinssyni í- þróttakennara og' Jens Guðbjörnssyni formanni félagsins. Þessi ferðalög Ár manns með íþróttaflokka, bæði utan lands og innan hafa haft ómetanlega þýðingu til að glæða áhuga manna á íþróttum almennt og auk þess sem utanfarirnar hafa verið góð kynning á islenzku iþróttalífi. Eg átti nýlega tal við formann fé- lagsins og talið barst að framtíðinni. Mér skildist á honum að stærsta á- hugamál Ármanns væri að koma sem allra fyrst upp íþróttahúsi og félags- heimili hér i bænum. Hefir félagið sótt um lóð undir slíka byggingu, og þegar lóðin er fengin trúi ég ekki öðru en að Jens hafi einhver ráð með að sjá um það, sem á vantar, því að hann virð- ist hafa ráð undir hverju rifi, a. m. k. þegar Ármann á í hlut. Jens hefir nú verið formaður Ármanns í yfir 20 ár og jafnframt lífið og sálin í öllum störf- um þess. Eg get ekki annað en dáðst að þeirri fórnfýsi og þeim óþrjótandi áhuga, sem hann hefir sýnt Ármanni og jafnframt íslenzkum iþróttamálum á þessu tímabili. Öllum sinum fristund- um liefir hann fórnað í þágu iþrótt- anna um aldarfjórðungsskeið án nokk- urs endurgjalds ■— nema ánægjunnar af því að vera gefandi en ekki þiggj- andi. Og þau laun eru vafalaust far- sælli þegar til lengdar lætur, heldur en hin, sem mölur og ryð fá grandað. Eg vil nota þetta tækifæri til að þakka — fyrir hönd allra Ármenninga — Jens Guðbjörnssyni fyrir hans mikla og óeigingjarna starf í þágu félagsins. Glímufélagið Ármann liefir nú um 1200 félagsmenn, og eins og að likum lætur, mun þurfa allstórt kennaralið til að sjá þeim mönnum — konum og körlum —• fyrir kennslu, sem þess Jens Guðbjörnsson form. Ármanns síöastliðin 22 ár. óska, enda hefir félagið nú tylft kenn- ara á að skipa. Eru það þeir: Þorgils Guðmundsson (glima), Hannes Ingi- bergsson (fimleikar karla), Guðrún Nielsen (fimleikar kvenna), Guðrún Norðdahl (fimleikar telpna), Sigurður Norðdahl (handknattleikur karla) Stef- án Kristjánsson (handknattl. og skíða- íþróttir), Einar Ingvarsson (handknatt- leikur kvenna), Þorsteinn Hjálmarsson (sund og sundknattleikur) Gucm. Þór- arinsson (frjálsar íþróttir), Lúðvík Ziemsen (róður), Jóel B. Jakobsson og Þorkell Magnússon (hnefaleikar). í stjórn félagsins eiga sæti: Jens Guð- hjörnsson, form., Sigurður Norðdahl, varaform., Tómas Þorvarðsson gjald- keri, Gunnl. J. Briem féhirðir, Inga Árnadóttir ritari, Sigrún Stefánsdótt- ir bréfritari, Baldur Möller álialdav. og ennfremur Þorsteinn Bjarnason for- maður skíðadeildar og Loftur Bjarna- son form. róðrardeildar. Að endingu vil ég þakka Glimufélag- inu Ármanni vel unnin störf á undan- förnum 60 árum og óska félaginu giftu- drjúgrar og starfssamrar framtiðar. Konráð Gíslason. HANDKNATTLEIKSMEISTARAMÓT REYKJAVÍKUR, INNANHÚSS. fór fram í íþróttahúsi IBR við Háloga- land í nóvember og desember. 1 meistaraflokki karla urðu 3 félög, Ármann, Fram og Valur, jöfn að stigum (6 stig) og urðu að keppa aftur innbyrð- is. Skildu þau enn jöfn og urðu því að keppa saman í þriðja sinn. Vann Ármann þá Val með 7:4 og Fram með 8:5, en Val- ur vann Fram með 8:5. Víkingur varð nr. 4 með 4 stig og KR nr. 5 með 2 stig. Varð Ármann þar með handknattleiks- meistari Reykjavíkur 1948, og hlaut Langvadsstyttuna, sem um var keppt öðru sinni. 1 meistaraflokki kvenna vann Ármann Fram eftir framlengdan leik með 2:1. 1 1. fl. karla sigraði Fram með 6 stig- um, IR og Valur fengu 5, Ármann 3 og Víkingur 1. 1 2. fl. karla vann Víkingur með 9 stigum. 2. — 3. urðu IR og Valur 7 stig, 4. KR. 5 stig 6. Ármann 2 og 7. Fram 0. I 3. fl. karla sigraði KR Val með 4:3 í umkeppni um 1. sætið . 3. varð IR 5 stig 4. Ármann og Fram 4. stig og 6. Vikingur 1 stig. OLYMPlUSIGURVEGARAR I FIMLEIKUM TIL ÍSLANDS. Á aðalfundi Ármanns tilkynnti Jens Guðbjörnsson, form. félagsins, að næsta vor ætti Ármann von á finnskum fim- leikaflokki, þeim sama og sigraði á Olympiuleikunum í sumar. Hugsa ísl. iþróttamenn gott til komu þessa flokks því ekki veitir af að hleypa einhverju fjöri í þessa fögru og sjálfsögðu undir- stöðuíþrótt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.