Íþróttablaðið - 01.12.1948, Page 94
84
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
I fáum orðum
r-
i
Helgi H. Eiríksson forseti Golfsamb. ísl.
LANDSKEPPNI í GOLFI 1948
fór fram í Reykjavík 11. — 13. júlí ís-
landsmeistari varð Jóhannes Helgason,
Rvík, lék 72 holur með 300 höggum.
Þessir urðu efstir:
1. Jóhannes Helgason, Reykjavík .. 300
2. Jakob Hafstein, Reykjavík ...... 308
3. Ewald Berndsen, Reykjavík .... 313
4. Helgi Eiríksson, Reykjavík...... 314
5. Þorvaldur Ásgeirsson, Reykjavik 322
6. Björn Pétursson, Reykjavík .... 332
7. Sveinn Ársælsson, Vestm.eyj. .. 335
Meistari í fyrra var Ewald Berndsen
með 310 höggum.
REYKJAVlKURMÓT I GOLFI
fór fram um mánaðamótin ágúst og
september. Reykjavíkurmeistari varð
Ewald Berndsen. Næstur varð Islands-
meistarinn Jóhannes Helgason.
GOLFÞING ISLANDS
var háð í Reykjavík 10. júlí s.l. daginn
fyrir landskeppnina.
Auk ársskýrslu sambandsstjórnar,
reikninga og fjárhagsáætlunar, var sam-
þykkt að skipa lands-forgjafanefnd og
------------------------------
sambandsstjórn falið að mynda hana. Þá
var rætt um staði fyrir fleiri golfvelli
og einkum stað fyrir 18 holu völl, svo
og um útvegn golfkennara, var þeim mál-
um vísað til sambandsstjórnar til frek-
ari aðgerða.
1 sambandsstjórn voru kosnir Helgi
H. Eiríksson forseti, og Georg Gíslason
(Ve) endurkosnir og Jóhannes Helga-
son (R) og Jóhann Þorkelsson (Ak) i
stað Halldórs Hansen og Vernharðar
Sveinssonar, sem báðust undan endur-
kosningu.
Fulltrúar á ársþing ÍSl voru kosnir
Kristján Skagfjörð og Gísli Ólafsson,
læknir.
FYRSTA SKILMINGAMÓT Á ÍSLANDI.
I des. fór fram fyrsta skilmingamót,
sem haldið hefir verið hér á landi. Var
mótið haldið á vegum skilmingarfélags
Reykjavíkur, sem stofnað var s.l. sum-
ar ai Agli Halldórsyni og 15 nemendum
hans.
Eftir að undankeppni hafði farið fram
kepptu þessir 5 í úrslitum: Sig. Árna-
son, Kristján Guðmundsson, Runólfur
Halldórsson, Sigurbjörn Hávarðarson og
Guðmundur Pálsson. Fóru leikar svo að
Sigurbjörn og Guðmundur urðu jafnir
og urðu þvi að keppa á ný til úrslita.
Bar Guðmundur þá sigur af hólmi eftir
harða og spennandi keppni og hlaut þar
með verðlaunagrip þann — líkan af
skylmingarmanni — sem keppt var um
og vinnst til eignar 3svar í röð eða 5
sinnum alls. Mótið fór fram i Iþrótta-
húsi Háskólans. Ákveðið er að félagið
efni til annars móts síðar i vetur. Félag-
ar eru nú um 40.
IÞRÓTTABLAÐIÐ
vill nota tækifærið til þess að þakka þeim
mönnum sem hafa lánað því myndir á
liðnu ári. Ber þar sérstaklega að nefna
þá Sigurð Norðdahl, Ólaf K. Magnússon,
Pétur Thomsen, Friðrik Hjaltason, Ragn-
ar Vignir, Einar B. Pálsson, Jónas Hall-
dórsson og Guðna Þórðarson.
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ 65 ÁRA.
Kristján Ó. Skagfjörð stórkaupmaður
og framkvæmdastjóri Ferðafélags Islands
og Skíðafélags Reykjavíkur, varð 65
ára 11. október s.l.
Þrátt fyrir umsvifamikil kaupsýslu-
störf hefir Kristján lagt mikla alúð við
félagsstörf, ferðamennsku og íþróttir.
Hefir hann verið einn af áhugasömustu
og duglegustu félögum í Ferðafélaginu
og Skíðafélaginu allt frá stofnun beggja
félaganna, enda orðinn samgróinn fjöll-
um og firnindum, jöklum og jötunheim-
um.
Kristján er gott dæmi um þá menn,
sem halda uppi merkjum íþrótta og
ferðalaga fram á „efri ár“, og ber því
aldurinn svo vel að undrun sætir.
Iþróttablaðið færir þessum drenglund-
aða ferðaviking beztu árnaðaróskir.
SKAUTAFÉL. REYKJAVlKUR 10 ÁRA
Um mánaðamótin okt.-nóv. s.l. varð
Skautafélag Reykjavíkur 10 ára. Ákvað
stjórn þess í því tilefni að halda skauta-
landsmót í lok janúar 1949 í samráði
við stjórn ISÍ. Verður þá keppt í 500,
1500 og 5000 m. skautahraðhlaupi. Enn-
fremur hefir félagið í hyggju að halda
happdrætti til ágóða fyrir væntanlega
skautahöll. Formaður Skautafélagsins er
frú Katrín Viðar.
í tilefni af 40 ára afmæli Knattspyrnu-
félagsins Víkings hefir ISl sæmt félagið
heiðursskildi Isl og ennfremur Umf.
Stokkseyrar, sem nýlega hélt hátiðlegt
40 ára afmæli sitt.