Orð og tunga - 2020, Page 9

Orð og tunga - 2020, Page 9
Orð og tunga 22 (2020). https://doi.org/10.33112/ordogtunga.22.1 Formáli ritstjóra Undirbúningur 22. heftist Orðs og tungu markaðist, eins og flest ann­ að, af komu kórónuveirunnar sem setti alla heimsbyggðina á annan endann nú í vor. Greinar sem voru í vinnslu skiluðu sér ekki allar á tilsettum tíma, því eins og gefur að skilja er erfitt fyrir marga að finna sér tíma við slíkar aðstæður til að sinna nákvæmnisvinnu eins og að ganga frá fræðilegum greinum. Þótt ýmsu sé hægt að áorka heima held ég að mörgum sé orðið ljóst hversu mikilvægt það er að geta komist á vinnustað. Þrátt fyrir ýmsar tafir eru að þessu sinni fjórar ritrýndar greinar í heftinu sem fjalla um orðræðuagnir, beygingar og orðmyndun, töku­ orð og setningafræði. Auk þess birtast hér þrjár fróðlegar smágreinar um nýyrði, réttritun og nafnfræði, þrír pistlar um nýjungar á sviði hagnýttar málfræði og bókafregnir þar sem áhugaverðar útgáfur á sérsviði tímaritsins eru kynntar í örstuttu máli. Í fyrstu ritrýndu grein heftisins fjallar Þóra Björk Hjartardóttir um orðræðuögnina hvað í sjálfsprottnum samtölum og skoðar notkun hennar út frá kenningum samskiptamálfræðinnar. Í greininni færir Þóra rök fyrir því að hvað komi einkum fyrir í tíma­ og magnliðum og sé notað sem einskonar varnagli um sannleiksgildi yrðingar: að það kunni að vera eitthvert ósamræmi á milli hins sagða og þess sem er í raun. Samtölin sem Þóra skoðar eru fengin úr Íslenska talmálsbankanum ÍSTAL. Í grein Margrétar Jónsdóttur segir frá fleirkvæðum aðkomuorðum sem enda á ­ík, eins og epík, keramík og klassík. Margrét færir fyrir því rök að þessi orð hafi engar kerfisbundnar breytingar í för með sér fyrir íslenskt mál. Þess í stað hafi þau aðlagast málkerfinu í hvívetna. Efniviðurinn er sóttur á netið og í ýmis gagnasöfn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. tunga_22.indb 7 22.06.2020 14:03:49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.