Orð og tunga - 2020, Side 10

Orð og tunga - 2020, Side 10
viii Orð og tunga Einar Freyr Sigurðsson og Heimir van der Feest Viðarsson rita grein um rökliðagerð sagnarinnar líka í sögulegu ljósi. Höfundar færa fyrir því rök að líka, sem er ósamhverf sögn í nútímamáli, hafi í fornu máli verið samhverf (eða skiptisögn). Eins og Einar og Heimir benda á er þetta ekki ný hugmynd en í þessari grein setja þeir fram ný rök sem byggjast á frumlagsprófi sem hefur verið talið mjög traust. Að lokum fjallar Matteo Tarsi um tökuorð í Þriðju málfræði­ ritgerð inni (um 1250) sem eiga sér innlend samheiti í sama handriti. Í grein inni skiptir hann tökuorðum í flokka sem hann kallar virð ingar­ tökuorð og nauðsynjatökuorð, auk þess sem hann fjallar um uppruna allra orðanna og tilgreinir hvernig innlend orð og tökuorð tengjast í textanum. Eins og áður sagði birtast í heftinu þrjár fróðlegar smágreinar (órit­ rýndar). Fyrsta greinin er eftir Ágústu Þorbergsdóttur og fjallar um þær kröfur sem almenningur gerir til nýyrða í íslensku. Segja má að höfundur sé með puttann á púlsinum því í greininni er að finna ýmsar tillögur sem bárust Nýyrðavefnum nú í mars og apríl og eiga að ná yfir það sem á ensku hefur verið nefnt social distancing. Í annarri greininni fer Jóhannes B. Sigtryggsson yfir helstu atriði varðandi bil í ritmáli. Þar veltir hann fyrir sér atriðum eins og símanúmerum og skammstöfunum þar sem vafi getur leikið á hvort að hafa skuli bil. Þriðja og síðasta smágreinin er svo eftir Svavar Sigmundsson og fjallar um úlf í örnefnum á Íslandi, Færeyjum og Skotlandi. Í ágúst 2019 urðu þau gleðilegu tímamót að Orð og tunga kom út í rafrænni útgáfu. Fram að því hafði tímaritið einungis verið gefið út á prenti en gert aðgengilegt á Tímarit.is (og verður áfram aðgengilegt þar). Orð og tunga hefur nú fengið sína eigin vefsíðu þar sem síðustu fimm árgangarnir eru nú þegar aðgengilegir lesendum og eldra efnis er að vænta. Engin áform eru þó um að hætta útgáfu tímaritsins á prenti og geta áhugasamir lesendur enn náð sér í eintak í bókabúðum eða pantað áskrift hjá Bóksölu stúdenta. Í kjölfar rafrænu byltingarinnar sótti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um stafrænt auðkenni (doi eða digital object identifier) sem verður hér eftir sett á allar greinar sem birtast í tímarit­ inu. Auðkennið auðveldar alla leit að greinum í gagnabönkum og er mælst til þess að það sé notað t.d. í heimildaskrám. Nýju auðkennin gera einnig ritstjórn Orðs og tungu kleift að sækja um viðurkenningu fyrir tímaritið á alþjóðlegum vettvangi. Í byrjun árs komst t.d. Orð og tunga á lista hjá Directory of Open Access Journals sem er með tæplega 15 þúsund tímarit á skrá sem öll eru í opnum aðgangi. tunga_22.indb 8 22.06.2020 14:03:49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.