Orð og tunga - 2020, Page 17
Þóra Björk Hjartardóttir: Orðið hvað sem orðræðuögn 5
í innstöðu á undan tíma og magnliðum og liðum sem innihalda
sértækt heiti, reyndust vera 25 alls eða um þriðjungur allra dæma um
hvað sem orðræðuögn.
Þótt dæmafjöldinn sé ekki mikill í svo stóru gagnasafni er hann
engu að síður órækur vitnisburður um að þessi notkun kemur fyrir
sem hefur þá væntanlega eitthvert ákveðið hlutverk og skiptir máli
fyrir gang samtalsins eins og allt sem mælandi segir eða lætur frá sér,
yrt sem óyrt. Til hægðarauka eru þessar tölur settar hér fram í Töflu 1.
Heildarfjöldi 625
Sem spurnarfornafn 548 Sem orðræðuögn 77Tími, magn, heiti 25 Annað 52
Tafla 1: Fjöldi dæma um orðið hvað og dreifing þeirra eftir hlutverkum.
Gagnabankinn ÍSTAL er að vísu frá 2000 og hugsanlega gætu nýrri
gögn, sem reyndar eru ekki fyrir hendi í sama umfangi, leitt eitthvað
fleira í ljós sem túlka mætti þá ef til vill sem breytingar á notkun.
Það sama mætti segja um gögn frá öðrum aldurshópum svo sem
unglingum, sem enn eru aðeins til í tak mörkuð um mæli (sbr. Íslenskt
textasafn, Íslenskt unglingamál).
3 Orðræðuagnir og lagfæringar
Eins og fram kom í inngangskafla er orðið hvað skilgreint sem orðræðu
ögn í þeirri notkun og stöðu sem hér er til umfjöllunar. Með orð ræðu
ögnum er átt við smáorð af ýmsum toga sem gegna samskiptalegu
hlutverki í samræðum og eru eins konar merki frá mælanda um teng
ingu við það sem á eftir kemur eða undan fór. Agnir eru þannig not
aðar annars vegar til að stýra gangi samtalsins, með því t.d. að kalla
sérstaklega eftir viðbrögðum viðmælanda, og hins vegar til að láta
í ljós afstöðu eða sjónarhorn til þess sem sagt er (sbr. t.d. Couper
Kuhlen og Selting 2018:493–495). Orðræðuagnir eru mjög algengar í
töluðu máli og fjölbreyttar og verða aðeins túlkaðar út frá samhengi
orðræðunnar eða samtalsins hverju sinni.
Orðræðuagnir hafa ekki sjálfstæða orðmerkingu sem sést best á
því að þeim má oft hæglega sleppa úr lotu án þess að grunnmerking
segðarinnar breytist, sbr. orðið hvað í dæmum (1) og (2) hér að framan.
frá viðmælanda. Dæmi af þessum toga, þótt áhugaverð séu að sumu leyti til
samanburðar, verða hins vegar ekki tekin með hér.
tunga_22.indb 5 22.06.2020 14:03:49