Orð og tunga - 2020, Page 18

Orð og tunga - 2020, Page 18
6 Orð og tunga Ögnin er innskot, hún brýtur upp formgerðina og rýfur samfelluna í lotunni tímabundið án þess að það hafi nein afgerandi áhrif á merk­ ingarlegt inntak. Að innskoti loknu er haldið áfram þar sem frá var horfið og lokið við lotuna (Lindström 2008:197–200). Orðræðuagnir bæta hins vegar aukavídd í segðina ofan á grunnmerkingu hennar, með þeim eru látin í ljós blæbrigði sem eru mikilvæg fyrir túlkun og skilning á því sem mælandi segir. Orðræðuagnir eiga sér margar tilsvarandi inntaksorð með eigin­ legri merkingu. Sem agnir fá þau oft breytta framburðarmynd sem getur birst í samruna hljóða eða tilfærslu á áherslu eða lengd (Brinton 2017:4). Setningaleg staða þeirra er líka gjarnan önnur en þegar þau hafa inntaksmerkingu (sjá t.d. Aijmer 2002, Couper­Kuhlen og Selting 2018:495). Sameiginlegt einkenni orðræðuagna er einnig það rof sem verður á merkingarvísun við umbreytingu úr inntaksorðum (Couper­ Kuhlen og Selting 2018:494). Orðræðuagnir fyrirfinnast í öllum tungumálum og er íslenska þar engin undantekning. Þær hafa hins vegar ekki verið eins mikið rann­ sakaðar í íslensku eins og í nágrannamálunum en þó hefur nokk uð verið skrifað um einstakar agnir og má þar fyrst nefna braut ryðj­ enda rannsókn Helgu Hilmisdóttur (2007) þar sem aðferðafræði sam­ skiptamálfræði er beitt á íslenskt talmál og orðræðu agnir með áherslu á ögnina nú. Notkun og hlutverk nokkurra annarra agna svo sem er það ekki, sko, þúveist, skilurðu, ókei, bara, ha hafa einnig verið gerð nokkur skil í öðrum rannsóknum (sjá Þóru Björk Hjartardóttur 2006, 2011, Helgu Hilmisdóttur 2001, 2016, Helgu Hilmisdóttur og Camillu Wide 2000, Þórunni Blöndal 2006, Kolbrúnu Ýri Bjarnadóttur 2009, Rósu Gísladóttur 2015). Notkun orðsins hvað sem orðræðuögn af því tagi sem hér er til umfjöllunar hefur ekki verið könnuð fyrr en snertifletir eru við notkun agnarinnar ha (sjá Rósu Gísladóttur 2015) að því leyti að í báðum tilvikum er gripið til þessara agna til að leysa vanda sem komið hefur upp í flæði samtalsins með svokallaðri lagfæringu (e. repair) en með því hugtaki er átt við mállegar aðgerðir af ýmsu tagi, allt frá orðaleit yfir í hreinar leiðréttingar, sem þátttakendur í samtali nýta sér til að tryggja gagnkvæman skilning við slíkar aðstæður (Schegloff, Jefferson og Sacks 1977, Hutchby og Wooffitt 2008:57–59). Munurinn er hins vegar sá að ha beinist að einhverju sem hlustandi hefur ekki heyrt eða skilið hjá þeim sem mælti og er ósk hans um úrbætur af hálfu mælanda (annarssprottin sjálfslagfæring, e. other­initiated self­repair) en með hvað er það mælandi sjálfur sem ratað hefur í vanda með segð tunga_22.indb 6 22.06.2020 14:03:49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.