Orð og tunga - 2020, Qupperneq 18
6 Orð og tunga
Ögnin er innskot, hún brýtur upp formgerðina og rýfur samfelluna í
lotunni tímabundið án þess að það hafi nein afgerandi áhrif á merk
ingarlegt inntak. Að innskoti loknu er haldið áfram þar sem frá var
horfið og lokið við lotuna (Lindström 2008:197–200). Orðræðuagnir
bæta hins vegar aukavídd í segðina ofan á grunnmerkingu hennar,
með þeim eru látin í ljós blæbrigði sem eru mikilvæg fyrir túlkun og
skilning á því sem mælandi segir.
Orðræðuagnir eiga sér margar tilsvarandi inntaksorð með eigin
legri merkingu. Sem agnir fá þau oft breytta framburðarmynd sem
getur birst í samruna hljóða eða tilfærslu á áherslu eða lengd (Brinton
2017:4). Setningaleg staða þeirra er líka gjarnan önnur en þegar þau
hafa inntaksmerkingu (sjá t.d. Aijmer 2002, CouperKuhlen og Selting
2018:495). Sameiginlegt einkenni orðræðuagna er einnig það rof sem
verður á merkingarvísun við umbreytingu úr inntaksorðum (Couper
Kuhlen og Selting 2018:494).
Orðræðuagnir fyrirfinnast í öllum tungumálum og er íslenska þar
engin undantekning. Þær hafa hins vegar ekki verið eins mikið rann
sakaðar í íslensku eins og í nágrannamálunum en þó hefur nokk uð
verið skrifað um einstakar agnir og má þar fyrst nefna braut ryðj
enda rannsókn Helgu Hilmisdóttur (2007) þar sem aðferðafræði sam
skiptamálfræði er beitt á íslenskt talmál og orðræðu agnir með áherslu
á ögnina nú. Notkun og hlutverk nokkurra annarra agna svo sem
er það ekki, sko, þúveist, skilurðu, ókei, bara, ha hafa einnig verið gerð
nokkur skil í öðrum rannsóknum (sjá Þóru Björk Hjartardóttur 2006,
2011, Helgu Hilmisdóttur 2001, 2016, Helgu Hilmisdóttur og Camillu
Wide 2000, Þórunni Blöndal 2006, Kolbrúnu Ýri Bjarnadóttur 2009,
Rósu Gísladóttur 2015).
Notkun orðsins hvað sem orðræðuögn af því tagi sem hér er til
umfjöllunar hefur ekki verið könnuð fyrr en snertifletir eru við notkun
agnarinnar ha (sjá Rósu Gísladóttur 2015) að því leyti að í báðum
tilvikum er gripið til þessara agna til að leysa vanda sem komið hefur
upp í flæði samtalsins með svokallaðri lagfæringu (e. repair) en með
því hugtaki er átt við mállegar aðgerðir af ýmsu tagi, allt frá orðaleit
yfir í hreinar leiðréttingar, sem þátttakendur í samtali nýta sér til að
tryggja gagnkvæman skilning við slíkar aðstæður (Schegloff, Jefferson
og Sacks 1977, Hutchby og Wooffitt 2008:57–59). Munurinn er hins
vegar sá að ha beinist að einhverju sem hlustandi hefur ekki heyrt
eða skilið hjá þeim sem mælti og er ósk hans um úrbætur af hálfu
mælanda (annarssprottin sjálfslagfæring, e. otherinitiated selfrepair)
en með hvað er það mælandi sjálfur sem ratað hefur í vanda með segð
tunga_22.indb 6 22.06.2020 14:03:49