Orð og tunga - 2020, Side 22

Orð og tunga - 2020, Side 22
10 Orð og tunga Ítalinn sem um ræðir fluttist til Íslands að því er virðist vegna stúlku sem hann var í sambandi við og því dregur B þá ályktun að hún hljóti að hafa verið íslensk en skýtur inn ögninni hvað á undan eins og til að setja fyrirvara á orð sín hugsanlega af því hún þekkir ekki til stúlkunnar þótt kringumstæður bendi til íslensks þjóðernis hennar. Augljóslega er B ekki að leita hér að orði heldur snýst þetta um það hvort stúlkan var íslensk eða ekki. B fær síðan stuðning við orð sín með jánki A í línu 8 sem þekkir væntanlega betur til enda umræddur Ítali vinnufélagi hans. 4.2  hvað á undan tíma- og magnliðum Notkun agnarinnar hvað í dæmi (4) er sambærileg þeirri notkun sem sjá má í öllum dæmum þar sem hvað beinist að tíma, fjölda eða magni. Lítum fyrst á þetta dæmi. (5) Fyrirtæki: ÍSTAL (07­107­01) 01 A: við 02 B: já 03 A: erum komin með sko þarna Títan fyrirtæki sem að (.) (u-)Hamar 04 keypti hlut í 05 B: nú → 06 A: já og (f-) fengum (.) (e-) hvað átta manns örugglega yfir til 07 okkar sko 08 B: jájá 09 A: og þau eiga að sjá um sko allt hosting [fyrir okkur] 10 B: [já ] einmitt Hér ræða tveir vinir um störf sín og A greinir frá hlutakaupum fyrir­ tækisins sem hann vinnur hjá, Hamri, í öðru fyrirtæki. B er ekki kunn­ ugt um þetta eins og sjá má á viðbrögðum hans í línu 5 þar sem nú má túlka sem merki um nýjar upplýsingar fyrir B og áhuga hans á að heyra meira sem mælandi bregst við með staðfestingu í línu 6 (sbr. Helgu Hilmisdóttur 2016:137–140). Í framhaldinu segir hann síðan frá því að nokkrir starfsmenn frá hinu fyrirtækinu hafi við það flust yfir til þeirra. Orðið jájá í línu 8 er merki frá B um að hann hlusti og sé með á nótunum, svokölluð endurgjöf, en ekki staðfesting á fjölda þeirra starfsmanna sem A nefnir þar sem B þekkir ekki til þessara mála. Endurtekningarnar (f­), hikið (e­) og þögnina (.) ásamt ögninni hvað mætti hugsanleg líta á sem merki um að mælandi muni ekki í bili hvað þetta voru margir sem komu til þeirra við samruna fyrirtækjanna, sbr. dæmi (3) í 4.1. Allt eins líklegt er þó að mælandi sé hér ekki að leita tunga_22.indb 10 22.06.2020 14:03:49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.