Orð og tunga - 2020, Síða 37

Orð og tunga - 2020, Síða 37
Margrét Jónsdóttir: epík, keramík og klassík 25 að hann vænti þess „að enginn telji ­ík vera viðskeyti í orðum eins og brík, vík og pólitík.“ Þetta er það eina sem fundist hefur um myndun orða eins og pólitík í íslensku. Í skrifum um orðmyndun er nefnilega hvergi minnst á ­ík og það er heldur aldrei talið meðal viðskeyta. Hvað er viðskeyti? Hvað þarf til að koma til þess að hægt sé að tala um viðskeyti? Gleggsta viðmiðunin er sú að um sé að ræða lið sem sé bundinn orði eða orðstofni og hafi málfræðilegt og merkingarlegt hlutverk. Með öðrum orðum: Með hjálp viðskeytis er eitt orð leitt af öðru orði. Þannig hefur afleidda orðið aukist að merkingu.9 Ein forsenda þess að orðhluti sé greindur sem viðskeyti er sú að hann sé vel aðgreinanlegur frá grunnorði. Spurningin um virkni og frjósemi skiptir líka máli. Sum viðskeyti eru bæði greinanleg og virk, t.d. ­ari og ­un, önnur eru vel greinanleg en ekkert sérstaklega frjósöm enda þótt virknin sé til staðar. Dæmi um slíkt er t.d. ­ull (sjá t.d. umræðu hjá Þorsteini G. Indriðasyni 2008:112). En að því er varðar ík­orðin þá eru engin dæmi um nýmyndun orða af þeirri gerð í málinu. Í orðhlutanum ­ík felst ekkert, engin merking. Orðin hafa öll verið aðlöguð. Þau hafa raungerst (lexíkalíserast) sem heild. Í þessu sambandi má vísa til Jóns Hilmars Jónssonar (1988:6) sem hefur bent á að aðkomuorð sem litið sé á sem ósamsett orð eigi greiðari leið inn í íslensku en orð sem eru að uppruna afleidd eða samsett. En eins og rökstutt hefur verið eru ík­orðin einmitt ósamsett. 4 Fleirkvæð kvenkynsorð sem enda á -ík Orðin sem fundist hafa eru í stafrófsröð í Töflu 1. Mörg þeirra eru algeng, orð eins og t.d. grafík, krítík, mósaík, pólitík, rómatík, statistík og traffík. Önnur eru sjaldgæfari enda jafnvel eingöngu tengd fræðimáli. Þótt rótfesta sumra orðanna sé án efa lítil verða þau samt með í umfjölluninni. Má þar t.d. nefna fræðiorð eins og dídatík, fónetík, fysík, genetík, heraldík,10 kínetík, mystík og pedagógík. Orðin og beyging þeirra eru vel þekkt úr sérfræðimáli og umdæmi þeirra ljóst. Orðið eróbík er nokkuð sérstakt.11 Fundist hafa dæmi um kvenkyn, þ. á m. eitt dæmi 9 Um viðskeyti og einkenni þeirra má gleggst lesa hjá Þorsteini G. Indriðasyni (2016) og raunar víðar í hans verkum. 10 Orðið heraldík fannst hjá Jansson (2015:192‒194). Íslenska orðið skjald(ar)merkjafræði er væntanlega tökuþýðing. Um slíkar þýðingar sjá t.d. Guðrúnu Kvaran (2005:106). 11 Í ÍO er nafnorðið eróbikk (ritað svo) hvorugkyns en með spurningarmerki sem sýnir að kynið hefur verið á reiki. En miðað við formið eróbikk er hvorugkynið í hæsta máta eðlilegt, sbr. t.d. orðið blikk en líka t.d. orð eins og edik og tónik. tunga_22.indb 25 22.06.2020 14:03:50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.