Orð og tunga - 2020, Side 42
30 Orð og tunga
er hægt að vera músíklaus, líka krítíklaus, jafnvel á krítíkurorð. Orðið
pólitík er einungis í eignarfallssamsetningu, sbr. orðin pólitíkursonur
og pólitíkurspan sem heimildir eru um, líka orðin rómantíkurlaus og
rómantíkursinni. Ekki er hægt að sjá að atkvæðafjöldi íkorðanna skipti
neinu máli; þar rekur sig hvert á annars horn.
Dæmi eru um að viðskeyti hafi verið bætt við orðstofninn en þá
aðeins viðskeytinu: legur (lýsingarorð) eða lega (atviksorð). Raunar
hafa aðeins fundist þrjú orð sem svo er ástatt um, músík, grafík og
antík (sjá dæmi á Tímarit.is). Fjölmörg dæmi eru um að orðið músík
sé viðskeytt, nokkur fjöldi er um grafík en aðeins eitt dæmi um orðið
antík. Engin dæmi hafa fundist þar sem nafnorðið er í eignarfalli.
Á hinn bóginn ber þess að geta að enda þótt önnur kvenkynsorð
(þó ekki skyldleikaorðin þrjú) sem mynda eignarfall með ur séu
ekki mörg í málinu eru til eignarfallssamsett orð þar sem endingin
er einmitt ur. Dæmi um slík orð eru t.d. mjólkurglas, nætursvefn og
sængurver og örnefni eins og Merkurjökull og Víkurskarð.17 Raunar eru
eignarfallssamsetningar allsráðandi í orðum þessarar beygingar.
Sú spurning vaknar hvort fleirkvæðu íkorðin sem öll eru aðkomu
orð eigi erfitt með að fara inn í mynstur þar sem krafist er eignarfalls,
sbr. eignarfallssamsetningar. Svo gæti vel verið. Spurningin um að
hve miklu leyti viðkomandi orð hafa aðlagast gæti líka skipt máli.
Það er þó erfitt að meta.
6 Lýsingarorðsendingin -ískur og fleirkvæðu ík-
orðin
Í málvitund okkar eru náin tengsl á milli orðanna músík, músíkant og
músíkalskur, sömuleiðis pólitík, pólitíkus og pólitískur svo og rómantík,
rómantíker og rómantískur18. Merkingarlegu tengslin eru augljós en þau
orðfræðilegu flóknari. Hér á eftir verður sjónum beint að orðfræði
legum þáttum lýsingarorða sem enda á ískur. Tekið skal fram að
17 Í ROH eru til orð með nótt sem fyrri hluta samsetts orðs. Þau eru af ýmsum toga og
flest tilviljunarkennd, þó kannski ekki öll, sbr. nóttlaus og nóttleysa. Séu einkvæðu
orðin brík, spík og tík fyrri hluti samsetts orðs í eignarfalli eintölu er endingin ar.
Raunar eru slík orð ekki mörg. Dæmi er um orðið flíkargarmur, sjá Tímarit.is.
18 Í athugasemdum við greinina kom fram að ekki væri hægt að slíta í sundur
umfjöllun um orð sem enda á ískur og skur. Sú athugasemd er fræðilega réttmæt.
Hér verður þó ekki fjallað um seinni hópinn, m.a. vegna þess að umfjöllunin um
ískur er aðeins hliðarspor við meginefni greinarinnar.
tunga_22.indb 30 22.06.2020 14:03:50