Orð og tunga - 2020, Page 42

Orð og tunga - 2020, Page 42
30 Orð og tunga er hægt að vera músíklaus, líka krítíklaus, jafnvel á krítíkurorð. Orðið pólitík er einungis í eignarfallssamsetningu, sbr. orðin pólitíkursonur og pólitíkurspan sem heimildir eru um, líka orðin rómantíkurlaus og rómantíkursinni. Ekki er hægt að sjá að atkvæðafjöldi ík­orðanna skipti neinu máli; þar rekur sig hvert á annars horn. Dæmi eru um að viðskeyti hafi verið bætt við orðstofninn en þá aðeins viðskeytinu: ­legur (lýsingarorð) eða ­lega (atviksorð). Raunar hafa aðeins fundist þrjú orð sem svo er ástatt um, músík, grafík og antík (sjá dæmi á Tímarit.is). Fjölmörg dæmi eru um að orðið músík sé viðskeytt, nokkur fjöldi er um grafík en aðeins eitt dæmi um orðið antík. Engin dæmi hafa fundist þar sem nafnorðið er í eignarfalli. Á hinn bóginn ber þess að geta að enda þótt önnur kvenkynsorð (þó ekki skyldleikaorðin þrjú) sem mynda eignarfall með ­ur séu ekki mörg í málinu eru til eignarfallssamsett orð þar sem endingin er einmitt ­ur. Dæmi um slík orð eru t.d. mjólkurglas, nætursvefn og sængurver og örnefni eins og Merkurjökull og Víkurskarð.17 Raunar eru eignarfallssamsetningar allsráðandi í orðum þessarar beygingar. Sú spurning vaknar hvort fleirkvæðu ík­orðin sem öll eru aðkomu­ orð eigi erfitt með að fara inn í mynstur þar sem krafist er eignarfalls, sbr. eignarfallssamsetningar. Svo gæti vel verið. Spurningin um að hve miklu leyti viðkomandi orð hafa aðlagast gæti líka skipt máli. Það er þó erfitt að meta. 6 Lýsingarorðsendingin -ískur og fleirkvæðu ík- orðin Í málvitund okkar eru náin tengsl á milli orðanna músík, músíkant og músíkalskur, sömuleiðis pólitík, pólitíkus og pólitískur svo og rómantík, rómantíker og rómantískur18. Merkingarlegu tengslin eru augljós en þau orðfræðilegu flóknari. Hér á eftir verður sjónum beint að orðfræði­ legum þáttum lýsingarorða sem enda á ­ískur. Tekið skal fram að 17 Í ROH eru til orð með nótt sem fyrri hluta samsetts orðs. Þau eru af ýmsum toga og flest tilviljunarkennd, þó kannski ekki öll, sbr. nóttlaus og nóttleysa. Séu einkvæðu orðin brík, spík og tík fyrri hluti samsetts orðs í eignarfalli eintölu er endingin ­ar. Raunar eru slík orð ekki mörg. Dæmi er um orðið flíkargarmur, sjá Tímarit.is. 18 Í athugasemdum við greinina kom fram að ekki væri hægt að slíta í sundur umfjöllun um orð sem enda á ­ískur og ­skur. Sú athugasemd er fræðilega réttmæt. Hér verður þó ekki fjallað um seinni hópinn, m.a. vegna þess að umfjöllunin um ­ískur er aðeins hliðarspor við meginefni greinarinnar. tunga_22.indb 30 22.06.2020 14:03:50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.