Orð og tunga - 2020, Page 52

Orð og tunga - 2020, Page 52
40 Orð og tunga ekki ótvírætt; þrátt fyrir að þágufallið þér í öllum dæmunum gæti verið í frumlagssæti er einnig mögulegt að nefnifallið sé frumlagið og þágufallið þá kjarnafært eins og það er kallað. Við getum hér borið þessi dæmi saman við setningar með nefnifallsfrumlagi og þolfalls­ andlagi: (3) a. Hún(nf.) las þessa bók(þf.). b. Þessa bók(þf.) las hún(nf.). Í (3a) er sjálfgefin orðaröð þar sem frumlagið fer á undan persónu­ beygðri sögn og andlagi. Í (3b) hefur andlagið hins vegar verið fært fremst í setninguna en þrátt fyrir að þolfallið fari fremst er það engu að síður andlagið. Það getum við séð með því að rýna betur í orðaröð, svo sem þar sem umröðun sagnar og frumlags hefur orðið — dæmi um slíkt er að finna í já/nei­spurningum, sjá eftirfarandi: (4) a. Las hún(nf.) þessa bók(þf.)? b. *Las þessa bók(þf.) hún(nf.)? Orðaröð í já/nei­spurningum virkar almennt nokkuð vel fyrir nútíma­ íslensku sem frumlagspróf, þ.e. próf til að bera kennsl á frum lag í setningu. Frumlag í já/nei­spurningu fer jafnan næst á eftir per sónu­ beygðu sögninni. Við lesum út úr prófinu í (4a) að hún sé frumlagið; hér hefur orðið það sem kallað er umröðun frumlags og sagnar (e. subject­verb inversion) þar sem persónubeygð sögn færist fram fyrir frumlag. Við ályktum hins vegar út frá því að (4b) er ótæk setning að þessa bók geti ekki staðið í frumlagssætinu. Þágufalls­nefnifallssögnum má í grófum dráttum skipta í tvennt í nútímamáli eftir rökliðagerð þeirra: Annars vegar eru þetta ósam- hverfar sagnir (e. asymmetric verbs) þar sem eingöngu þágufallsliður­ inn getur færst í frumlagssætið og hins vegar samhverfar sagnir (e. symmetric verbs), oftast kallaðar skiptisagnir (e. alternating verbs), þar sem hvor liður um sig getur færst í frumlagssæti.3 Í (5)–(6) er sýnt með já/nei­spurningu (umröðun sagnar og frumlags) að henta og falla í 3 Rétt eins og Wood og Halldór Ármann Sigurðsson (2014) fylgjum við McGinnis 2008 (sjá einnig rit sem þar er vísað til) þegar við notum hugtökin samhverfar og ósamhverfar sagnir. Hugtakið skiptisagnir (og enska heitið alternating verbs eða alternating predicates) er hins vegar líklega útbreiddara — Jóhannes Gísli Jónsson (1997–1998, 2003), Jóhanna Barðdal (2001) og Þórhallur Eyþórsson og Jóhanna Barðdal (2005) nota það hugtak t.a.m. í sínum skrifum. Hugtakanotkunin sem slík skiptir í raun ekki máli; við notumst jöfnum höndum við hugtökin samhverfar sagnir og skiptisagnir. tunga_22.indb 40 22.06.2020 14:03:50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.