Orð og tunga - 2020, Síða 53

Orð og tunga - 2020, Síða 53
Einar Sigurðsson og Heimir Viðarsson: Um líka í fornu máli 41 geð eru samhverfar sagnir og að líka og leiðast eru ósamhverfar sagnir (sjá t.d. Helga Bernódusson 1982, Jóhönnu Barðdal 1999, 2001, Þórhall Eyþórsson og Jóhönnu Barðdal 2005 og Heimi Frey Viðarsson 2009; sjá einnig Jóhannes Gísla Jónsson 2018 um orðaröð sem frumlagspróf í sögulegu tilliti).4 (5) a. Hentar þér(þgf.) þetta(nf.) / þetta(nf.) þér(þgf.)? b. Hvernig fellur þér(þgf.) þetta(nf.) / þetta(nf.) þér(þgf.) í geð? (6) a. Líkar þér(þgf.) þetta(nf.) / *þetta(nf.) þér(þgf.)? b. Leiðist þér(þgf.) þetta(nf.) / *þetta(nf.) þér(þgf.)? Sú staðreynd að umröðun sagnar og frumlags er möguleg með henta og falla í geð í nútímamáli (sbr. (5a,b)) bendir til þess að feitletruðu liðirnir séu frumlög (þ.e. annaðhvort þágufalls­ eða nefnifallsliðurinn og sagnirnar því skiptisagnir), enda leiðir umröðun sagnar og andlags til ótækrar setningar. Í (6) sést einmitt að samsvarandi umröðun á sögn og nefnifallslið er ekki möguleg með líka og leiðast og þetta er hægt að hafa sem röksemd fyrir því að líka og leiðast séu ósamhverfar sagnir (sbr. ítarlega umræðu í ritum sem vitnað var til hér á undan). Mikil umræða hefur verið á undanförnum áratugum um það hvort aukafallsfrumlög hafi verið til í fornu máli og sterk rök hafa raun ar verið færð fyrir því að svo hafi verið (sjá einkum Eirík Rögn­ valds son 1996, Þórhall Eyþórsson og Jóhönnu Barðdal 2005, Heimi Frey Viðarsson 2009 og Jóhannes Gísla Jónsson 2018 og tilv. í þessum ritum). Hér er fallist á þær röksemdir en ekki er ástæða til þess að fara ítarlega yfir þau rök sem tínd hafa verið til.5 Við teljum sem sagt að færð hafi verið sannfærandi rök fyrir því að sagnir á borð við líka hafi tekið þágufallsfrumlag í fornu máli. Í þessari grein rökstyðjum við hins vegar að sögnin líka, sem er ósamhverf í nútímamáli, hafi verið samhverf (skiptisögn) í fornu máli. Það eitt og sér er ekki ný hug­ 4 Jóhanna Barðdal (2001:54–55) hefur með margvíslegum frumlagsprófum greint 26 einfaldar sagnir, auk 85 sagnasambanda (flest með vera eða verða), sem skipti­ sagnir í nútímaíslensku. 5 Rannsókn Eiríks Rögnvaldssonar (1996) bendir eindregið til að setningarleg staða aukafallsnafnliða sem teljast til frumlaga í nútímamáli hafi ekki breyst að ráði frá fornmáli (sjá einnig Anton Karl Ingason, Einar Frey Sigurðsson og Wallenberg 2011). Það getur auðvitað farið eftir skilgreiningu hverju sinni hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að geta talist frumlag en ef við föllumst á að nútímaíslenska hafi aukafallsfrumlög má færa sterk rök fyrir því að fornmálið hafi líka haft aukafallsfrumlög ef t.d. setningarleg staða rökliða hefur lítið breyst frá fornu máli til nútímans. tunga_22.indb 41 22.06.2020 14:03:50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.