Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 53
Einar Sigurðsson og Heimir Viðarsson: Um líka í fornu máli 41
geð eru samhverfar sagnir og að líka og leiðast eru ósamhverfar sagnir
(sjá t.d. Helga Bernódusson 1982, Jóhönnu Barðdal 1999, 2001, Þórhall
Eyþórsson og Jóhönnu Barðdal 2005 og Heimi Frey Viðarsson 2009;
sjá einnig Jóhannes Gísla Jónsson 2018 um orðaröð sem frumlagspróf
í sögulegu tilliti).4
(5) a. Hentar þér(þgf.) þetta(nf.) / þetta(nf.) þér(þgf.)?
b. Hvernig fellur þér(þgf.) þetta(nf.) / þetta(nf.) þér(þgf.) í geð?
(6) a. Líkar þér(þgf.) þetta(nf.) / *þetta(nf.) þér(þgf.)?
b. Leiðist þér(þgf.) þetta(nf.) / *þetta(nf.) þér(þgf.)?
Sú staðreynd að umröðun sagnar og frumlags er möguleg með henta
og falla í geð í nútímamáli (sbr. (5a,b)) bendir til þess að feitletruðu
liðirnir séu frumlög (þ.e. annaðhvort þágufalls eða nefnifallsliðurinn
og sagnirnar því skiptisagnir), enda leiðir umröðun sagnar og andlags
til ótækrar setningar. Í (6) sést einmitt að samsvarandi umröðun á
sögn og nefnifallslið er ekki möguleg með líka og leiðast og þetta er
hægt að hafa sem röksemd fyrir því að líka og leiðast séu ósamhverfar
sagnir (sbr. ítarlega umræðu í ritum sem vitnað var til hér á undan).
Mikil umræða hefur verið á undanförnum áratugum um það
hvort aukafallsfrumlög hafi verið til í fornu máli og sterk rök hafa
raun ar verið færð fyrir því að svo hafi verið (sjá einkum Eirík Rögn
valds son 1996, Þórhall Eyþórsson og Jóhönnu Barðdal 2005, Heimi
Frey Viðarsson 2009 og Jóhannes Gísla Jónsson 2018 og tilv. í þessum
ritum). Hér er fallist á þær röksemdir en ekki er ástæða til þess að fara
ítarlega yfir þau rök sem tínd hafa verið til.5 Við teljum sem sagt að
færð hafi verið sannfærandi rök fyrir því að sagnir á borð við líka hafi
tekið þágufallsfrumlag í fornu máli. Í þessari grein rökstyðjum við
hins vegar að sögnin líka, sem er ósamhverf í nútímamáli, hafi verið
samhverf (skiptisögn) í fornu máli. Það eitt og sér er ekki ný hug
4 Jóhanna Barðdal (2001:54–55) hefur með margvíslegum frumlagsprófum greint
26 einfaldar sagnir, auk 85 sagnasambanda (flest með vera eða verða), sem skipti
sagnir í nútímaíslensku.
5 Rannsókn Eiríks Rögnvaldssonar (1996) bendir eindregið til að setningarleg staða
aukafallsnafnliða sem teljast til frumlaga í nútímamáli hafi ekki breyst að ráði frá
fornmáli (sjá einnig Anton Karl Ingason, Einar Frey Sigurðsson og Wallenberg
2011). Það getur auðvitað farið eftir skilgreiningu hverju sinni hvaða skilyrði
þurfi að uppfylla til að geta talist frumlag en ef við föllumst á að nútímaíslenska
hafi aukafallsfrumlög má færa sterk rök fyrir því að fornmálið hafi líka haft
aukafallsfrumlög ef t.d. setningarleg staða rökliða hefur lítið breyst frá fornu máli
til nútímans.
tunga_22.indb 41 22.06.2020 14:03:50