Orð og tunga - 2020, Page 56
44 Orð og tunga
fleir tölu sam ræmi við nefnifallsliðinn. Á næsta stigi, sjá (10), er fall
mörk un in á liðnum ‘konungurinn’ horfin en enn er ‘perur’ frumlagið
vegna þess að sögnin sýnir eftir sem áður fleirtölusamræmi (sjá gagn
rýna umfjöllun hjá Allen 1986:396–397 um þetta meinta millistig).
Á þriðja stiginu, sjá (11), greinir enska ekki að eintölu og fleirtölu í
þátíð sagna og því sést ekki hvort sögnin samræmist fyrri eða síðari
liðnum. ‘Konungurinn’ í (11a) telst hins vegar frumlagið hér vegna
þess að það er hægt að setja persónufornafn í nefnifalli í staðinn fyrir
liðinn, eins og sýnt er í (11b). Einnig sést þetta á því, eins og Jespersen
bendir á, að sé nútíð notuð samræmist sögnin fyrri liðnum í tölu,
‘konungurinn/hann’, en ekki þeim síðari, ‘perur’: the king(et.) likes(et.)
pears(ft.) en ekki *the king(et.) like(ft.) pears(ft.).
Jespersen gerir ráð fyrir endurtúlkun á setningafræðilegu hlut
verki skynjandans (þ.e. andlag → frumlag) og telur skýringarinnar
vera að leita í hvarfi fallmörkunar á nafnliðum í ensku. Ýmsir hafa
þó bent á að tímasetningin styðji þá skýringu alls ekki, sagnirnar
séu notaðar í sínum eldri hlutverkum löngu eftir að fallmörkun á
nafnorðum er horfin (sjá t.d. Allen 1986, 1995, van Gelderen 2018).
Allen (1986) heldur þess í stað fram að breytingin á like felist í því að
nýr flokkunarrami (e. subcategorization frame) hafi bæst við. Fyrst hafi
sögnin eingöngu tengt skynjandann (sbr. ‘konungurinn’ í (9)–(11))
við andlag og þemað (sbr. ‘perur’ í dæmum Jespersens) við frumlag
en nýi ramminn hafi tengt skynjandann við frumlagið og þemað við
andlagið. Þannig hafi um skeið verið tveir flokkunarrammar fyrir
sögnina ‘líka’ í ensku. Ef Allen hefur rétt fyrir sér mætti segja að um
tíma hafi ‘líka’ verið skiptisögn í ensku.
Við þetta má svo bæta að samkvæmt van Gelderen (2018:147) tók
sögnin like (fe. lician) skynjanda sem var andlag á elsta skeiði en frá
um 1200 tekur skynjandinn að birtast sem frumlag. Breytingatíminn
er þó langur, því andlagsskynjendur með like finnast til um 1800. Van
Gelderen (2018) telur ástæður þessara breytinga með like og fleiri
skynjandasögnum vera að finna í brottfalli orsakarmorfems; sagnir
(eða réttara sagt sagnliðir) með skynjandaandlagi á eldra skeiði hafi
falið í sér náttúrulegan endapunkt (þær hafi verið það sem á ensku
kallast telic) en þegar breyting hafi átt sér stað þannig að skynjandinn
hafi orðið að frumlagi hafi merkingin breyst þannig að sagnliðurinn
tákni ástand (sem felur ekki í sér náttúrulegan endapunkt). Bætt sé
upp fyrir þetta brottfall með því að skjóta inn sögninni do, make eða
put, eða með notkun aðskeyta á borð við ify, ate, en og en til þess
að styrkja (fyrri) orsakarmerkingu (íslensk samsvörun við þetta gæti
tunga_22.indb 44 22.06.2020 14:03:51