Orð og tunga - 2020, Page 63
Einar Sigurðsson og Heimir Viðarsson: Um líka í fornu máli 51
(23) a. Ég vonast til að FOR(nf.) hitta þig.
b. *Ég vonast til að ég hitta FOR(þf.).
c. *Ég vonast til að FOR(nf.) hitta FOR(þf.).
d. *Ég vonast til að ég hitta þig.
Stýrinafnhættir eins og í (23) eru traust frumlagspróf vegna þess að
liðurinn sem látinn er ósagður (þ.e. FOR) verður að vera frumlag. Eina
dæmið hér að ofan sem er tækt er (23a) þar sem eingöngu frumlagið
er látið ósagt. Í (23b) er andlagið látið ósagt, í (23c) bæði frumlagið og
andlagið og í (23d) er hvorugur rökliðurinn látinn ósagður — allt er
þetta ótækt.
Stýrinafnhættir þar sem FOR samsvarar þágufallsfrumlagi eru
tækir í nútímamáli, sbr. dæmið í (24a) með þgf-nfsögninni leiðast. Þeir
eru sjaldgæfir í fornu máli en þó bendir Eiríkur Rögnvaldsson (1996)
á dæmi eins og í (24b):10
(24) a. Ég vonast til að FOR(þgf.) leiðast ekki bókin(nf.).
b. Þorgils(nf.) kvaz FOR(þgf.) leiðaz þarvistin(nf.)
(Flóam 44.14)
(sbr. Eirík Rögnvaldsson 1996:60, Þórhall Eyþórsson
og Jóhönnu Barðdal 2005:835)
Ef við föllumst á að í (24b) sé um stýrinafnhátt að ræða, þar sem frum
lag móðursetningar stýrir frumlagseyðu nafnháttarsetningarinnar,
teljast þetta traust rök fyrir tilvist aukafallsfrumlaga í fornu máli (sjá
um ræðu um þetta hjá Eiríki Rögnvaldssyni 1996:61).
Hlíf Árnadóttir og Einar Freyr Sigurðsson (2013:124, nmgr. 24) sýna
aftur á móti athyglisvert dæmi í grein sinni um breytingar á fallmynstri
þgf-nfsagna í nútímamáli sem þau nota til að sýna að rökliðagerð
sagnarinnar líka hafi verið önnur í fornmáli en þar samsvarar FOR
nefnifallsfrumlagi. Dæmið er úr Norsku hómilíubókinni, sbr. (25) hér
fyrir neðan, en hliðstæðan texta er ekki að finna í Íslenskri hómilíubók:
(25) ef hann girnisc at FOR(nf.) líca guði þæim(þgf.) er ...
(NoHóm 24.11 [no. hdr., ca 1200–1225])
10 Annað atriði sem flækir myndina er að fornmálstextar sem nýttir hafa verið til
málrannsókna eru ekki allir varðveittir í handritum frá því á forníslenskum tíma.
Faarlund (2001) gerir þannig ráð fyrir því að aukafallsfrumlög séu tiltölulega ungt
fyrirbæri í íslensku. Traust dæmi um stýrinafnhátt með slíkum liðum er þó að
finna í handritum a.m.k. frá síðforníslenskum tíma. Dæmið í (24b) er varðveitt í
handritinu AM 445 b 4to frá um 1390–1425.
tunga_22.indb 51 22.06.2020 14:03:51