Orð og tunga - 2020, Page 68
56 Orð og tunga
þannig ekki eingöngu dæmi um líka með nefnifallsfrumlagi heldur
einnig ýmis dæmi þar sem halda mætti því fram að þágufallsliðurinn
væri frumlagið. Þó verður vitneskja okkar um mál einstakra málhafa
á eldri málstigum alltaf mjög takmörkuð og það getur vel verið að í
máli sumra hafi líka eingöngu getað tekið með sér þágufallsfrumlag
(eða eingöngu nefnifallsfrumlag).
4 Merking og setningafræðileg greining
Í umfjöllun um þróun sagnarinnar like í ensku kemur fram að á elsta
skeiði feli merkingin í sér orsakarmerkingu, þ.e. merkingin er nær
sögn inni please. Í forníslensku (og fornnorsku) má einmitt einnig sjá
þessa sömu orsakarmerkingu. Helgi Bernódusson (1982) bendir þann
ig á fyrir dæmi (20) hér að ofan, endurtekið sem (29) hér að neðan, að
merk ing líka virðist vera ‘þóknast’. Það er ekki merkingin sem við
leggj um í sögnina í nútímamáli.
(29) En maþr eN má a engalund líca guþe nema fyr trv
(ÍslHóm 98r13–14)
Ef við lítum nánar á textasamhengi (29) er hér verið að staðhæfa að
einungis sé mögulegt að „líka guði“ ef hið sýnilega og hið ósýnilega
fylgist að, þ.e. góð verk og trú, góðverkin ein dugi ekki til. Haldist
þetta ekki í hendur sé ómögulegt að „líka guði“, sem er þar endurtekið
(sbr. tilv. rit, s.s., 15. lína). Þarna er því um einhvers konar viljandi
verknað eða val að ræða þar sem nærtækast væri að túlka merkingu
líka sem ‘þóknast’. Það er því mögulegt að merkingarhlutverk nefni
falls liðarins hafi breyst frá fornu máli, a.m.k. þannig að hann hafi
stundum táknað vald (e. causer) eða geranda í eldra máli. Í nútímamáli
er eðlilegast að gera ráð fyrir að hann hafi merkingarhlutverkið þema;
í fornu máli getum við gert ráð fyrir sama merkingarhlutverki þegar
nefnifallsliðurinn er í stöðu andlags en í stöðu frumlags virðast valdur
eða gerandi sem sagt einnig koma til greina, þ.e. þegar við segjum að
merking sagnarinnar sé ‘þóknast’ eða ‘gera til geðs’.
Ýmsar spurningar vakna þegar hugað er að þeim merkingarmun
sem er á nútímamáli og fornmáli. Kemur þessi munur fram vegna
þess að merking sagnarinnar sem slíkrar var önnur? Eða má leiða
merk ing ar auka fornmálsins út frá setningagerðinni? Einnig má
spyrja hvort stýrisagnir (girnast o.s.frv.) dragi þessa merkingu fram í
eldra máli (svipað og þegar notkun vera að þröngvar fram framvindu
tunga_22.indb 56 22.06.2020 14:03:51