Orð og tunga - 2020, Side 72
60 Orð og tunga
(32a), geti fangað merkingu líka í fornu máli, einkum þegar þágu falls
lið ur inn er ótvírætt andlag sagnarinnar. Að minnsta kosti í sumum
dæm anna í (25)–(29) gæti líka verið nær því að merkja ‘falla í kramið
(hjá em), vera vel liðinn (af em), vera viðkunnanlegur (í augum es)’
frekar en ‘þóknast (em), gera (em) til geðs’. Sé svo leiðir það hugsan
lega af því að rótin √líka tengist beint nefnifallsliðnum. Við getum
hugs að þetta á eftirfarandi hátt fyrir tilbúnu setninguna María hafði
alltaf líkað flestum (sem er auðvitað ótæk í nútímamáli) þar sem María
er nefni falls frumlag og flestum þágufallsandlag: Kjarninn í merkingu
√líka skul um við segja að sé ‘geðfelldni’. Ef rótin √líka tengist beint
nefni fallinu (þem anu) María hefur það í för með sér að rótin kveði
nánar á um eigin leika Maríu, að hún sé geðfelld eða viðkunnanleg.
Þegar þágu falls liðurinn er tekinn með í reikninginn fæst merking
sem er í ætt við ‘María er geðfelld að flestra mati’ (eða t.d. ‘María er
vel liðin af flestum’). Hér er þá María og hennar geðfelldni í forgrunni
frekar en líðan eða tilfinningar flestra.19 Ef sögnin sameinast hins
vegar rótinni fyrst, eins og í (32b), getur hún ekki kveðið nánar á
um merkingu þemans heldur verður útkoman sú að hún kveði á um
skynjun þágu fallsliðarins.
Þegar merking líka er hins vegar ‘þóknast, gera til geðs’ liggur ekki
eins beint við að leiða út merkinguna með formgerðinni í (32a) (og
ekki heldur í (32b)) því að hér virðist til viðbótar vera orsakarmerking
eða jafnvel gerandamerking. Og jafnvel þótt við gætum nýtt okkur
setningagerðina í (32a) til að gera grein fyrir sumum dæmanna um
það þegar líka tekur með sér nefnifallsfrumlag og þágufallsandlag, þá
er ekki víst að sama formgerð nái svo vel utan um þá merkingu sem
fæst þegar þágufallið er frumlagið enda höfum við ekki séð dæmi um
að merkingin sé önnur í fornu máli þegar svo er. Viljum við halda í
setningagerðirnar í (32) gætum við hugsanlega gert ráð fyrir form
gerðinni í (32a) þegar nefnifallsliðurinn færist í frumlagssætið en (32b)
þegar þágufallsliðurinn er frumlagið. Þar með segðum við að líka hafi
ekki verið samhverf sögn í sama skilningi og t.d. nægja í nútímamáli.
Breytingin frá fornu máli til nútímamáls væri þá að setningagerðin í
19 Það að eitthvað sé í forgrunni er ekki síður viðfangsefni aðstæðufræði eða mál
notkunarfræði (e. pragmatics). Þótt við förum ekki nánar út í þá sálma hér er vert
að benda á að nokkuð svipaðar hugmyndir koma fram hjá Jóhönnu Barðdal
(2001:65) sem leitar skýringa utan setningafræðinnar: „When uttering a sentence
with the Dative argument first the speaker is making a proposition about the
human participant while uttering a sentence with the Nominative argument first a
proposition is being made about the stimulus. It is therefore extra sentential factors
that are crucial and decide upon the grammatical functions of the arguments.“
tunga_22.indb 60 22.06.2020 14:03:51