Orð og tunga - 2020, Page 73
Einar Sigurðsson og Heimir Viðarsson: Um líka í fornu máli 61
(32a) væri útilokuð en líka hefði enn setningagerðina í (32b).20 Þetta
þarfnast frekari rannsókna.
Að lokum má benda á að sumar aðrar hugmyndir sem hafa verið
settar fram um setningagerð þgf-nfsagna gætu mögulega betur fang
að orsakarmerkinguna sem rætt var um hér að ofan. Platzack (1999)
hefur t.a.m. sett fram þá hugmynd að ósamhverfar sagnir hafi þá
innbyrðis afstöðu sem sýnd er í (32b) en að hjá samhverfum sögnum
sé nefnifallið ofar í formgerðinni. Með slíkri greiningu á líka, þegar
sögnin tekur með sér frumlag í nefnifalli, mætti hugsanlega ná utan
um umrædda orsakarmerkingu; rökliðir sem eru gerendur eða valdar
eru t.a.m. alltaf grunnmyndaðir mjög ofarlega í sagnliðnum (ofar en
t.d. skynjendur) og ef við segðum að orsakarmerkingin með líka í fornu
máli fælist í því að þar hefði nefnifallsliðurinn merkingarhlutverkið
vald gætum við sagt að hann væri grunnmyndaður ofarlega í sagn
liðnum (eins og Platzack 1999 heldur fram). Væri þessi leið farin
við greiningu á líka með nefnifallsfrumlagi væri eðlilegt að líta til
ýmissa fleiri (og annars konar) dæma þar sem merking virðist hafa
verið önnur í fornu máli (eða hafi a.m.k. getað verið það). Eiríkur
Rögnvaldsson (1996) ræðir um sögnina dreyma í þessu sambandi, sbr.
dæmin í (33).
(33) a. Þá dreymdi mig hin sama kona og fyrr
(Laxdæla saga)
b. Sá maður dreymir mig jafnan
(Hallfreðar saga vandræðaskálds)
(tilv. eftir Eiríki Rögnvaldssyni 1996:64)
Eins og Eiríkur Rögnvaldsson (1996:64–65) bendir á er sá liður sem
teldist sem þema í nútímamáli með sögninni dreyma í nefnifalli í (33)
en ekki í þolfalli eins og í nútímamáli. Hann bætir því við að hugsan
20 Ef svo hefði verið mætti spyrja hvort e.t.v. væri um tvær sagnir að ræða, sem við
getum kallað líka1 og líka2, sem hefðu sams konar form og beygingu en formgerð
þeirra væri mismunandi. Þeirri spurningu er ekki auðvelt að svara í stuttu máli.
Það er þó lykilatriði að við lítum svo á að um sömu rótina væri að ræða, √líka,
og því væri þetta ein og sama sögnin í ákveðnum skilningi sem hefði stundum
formgerðina í (32a) og stundum formgerðina í (32b). Aftur á móti væri hægt að
segja að formgerðin réði því hversu margar sagnir mætti búa til með rótinni √líka;
ef hægt væri að mynda fleiri en eina formgerð með rótinni √líka væru þar með
komnar fleiri en ein sögn. Það er því að nokkru leyti skilgreiningaratriði hvort ein
og sama rótin geti tekið þátt í að mynda fleiri en eina sögn. Svipaðar hugleiðingar
má lesa hjá Margréti Jónsdóttur (2005).
tunga_22.indb 61 22.06.2020 14:03:51