Orð og tunga - 2020, Page 74

Orð og tunga - 2020, Page 74
62 Orð og tunga lega væri rétt að greina þennan lið sem „einhvers konar“ geranda í þessum dæmum (bls. 65) en það minnir einmitt á þann merkingarlega mun sem rætt var um í 4. kafla hér á undan. Frekari rannsókna væri þá þörf á því hvort greina mætti líka með nefnifallsfrumlagi annars vegar og dreyma með nefnifalli hins vegar á hliðstæðan hátt. 5 Lokaorð Í fyrri umfjöllun um sögnina líka í íslensku, og jafnvel hliðstæður hennar í skyldum tungumálum, hefur því verið haldið fram að líka sé ólík samsvarandi sögn í íslensku nútímamáli og hafi haft ein­ kenni samhverfra sagna (skiptisagna). Vísbendingar um slíkt hafa til þessa hins vegar ekki verið nægjanlega traustar því að þær hafa einvörðungu byggst á ólíkri orðaröð en búast mætti við út frá nú tíma­ máli. Þar sem orðaröð í forníslensku var mun frjálsari en síðar varð er því æskilegt að finna viðbótarrök þessari greiningu til stuðnings. Við höfum stungið upp á því að nota dæmi þar sem líka stendur í formgerð með stýrinafnhætti sem slíka viðbótarröksemd enda hafa þess háttar formgerðir verið nýttar í fyrri rannsóknum til þess að sýna með traustum hætti fram á frumlagseðli nafnliða. Gögnin sem tínd hafa verið til hér að ofan benda til þess að líka hafi getað haft formgerð samhverfra sagna að fornu (þágufallsliðurinn gat verið andlag), sem rímar við hliðstæða sögn sögulega í öðrum skyld­ um málum. Í ensku er stundum talið að sögnin like/lician hafi ekki verið samhverf heldur á eldra skeiði alltaf staðið með skynjanda sem er andlag; síðar verði svo endurtúlkun á skynjandanum sem frumlagi. Það er áhugaverð staðreynd að íslenska skuli hafa þróast á svipaða leið og enska þar sem líka, eins og like/lician, hætti að vera samhverf sögn. Í ensku samhengi er í hefðbundnum skrifum bent á möguleg áhrif frá breytingum innan fallakerfisins en það er skýring sem dugir engan veginn til þess að gera grein fyrir þróuninni í íslensku. Við höfum stungið upp á því að beita greiningu Woods og Hall­ dórs Ármanns Sigurðssonar (2014) til þess að gera grein fyrir breyti­ leikanum á setningafræðilegan hátt, enda þótt hún hafi verið sniðin að nútímamáli. Það er hins vegar ekki augljóst á þessari stundu hvernig hægt er að ná formlega utan um mögulegan blæbrigðamun eða jafn­ vel ólíka merkingu sagnarinnar líka að fornu þar sem þágufallsliður­ inn er andlag og því ljóst að frekari rannsókna er þörf. tunga_22.indb 62 22.06.2020 14:03:51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.