Orð og tunga - 2020, Page 81
Orð og tunga 22 (2020), 69–96, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.22.5
© höfundur cc by-nc-sa 4.0.
Matteo Tarsi
Samspil tökuorða og innlendra
orða í samheitapörum í Þriðju
málfræðiritgerðinni
1 Inngangur
Í greininni1 er fjallað um tökuorð og innlend orð sem birtast í samheita
pörum í Þriðju málfræðiritgerðinni (= ÞMR, frá u.þ.b. 1250). Ritgerðin
er ein af fjórum forníslenskum málfræðiritum (yfirlit hjá Magnúsi
Snædal 1993) og er höfundur hennar Ólafur Þórðarson hvítaskáld
(u.þ.b. 1210–1259), bróðursonur Snorra Sturlusonar. Greinin er sýnis
horn af stærri rannsókn á samlífi og samspili innlendra orða og töku
orða í íslenskum ritheimildum fram til siða skipta árið 1550 (Tarsi
væntanl.).2 Þar er fengist við eftirfarandi megin rann sóknar spurn ingu:
Hver var þróun íslensks orðaforða í aðdraganda hrein tungu stefn unn
ar? Höfuðrannsóknin beinist m.ö.o. að íslenskum orða forða og hefur
1 Ég vil þakka þeim sem hafa veitt mér stuðning og hafa ekki síst verið mér ráðholl
við ritun þessarar greinar: Ara Páli Kristinssyni, Helgu Hilmisdóttur (Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Jóni Axel Harðarsyni og Margréti
Jónsdóttur (Háskóli Íslands). Síðast en ekki síst þakka ég Mikael Males (Univer
sitetet i Oslo) sem benti mér á meistararitgerð Victors Frans, sem ræddi við mig
um efni ritgerðar sinnar og sendi mér hana strax eftir vörn svo að ég gæti nýtt
mér hana í rannsókn minni. Rannsóknin fékk tveggja ára styrk frá Háskólasjóði
Eimskipafélags Íslands á árunum 2018–2020.
2 Sambýli tökuorða og innlendra samheita þeirra hefur áður verið rannsakað en þó
einungis hvað nútímamálið varðar, sjá m.a. Guðrúnu Kvaran (2003:33–36), Ara
Pál Kristinsson (2004:57–58), Ara Pál Kristinsson og Amanda HilmarssonDunn
(2015) og Tinnu Frímann Jökulsdóttur o.fl. (2019).
tunga_22.indb 69 22.06.2020 14:03:52