Orð og tunga - 2020, Page 84

Orð og tunga - 2020, Page 84
72 Orð og tunga 2009:142–143). Nauðsynjatökuorð eru orð tekin inn í málið vegna skorts á orðum yfir ákveðið fyrirbæri eða ákveðinn hlut. Sem dæmi má nefna grunnorðin í kristni biskup, kirkja og prestur. Nauðsynin sem verið er að vísa til í heitinu nauðsynjatökuorð vísar til þess að verið sé að bæta úr skorti á heiti yfir ákveðna nýjung með tökuorði frekar en nýyrði. Orð telst til virðingartökuorða ef það gengur inn í orðaforðann eftir að innlent orð (eða tökuorð eða hvort tveggja) hefur skotið rótum í málinu. Sem dæmi má nefna margvísleg orð af miðlágþýskum upp­ runa sem áttu þegar samheiti í íslensku þegar þau birtust fyrst í rituðu máli, t.d. bítala, forbetra, forstanda, undirstanda (sjá nánar um þessi orð hjá Veturliða Óskarssyni 2003, og einkum Veturliða Óskarssyni 2015 um orð með forskeytinu bí­). Vert er svo að minna á að virðingin sem borin er fyrir ákveðnu erlendu máli í málsamfélagi getur leitt til þess að bæði nauðsynja­ og virðingartökuorð verði tekin inn í heimatunguna. Því hærri sem staða erlends tungumáls í málsamfélaginu er, því meiri líkur eru á því að bæði nauðsynja­ og virðingartökuorð verði tekin inn í málið. Með öðrum orðum eykur há virðingarstaða líkurnar á að viðkomandi tunga sé valin sem veititunga. Innlend orð eru heiti sem smíðuð eru af innlendum orðstofnum. Þau geta verið ferns konar: tökuþýðingar, innlend nýgerð orð, erfðaorð og tökumerkingar.5 Tökuþýðingar (e. structural calque) og innlend nýgerð orð (e. neoformation) eru lík að gerð, þ.e. þau eru ýmist afleidd eða samsett orð, en munurinn er sá að tökuþýðingar sýna greinileg erlend áhrif í formgerðinni, þær eru sem sagt þýðingar á erlendum heitum, jafnvel lið fyrir lið (t.d. meðalorpning < lat. interjectio). Innlend nýgerð orð ganga ekki út frá formgerð erlenda orðsins, sama hvort það hafi gegnt einhverju hlutverki við myndun innlenda orðsins eða ekki (t.d. félagi, án fyrirmyndar; spámaðr, væntanlega með lat. propheta að merkingarlegri fyrirmynd). Erfðaorð (e. inherited word) og tökumerkingar (e. semantic calque) eru einnig lík að gerð. Erfðaorð eru kölluð hér þau orð sem hafa að öllum líkindum verið til síðan á 5 Orðaval þetta er að mestu leyti sótt til Halldórs Halldórssonar í greininni Nýgerving­ um í fornmáli (1964:110–111), þó með breytingum. Þar sem Halldór flokkar undir heit inu nýgerð orð öll þau orð sem eru nýsmíðuð í málinu, þ.e. bæði tökuþýðingar og nýyrði sem hafa ekki orðið til vegna erlendra áhrifa, er hér nauðsynlegt að halda þessum tveimur gerðum orða aðskildum. Þar af leiðandi hef ég kosið að halda hefðbundnu nafni fyrri nýyrðategundar en kalla þá síðari innlend nýgerð orð, og er hér með lo. innlendur ekki einungis átt við hina ytri formgerð, heldur einnig um það að orðasmíðin virðist ekki hafa orðið fyrir erlendum áhrifum, ef ekki einungis hugmyndalegum. tunga_22.indb 72 22.06.2020 14:03:52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.