Orð og tunga - 2020, Blaðsíða 84
72 Orð og tunga
2009:142–143). Nauðsynjatökuorð eru orð tekin inn í málið vegna
skorts á orðum yfir ákveðið fyrirbæri eða ákveðinn hlut. Sem dæmi
má nefna grunnorðin í kristni biskup, kirkja og prestur. Nauðsynin
sem verið er að vísa til í heitinu nauðsynjatökuorð vísar til þess að
verið sé að bæta úr skorti á heiti yfir ákveðna nýjung með tökuorði
frekar en nýyrði.
Orð telst til virðingartökuorða ef það gengur inn í orðaforðann
eftir að innlent orð (eða tökuorð eða hvort tveggja) hefur skotið rótum
í málinu. Sem dæmi má nefna margvísleg orð af miðlágþýskum upp
runa sem áttu þegar samheiti í íslensku þegar þau birtust fyrst í rituðu
máli, t.d. bítala, forbetra, forstanda, undirstanda (sjá nánar um þessi orð
hjá Veturliða Óskarssyni 2003, og einkum Veturliða Óskarssyni 2015
um orð með forskeytinu bí). Vert er svo að minna á að virðingin sem
borin er fyrir ákveðnu erlendu máli í málsamfélagi getur leitt til þess að
bæði nauðsynja og virðingartökuorð verði tekin inn í heimatunguna.
Því hærri sem staða erlends tungumáls í málsamfélaginu er, því meiri
líkur eru á því að bæði nauðsynja og virðingartökuorð verði tekin
inn í málið. Með öðrum orðum eykur há virðingarstaða líkurnar á að
viðkomandi tunga sé valin sem veititunga.
Innlend orð eru heiti sem smíðuð eru af innlendum orðstofnum.
Þau geta verið ferns konar: tökuþýðingar, innlend nýgerð orð, erfðaorð
og tökumerkingar.5 Tökuþýðingar (e. structural calque) og innlend
nýgerð orð (e. neoformation) eru lík að gerð, þ.e. þau eru ýmist afleidd
eða samsett orð, en munurinn er sá að tökuþýðingar sýna greinileg
erlend áhrif í formgerðinni, þær eru sem sagt þýðingar á erlendum
heitum, jafnvel lið fyrir lið (t.d. meðalorpning < lat. interjectio). Innlend
nýgerð orð ganga ekki út frá formgerð erlenda orðsins, sama hvort
það hafi gegnt einhverju hlutverki við myndun innlenda orðsins
eða ekki (t.d. félagi, án fyrirmyndar; spámaðr, væntanlega með lat.
propheta að merkingarlegri fyrirmynd). Erfðaorð (e. inherited word) og
tökumerkingar (e. semantic calque) eru einnig lík að gerð. Erfðaorð
eru kölluð hér þau orð sem hafa að öllum líkindum verið til síðan á
5 Orðaval þetta er að mestu leyti sótt til Halldórs Halldórssonar í greininni Nýgerving
um í fornmáli (1964:110–111), þó með breytingum. Þar sem Halldór flokkar undir
heit inu nýgerð orð öll þau orð sem eru nýsmíðuð í málinu, þ.e. bæði tökuþýðingar
og nýyrði sem hafa ekki orðið til vegna erlendra áhrifa, er hér nauðsynlegt að
halda þessum tveimur gerðum orða aðskildum. Þar af leiðandi hef ég kosið að
halda hefðbundnu nafni fyrri nýyrðategundar en kalla þá síðari innlend nýgerð
orð, og er hér með lo. innlendur ekki einungis átt við hina ytri formgerð, heldur
einnig um það að orðasmíðin virðist ekki hafa orðið fyrir erlendum áhrifum, ef
ekki einungis hugmyndalegum.
tunga_22.indb 72 22.06.2020 14:03:52