Orð og tunga - 2020, Qupperneq 96
84 Orð og tunga
ber að túlka sem nauðsynjatökuorð eins og önnur heiti yfir stílfígúrur
í ÞMR.
fígúra – mynd/vǫxtr : Físl. fígúra (Algor u.þ.b. 1250 > AM 544 4to 1302–
1310, Eiríkur Jónsson og Finnur Jónsson 1892–1896) er tökuorð úr lat.
figura ‘mynd, lögun, skapnaður, tölustafur’ (IeW, AeW, ÍOb, u.o.; sjá
enn fremur Lex.Lat.GT, u.o.).
Físl. mynd (HómÍsl(1993) u.þ.b. 1200 > Stock. perg. 15 4to u.þ.b.
1200, de Leeuw van Weenen 1993) er erfðaorð. Samstofna orð í
germönskum málum eru t.d. got. gamunds og fe. gemynd ‘minni’. Físl.
vǫxtr (Eluc674(1989) seinni hluta 12. aldar > AM 674 a 4to 1150–1200,
Scherabon Firchow og Grimstad 1989) er leitt af so. vaxa.
Innlendu orðin hafa að öllum líkindum verið fyrst notuð í almennri
merkingu. Samt sem áður var málfræðileg merking þessara orða
fengin úr latínu og því var vitneskja um latneska heitið nauðsynleg
forsenda þess að nota innlendu orðin í málfræðilegum skilningi.
Tökuorðið ber því að túlka sem nauðsynjatökuorð en innlendu orðin
eru tökumerkingar lat. figura.
lexis – rǿða : Fgr. λέξις ‘ræða’, (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i
b 4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er verknaðarnafn af so. λέγω
‘segja’, en sambandi físl. no. rǿða (Eg162θ(2001) 1220–1230 > AM 162 a
θ fol. u.þ.b. 1250, Bjarni Einarsson 2001) og so. rǿða er eins háttað.
Innlenda orðið, sem er erfðaorð (sbr. got. raþjo ‘tala, frásögn, skýring’,
fsax. rethia ‘frásögn’, fhþ. reda ‘ræða, frásögn’ og líka so. got. rodjan,
ffrís. rēda ‘tala, ræða’), er notað sem þýðing á erlenda heitinu og ber
því að túlka þetta síðara sem augnablikstökuorð. Ólafur útskýrir
gríska orðasambandið σχῆμα λέξεως ‘form ræðunnar’ með því að
þýða það, eins og gert var fyrir lat. solœcismus (sjá einnig neðar, u.
schema – skrúð).
nótera – merkja : Físl. nótera (Gramm3748 u.þ.b. 1250 > AM 748 i b
4to 1300–1325, Björn M. Ólsen 1884) er talið vera fengið úr lat. notare
‘merkja, þýða’ í íslenskum orðsifjabókum (IeW, u. nótera, nótéra;
AeW, u. notéra; ÍOb, u. nótera). Í IeW segir Alexander Jóhannesson að
viðskeytið era sé „eftir þýskri fyrirmynd“ (mín þýðing). Sagnorð
sem enda á era eru yfirleitt talin fengin úr miðlágþýsku vegna áhrifa
frá Hansasambandinu (sjá Veturliða Óskarsson 2002 og 2003). Þar
af leiðandi bæri að túlka físl. nótera frekar þannig að það sé úr mlþ.
notēren (< lat.).
Físl. merkja (Eyv Hál 10th c. > AM 45 fol. 1300–1325, LP) er formlega
tunga_22.indb 84 22.06.2020 14:03:52