Orð og tunga - 2020, Page 102

Orð og tunga - 2020, Page 102
90 Orð og tunga Af þessum samanburði sést að samheitin birtast í skýringarinnskotum í langflestum tilvikum þegar um íðorðaforða er að ræða. Má þá draga þá ályktun að birting samheitapara í ÞMR sé tengd tilgangi höfundar með ritgerðinni, eða m.ö.o. að þetta fyrirbæri beri að setja í bein tengsl við eðli ÞMR sem málfræðiritgerðar. Hún fylgir fyrirmyndum sínum svo náið að vel má segja að hún sé tilraun til að heimfæra kenningar latnesku málfræðinganna Priscianusar og Donatusar upp á íslensku. Í orðaforðanum felst þessi tilraun fyrst og fremst í að sýna fram á það að íslenska hafi einnig að geyma íðorð sem samsvara grísk­latnesku hugtökunum. Þetta gerir höfundurinn einkum með því að nota orð sem þá þegar voru til í málinu og einkum í sambandi við málskrúðs­ og skáldskaparfræðileg fyrirbæri. Útkoma þessarar vinnuaðferðar er þó langt frá því að vera fullkomin, en Ólafur notar íslensk heiti yfir hugtök sem hafa lítið sameiginlegt með þeim fyrirbærum sem hann er að lýsa, eins og þegar hann þýðir orðið aðalhending með lat. paronomasia. Þessi vinnuaðferð skín víða í gegn í ÞMR og má geta þess að Ólafur er sannfærður um að íslenska hafi þrenns konar hljóðs greinar, þ.e. áherslutegundir (hvassa, þunga og umbeygilega hljóðs grein < lat. acutus, gravis, circumflexus tenor/accentus < fgr. ὀξεῖα, βαρεῖα, περισπωμένη προσῳδία, Lex.Lat.GT u.o.), en hann hefur þessa greiningu eftir Priscianusi, og er hún jafn óviðeigandi í latínu eins og hún er í íslensku þar sem hún átti heima í forngrísku.7 Að lokum skal vikið nokkrum orðum að sambandinu á milli teg­ unda tökuorða (nauðsynja­ og virðingartökuorða) og innlendra orða (tökuþýðinga, innlendra nýgerðra orða, tökumerkinga, erfða orða) með tilliti til ÞMR. Augnablikstökuorðin eru ekki tekin með þar sem þau koma einvörðungu fyrir sem skýringarinnskot. Samheitapar Tegund tökuorðs Tegund innlends orðs anadiplosis – drǫgur nauðsyn innlent nýgert orð apocope – orðkolfr nauðsyn innlent nýgert orð (cœlestis) armonia – (himnesk) hljóðagrein virðing tökuþýðing (með annarri fyrirmynd en tökuorðinu) diphthongus – tvíhljóðr nauðsyn tökuþýðing 7 Það að Ólafur fer nákvæmlega eftir latneskri fyrirmynd sést m.a. í dæmi sem hann tilfærir þegar hann talar um hljóðsgreinarnar þrjár, en hann útskýrir þetta m.a. með að nota beygingarmyndirnar ari, aranna, ara (Björn M. Ólsen 1884:42) þar sem Priscianus notar aræ, ararum, ara, þ.e. nf./þf. flt., ef. flt. og svf. et. af ara ‘fórnar­ staður’. Það liggur í augum uppi að beygingarmyndirnar sem Ólafur notar eru einmitt valdar vegna hljóðlíkingar þeirra við myndirnar sem Priscianus notar. tunga_22.indb 90 22.06.2020 14:03:53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.