Orð og tunga - 2020, Qupperneq 102
90 Orð og tunga
Af þessum samanburði sést að samheitin birtast í skýringarinnskotum
í langflestum tilvikum þegar um íðorðaforða er að ræða. Má þá draga
þá ályktun að birting samheitapara í ÞMR sé tengd tilgangi höfundar
með ritgerðinni, eða m.ö.o. að þetta fyrirbæri beri að setja í bein tengsl
við eðli ÞMR sem málfræðiritgerðar. Hún fylgir fyrirmyndum sínum
svo náið að vel má segja að hún sé tilraun til að heimfæra kenningar
latnesku málfræðinganna Priscianusar og Donatusar upp á íslensku.
Í orðaforðanum felst þessi tilraun fyrst og fremst í að sýna fram á það
að íslenska hafi einnig að geyma íðorð sem samsvara grísklatnesku
hugtökunum. Þetta gerir höfundurinn einkum með því að nota orð
sem þá þegar voru til í málinu og einkum í sambandi við málskrúðs
og skáldskaparfræðileg fyrirbæri. Útkoma þessarar vinnuaðferðar
er þó langt frá því að vera fullkomin, en Ólafur notar íslensk heiti
yfir hugtök sem hafa lítið sameiginlegt með þeim fyrirbærum sem
hann er að lýsa, eins og þegar hann þýðir orðið aðalhending með lat.
paronomasia. Þessi vinnuaðferð skín víða í gegn í ÞMR og má geta
þess að Ólafur er sannfærður um að íslenska hafi þrenns konar
hljóðs greinar, þ.e. áherslutegundir (hvassa, þunga og umbeygilega
hljóðs grein < lat. acutus, gravis, circumflexus tenor/accentus < fgr. ὀξεῖα,
βαρεῖα, περισπωμένη προσῳδία, Lex.Lat.GT u.o.), en hann hefur
þessa greiningu eftir Priscianusi, og er hún jafn óviðeigandi í latínu
eins og hún er í íslensku þar sem hún átti heima í forngrísku.7
Að lokum skal vikið nokkrum orðum að sambandinu á milli teg
unda tökuorða (nauðsynja og virðingartökuorða) og innlendra orða
(tökuþýðinga, innlendra nýgerðra orða, tökumerkinga, erfða orða)
með tilliti til ÞMR. Augnablikstökuorðin eru ekki tekin með þar sem
þau koma einvörðungu fyrir sem skýringarinnskot.
Samheitapar Tegund tökuorðs Tegund innlends orðs
anadiplosis – drǫgur nauðsyn innlent nýgert orð
apocope – orðkolfr nauðsyn innlent nýgert orð
(cœlestis) armonia –
(himnesk) hljóðagrein
virðing tökuþýðing
(með annarri fyrirmynd en
tökuorðinu)
diphthongus – tvíhljóðr nauðsyn tökuþýðing
7 Það að Ólafur fer nákvæmlega eftir latneskri fyrirmynd sést m.a. í dæmi sem hann
tilfærir þegar hann talar um hljóðsgreinarnar þrjár, en hann útskýrir þetta m.a.
með að nota beygingarmyndirnar ari, aranna, ara (Björn M. Ólsen 1884:42) þar
sem Priscianus notar aræ, ararum, ara, þ.e. nf./þf. flt., ef. flt. og svf. et. af ara ‘fórnar
staður’. Það liggur í augum uppi að beygingarmyndirnar sem Ólafur notar eru
einmitt valdar vegna hljóðlíkingar þeirra við myndirnar sem Priscianus notar.
tunga_22.indb 90 22.06.2020 14:03:53