Orð og tunga - 2020, Qupperneq 124
112 Orð og tunga
Óagil. Í lýsingu jarðarinnar er sagt: „Túninu grandar lækur, sem rennur
gegnum völlinn og ber á hann grjót og sand til stórskaða; er og so
bænum hætt fyrir sama læk í leysíngum og vatnagángi á vetur; er so
mikið bragð að þessu, að það hefur við borið, að fólk hefur ei þorað að
vera inni, heldur gengið úr bænum að forða sjer“ (8:422). Nafnmyndin
með Úfa, vfagil, er í fornbréfasafni (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns 1926:VIII.422). Finnur Jónsson segir í Bæjanöfnum á Íslandi
(1907–1915:527), að „Úlfagil“ í Nýrri jarðabók (1861:91) sé hrein af
bök un. Líklegt er að forliðurinn Úlfa sé ekki upphaflegur en það sé
Úfagil hins vegar og hafi síðar breyst í Óagil. Úfagil gæti merkt ‚hið
hryssingslega, óvinsamlega gil‘ e.þ.h. En annar kostur er að Óagil sé
þrátt fyrir allt upphaflegt, þ.e. gil sem ótti stafar af, sbr. orðið óalegur
‘skelfilegur, hræðilegur’. (Íslensk orðabók 2005). Orðið úfur er einnig til
sem örnefni. Þannig segir í örnefnaskrá Ármúla 1 í Kaldalóni, NÍs.:
„Árþrengslin, þar sem Mórilla kemur undan jökli, heita Kverk, og
upp af henni er klettabölti mikill, nýkominn úr jökli, sem heitir Úfur.“
Sömuleiðis er Úfur nafn á litlu blindskeri „í miðjum inngangi Æð
eyjar hafnar“ í Ísafjarðardjúpi (Benedikt Þórðarson 1952:145). Nafnið
Úfur er líklega dregið af líkingu við úf í munni (latína uvula). En þess
má geta að í færeysku nefnist þessi litla tota í munni úlvur (Føroysk
orðabók 1998).
Úlfá. Bær í Saurbæjarhr. í Eyjafirði, nefndur í annálum og í sóknar lýs
ingu sr. Jörgens Kröyers (1972:181). Jónas Hallgrímsson (1989:II.330,
1989:IV.283) kannaði á sínum tíma meint kolalög í Úlfárfjalli, og kall ar
hann rannsóknarstaðinn „stórhættulegt klettagil“ þar sem hann fann
eins konar postulínsjaspis en ekki kol.
Úlfsbær. Bær í Bárðardal, SÞing. Þar er Úlfsgil, sem úr rennur Úlfs
lækur. Norðan við hann er Úlfshóll og er talið að þar sé Úlfur, væntan
lega landnámsmaður, heygður (örnefnaskrá).
Úlfsstaðir. Einir sex bæir í landinu hafa borið þetta nafn: 1) Bær í
Hálsahr., Borg. (Landnámabók, ÍF I:76). Þar er nefndur Úlfr land
náms maður á Úlfsstöðum. 2) Bær í Akrahr., Skag. (Hjalti Pálsson
2007: IV.368 o. áfr. 3) Eyðibýli í Vestradal í Vopnafirði, þar sem nú
eru tættur í landi Vakursstaða. 4) Bær í Loðmundarfirði, NMúl. 5)
Bær í Vallahr., SMúl. 6) Bær í AusturLandeyjum, Rang. (DI 1900–
1904:VI.332 (um 1480)). Lík legt er að þessir bæir séu kenndir við
menn að nafni Úlfur. Nafnið Hjálmólfur hefur verið nefnt í sambandi
tunga_22.indb 112 22.06.2020 14:03:53