Orð og tunga - 2020, Side 134
122 Orð og tunga
Það tryggir að ávallt sé hægt að finna gögnin enda þótt vistun þeirra
og hefðbundin vefslóð (URL) kunni að breytast.
4 Ísland og CLARIN ERIC
Upphaf CLARIN má rekja aftur til 2008 þegar undirbúningsfasi þess
hófst. Ísland var ekki með frá byrjun en komst inn í samstarfshóp
undirbúningsfasans árið 2010, en án fjárhagslegs stuðnings. Þegar eðli
CLARIN breyttist árið 2012 og CLARIN ERIC varð til varð Ísland ekki
stofnaðili. Íslandi var þó boðin þátttaka í sérstöku norrænu CLARIN
neti, Nordic CLARIN Network, sem kostað var af NordForsk á
árunum 2014–2017. Íslenskir fræðimenn tóku þátt í ýmsum fundum
og vinnustofum sem netið skipulagði.
Í verkáætlun um íslenska máltækni sem gefin var út sumarið 2017
er sérstakur kafli um CLARIN. Þar er útskýrt hvernig aðild myndi
gagnast Íslandi, með aðgangi að margvíslegum búnaði og gögnum, svo
og að sérþekkingu á ýmsum sviðum. Innan máltækniáætlunarinnar á
að þróa margs kyns gögn og búnað og það er mjög mikilvægt að gerð,
lýsing og varðveisla þessara málfanga fylgi viðurkenndum stöðlum. Í
áætluninni var því lagt til að Ísland gerðist aðili að CLARIN ERIC til
að auðvelda vinnslu og varðveislu málfanganna.
Mennta og menningarmálaráðuneytið féllst á þessa tillögu og
ákvað að fjármagna þátttöku Íslands í CLARIN ERIC til fimm ára. Það
kom þó í ljós að nauðsynlegt væri að breyta lögum til að Ísland gæti
orð ið fullgildur aðili og því var ákveðið að sækja um áheyrnaraðild (e.
observership). Umsóknin var samþykkt á allsherjarþingi CLARIN ERIC
í nóvember 2018 og áheyrnaraðild Íslands tók gildi 1. nóvember það ár.
Ráðuneytið fól Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
að vera fulltrúi Íslands gagnvart CLARIN ERIC og leiðandi aðili (e.
leading partner) í íslenskum CLARINlandshópi, eins og áður segir.
Eirík ur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, var tilnefndur lands full
trúi CLARIN á Íslandi. Flestar stofnanir sem málið varðar taka þátt í
landshópi CLARINIS. Auk Stofnunar Árna Magnússonar í ís lensk
um fræðum eru það Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Lands
bókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands, Íslensk
málnefnd, Ríkis útvarpið, og Almannarómur.
CLARINmiðstöðin á Árnastofnun, CLARIN-IS (https://clarin.is/),
tók til starfa í ársbyrjun 2019. Þar starfa Eiríkur Rögnvaldsson lands
fulltrúi í 40% starfi og frá 1. apríl sama ár Samúel Þórisson tölv unar
tunga_22.indb 122 22.06.2020 14:03:54